Í brýnni þörf er best að bíða! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. febrúar 2022 09:00 Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af. Eftir hverju er verið að bíða? Það bólar ekkert á útboðsgögnum. Á meðan beðið er eftir þeim tefst framkvæmdin og nú orðið afar ólíklegt að hún geti hafist, héðan af fyrr en undir lok þessa árs. í frétt á heimasíðu Garðabæjar, þegar vinningstillagan var kynnt, kom fram að leikskólinn eigi að hefja starfsemi sína á þessu ári. Með þennan meirihluta einan við ákvarðanaborðið verður trúlegast ekkert af því. Við verðum heppin ef framkvæmdir verða hafnar. Til að fá nánari upplýsingar um framgang verkefnisins og hvenær foreldrar í Urriðahverfi megi loks eiga von á því að það rísi nýr leikskóli í hverfinu, hef ég lagt fram fyrirspurn um málið þar sem óskað var eftir tímalínu um framgang verkefnisins. Sprungnir skólar og skammtímareddingar Í desember 2021 voru skráðir íbúar í Urriðaholti á aldrinum 0-5 ára 292. Leikskólinn sem fyrir er er löngu sprunginn. Gert var ráð fyrir 120 börnum í 6 deildum en í vetur voru þar tæplega 170 börn. Hægt er að koma fleiri börnum að á leikskóla með því að þrengja verulega að grunnskólanum. Allt í boði Sjálfstæðismanna. Einu svörin sem núverandi meirihluti hefur eru tímabundnar reddingar á reddingar ofan. Því miður eru engin ný tíðindi það. Það á enn á ný að koma fyrir færanlegum einingum sem verður kostað til með tímabundinni leigu. Þarna bætist við aukinn kostnaður sem meirihlutinn telur sér einhvern veginn til tekna í allri umræðu um ábyrga fjármálastjórn. Svona getur hlutum verið snúið á haus. Barnafjölskyldurnar koma samt Á meðan flykkjast barnafjölskyldur í Urriðaholtið. Þær sjá fyrir sér í hillingum framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins, þar sem leikur einn er að koma börnum inn á leikskóla. Það er glansmyndin sem þeim hefur verið seld en stenst ekki. Urriðaholtið er mjög eftirsóknarvert hverfi, þar sem er að skapast frábært 15 mínútna hverfi, með fjölbreytta verslun og þjónustu að færast í aukana með hverfiskaffihúsi og glæsilegum veitingastað. Allt í göngufæri og áður en við vitum af hefur fyrsti snjallkaupmaðurinn á horninu hafið starfsemi sína. En ákvarðanir meirihlutans um forgangsröðun í Garðabæ hefur veruleg áhrif á ímynd hverfisins. Það hefur áhrif að í stað framúrskarandi þjónustu og leikskólapláss við 12 mánaða aldur í umhverfisvottaða hverfinu eru brostnar vonir og flækjur við að koma börnum í leikskóla eða til dagmóður staðreynd. Þessu er hægt að snúa við ef viljinn er fyrir hendi. Við sem tölum fyrir því að tryggja framúrskarandi þjónustu við íbúa hljótum að meina það sem við segjum og segja það sem við meinum. Það gerum við í Viðreisn að minnsta kosti. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af. Eftir hverju er verið að bíða? Það bólar ekkert á útboðsgögnum. Á meðan beðið er eftir þeim tefst framkvæmdin og nú orðið afar ólíklegt að hún geti hafist, héðan af fyrr en undir lok þessa árs. í frétt á heimasíðu Garðabæjar, þegar vinningstillagan var kynnt, kom fram að leikskólinn eigi að hefja starfsemi sína á þessu ári. Með þennan meirihluta einan við ákvarðanaborðið verður trúlegast ekkert af því. Við verðum heppin ef framkvæmdir verða hafnar. Til að fá nánari upplýsingar um framgang verkefnisins og hvenær foreldrar í Urriðahverfi megi loks eiga von á því að það rísi nýr leikskóli í hverfinu, hef ég lagt fram fyrirspurn um málið þar sem óskað var eftir tímalínu um framgang verkefnisins. Sprungnir skólar og skammtímareddingar Í desember 2021 voru skráðir íbúar í Urriðaholti á aldrinum 0-5 ára 292. Leikskólinn sem fyrir er er löngu sprunginn. Gert var ráð fyrir 120 börnum í 6 deildum en í vetur voru þar tæplega 170 börn. Hægt er að koma fleiri börnum að á leikskóla með því að þrengja verulega að grunnskólanum. Allt í boði Sjálfstæðismanna. Einu svörin sem núverandi meirihluti hefur eru tímabundnar reddingar á reddingar ofan. Því miður eru engin ný tíðindi það. Það á enn á ný að koma fyrir færanlegum einingum sem verður kostað til með tímabundinni leigu. Þarna bætist við aukinn kostnaður sem meirihlutinn telur sér einhvern veginn til tekna í allri umræðu um ábyrga fjármálastjórn. Svona getur hlutum verið snúið á haus. Barnafjölskyldurnar koma samt Á meðan flykkjast barnafjölskyldur í Urriðaholtið. Þær sjá fyrir sér í hillingum framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins, þar sem leikur einn er að koma börnum inn á leikskóla. Það er glansmyndin sem þeim hefur verið seld en stenst ekki. Urriðaholtið er mjög eftirsóknarvert hverfi, þar sem er að skapast frábært 15 mínútna hverfi, með fjölbreytta verslun og þjónustu að færast í aukana með hverfiskaffihúsi og glæsilegum veitingastað. Allt í göngufæri og áður en við vitum af hefur fyrsti snjallkaupmaðurinn á horninu hafið starfsemi sína. En ákvarðanir meirihlutans um forgangsröðun í Garðabæ hefur veruleg áhrif á ímynd hverfisins. Það hefur áhrif að í stað framúrskarandi þjónustu og leikskólapláss við 12 mánaða aldur í umhverfisvottaða hverfinu eru brostnar vonir og flækjur við að koma börnum í leikskóla eða til dagmóður staðreynd. Þessu er hægt að snúa við ef viljinn er fyrir hendi. Við sem tölum fyrir því að tryggja framúrskarandi þjónustu við íbúa hljótum að meina það sem við segjum og segja það sem við meinum. Það gerum við í Viðreisn að minnsta kosti. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar