Um 78 starfsmenn gista í nótt og aðrir eiga að bíða af sér veðrið Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2022 23:24 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Um 78 starfsmenn Landspítalans munu gista þar í nótt til að tryggja lágmarksmönnun á meðan versta óveðrið gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Stjórnendur spítalans biðja aðra stafsmenn um að leggja ekki af stað til vinnu fyrr en veðrinu slotar og óhætt er að fara af stað. „Við erum að undirbúa spítalann fyrir þessa rekstrarvá sem vofir yfir ef allt gengur eftir og við erum búin að vera fara yfir okkar viðbúnað með tilliti til varaaflsstöðva, að sjúklingar geti fengið mat og að við getum mannað vaktaskiptin,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að einna mest hætta stafi af hugsanlegu rafmagnsleysi eða rekstrartruflunum á nettengingu sjúkrahússins. Búið sé að yfirfara varaaflsstöðvar við Hringbraut og í Fossvogi. „Við erum í góðu samstarfi við almannavarnir og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Við erum að vinna þetta allt í sameiningu en okkar er að geta haldið uppi þeirri þjónustu sem okkur ber að veita.“ Lítill fjöldi starfsmanna fyrir stóra stofnun Einungis nauðsynleg heilbrigðisþjónusta verður veitt á Landspítalanum á meðan versta veðrið gengur yfir og til að mynda er búið að aflýsa öllum göngudeildartímum í fyrramálið. Guðlaug beinir þeim skilaboðum til starfsmanna og almennings að ferðast ekki að óþörfu og bíða frekar og sjá til að vera viss um að færð eða veður hindri ekki að fólk komist á áfangastað. „Við erum búin að manna nóttina og svo erum við með starfsfólk í húsi sem er tilbúið til að taka við þessu helsta í fyrramálið. Það er ekkert annað en það enda eru um 70 starfsmenn ekki mikið fyrir svona stóra stofnun, þetta er bara það allra nauðsynlegasta. Við erum að tala um gjörgæslu, skurðstofu, svæfingu, og legudeildirnar bara rétt til þess að bæta í liðsaukann í fyrramálið.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Sjá meira
„Við erum að undirbúa spítalann fyrir þessa rekstrarvá sem vofir yfir ef allt gengur eftir og við erum búin að vera fara yfir okkar viðbúnað með tilliti til varaaflsstöðva, að sjúklingar geti fengið mat og að við getum mannað vaktaskiptin,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að einna mest hætta stafi af hugsanlegu rafmagnsleysi eða rekstrartruflunum á nettengingu sjúkrahússins. Búið sé að yfirfara varaaflsstöðvar við Hringbraut og í Fossvogi. „Við erum í góðu samstarfi við almannavarnir og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Við erum að vinna þetta allt í sameiningu en okkar er að geta haldið uppi þeirri þjónustu sem okkur ber að veita.“ Lítill fjöldi starfsmanna fyrir stóra stofnun Einungis nauðsynleg heilbrigðisþjónusta verður veitt á Landspítalanum á meðan versta veðrið gengur yfir og til að mynda er búið að aflýsa öllum göngudeildartímum í fyrramálið. Guðlaug beinir þeim skilaboðum til starfsmanna og almennings að ferðast ekki að óþörfu og bíða frekar og sjá til að vera viss um að færð eða veður hindri ekki að fólk komist á áfangastað. „Við erum búin að manna nóttina og svo erum við með starfsfólk í húsi sem er tilbúið til að taka við þessu helsta í fyrramálið. Það er ekkert annað en það enda eru um 70 starfsmenn ekki mikið fyrir svona stóra stofnun, þetta er bara það allra nauðsynlegasta. Við erum að tala um gjörgæslu, skurðstofu, svæfingu, og legudeildirnar bara rétt til þess að bæta í liðsaukann í fyrramálið.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Sjá meira