Stöð 2 Sport
Leikur Aftureldingar og Selfoss átti að vera á dagskrá klukkan 16:15, en honum hefur verið frestað.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 11:40 verður dregið í 16-liða úrslit FA-Bikarsins áður en seinustu leikir 32-liða úrslitanna hefjast.
Leikur Liverpool og Cardiff verður í beinni útsendingu frá klukkan 11:50 og að þeim leik loknum tekur Nottingham Forest á móti ríkjandi bikarmeisturum Leicester.
Leikur Bourneouth og Boreham slær svo botninn í 32-liða úrslit FA-bikarsins, en sá leikur hefst klukkan 18:20.
NBA-deildin í körfubolta tekur svo við klukkan 20:30, en þá hefst leikur Denver Nuggets og Brooklyn Nets.
Stöð 2 Sport 3
Ítalska úrvalsdeildin á sviðið á Stöð 2 Sport 3 í dag, en sýnt verður frá fjórum leikjum. Atalanta tekur á móti Cagliari klukkan 11:20 og klukkan 13:50 hefst útsending frá leik Venezia og Napoli.
Udinese og Torino eigast svo við klukkan 16:50 og leikur Juventus og Verona rekur lestina frá klukkan 19:35.
Stöð 2 Sport 4
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia heimsækja Real Madrid í spænsku ACB-deildinni í körfubolta klukkan 17:20 áður en Breiðablik og Midtjylland eigast við í Atlantic Cup í fótbolta klukkan 19:25.
Stöð 2 Golf
Ras al Khaimah Champonship á DP World Tour heldur áfram frá klukkan 08:30 og klukkan 18:00 hefst bein útsending frá AT&T Pebble Beach Pro-Am á PGA-mótaröðinni.
Stöð 2 eSport
Sjöundi dagur BLAST Premier í CS:GO hefst á upphitun klukkan 11:30 og viðureignir dagsins fara af stað hálftíma síðar.