Stöð 2 Sport
Olís-deildirnar eiga sviðið á Stöð 2 Sport, en klukkan 15:45 hefst viðureign KA og ÍBV í Olís-deild karla áður en Haukar og HK eigast við í Olís-deild kvenna klukkan 17:45.
Stöð 2 Sport 2
Þrír leikir eru á dagskrá í elstu og virtustu bikarkeppni heims á Stöð 2 Sport 2 í dag, ásamt einum leik í ensku 1. deildinni og einum leik í NBA-deildinni.
Klukkan 12:20 mætast Chelsea og Plymouth í FA-bikarnum áður en Manchester City tekur á móti Fulham klukkan 14:50.
Swansea og Blackburn eigast svo við klukkan 17:25 í ensku 1. deildinni áður en Tottenham og Brighton etja kappi í FA-bikarnum klukkan 19:50.
Orlando Magic og Memphis Grizzlies loka svo dagskránni á Stöð 2 Sport 2 þegar liðin mætast í NBA-deildinni í körfubolta klukkan 22:00.
Stöð 2 Sport 3
Dagskráin á Stöð 2 Sport 3 hefst á áhugaverðum leik þegar Kidderminster Harriers tekur á móti West Ham í FA-bikarnum klukkan 12:20. Kidderminster Harriers leikur í sjöttu efstu deild Englands og eiga þeir því erfitt verkefni fyrir höndum gegn úrvalsdeildarliðinu frá Lundúnum.
Klukkan 14:50 hefst svo viðureign Everton og Brentford í FA-bikarnum.
Klukkan 16:50 taka Tryggvi Hlinason og félagar hans í Zaragoza á móti Unicaja í spænsku ACB-deildinni í körfubolta áður en Fiorentina og Lazio eigast við í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 19:30.
Stöð 2 Sport 4
Albert Guðmundsson mætir í fyrsta skipti í ítalska boltann þegar Genoa heimsækir Roma klukkan 13:50 og klukkan 16:50 hefst svo bein útsending frá stórleik Inter og AC Milan.
Klukkan 19:00 er Drive On Chamionship á LPGA-mótaröðinni í golfi á dagskrá.
Stöð 2 Golf
Ras al Khaimah Champonship heldur áfram klukkan 08:30 og klukkan 18:00 er það AT&T Pebble Beach Pro-Am sem á sviðið.
Stöð 2 eSport
BLAST Premier í CS:GO heldur áfram en upphitun fyrir sjötta dag hefst klukkan 11:30 áður en leikir dagsins hefjast hálftíma síðar.