Endurgreiðum ungu fólki og barnafjölskyldum lóðaverð Gunnar Þór Sigurjónsson skrifar 8. febrúar 2022 17:31 Hafnarfjörður hefur setið eftir síðustu ár þegar kemur að íbúafjölgun og árangri í húsnæðismálum. Staðreyndin er sú að það er alvarlegur skortur á húsnæði í Hafnarfirði sem stendur í vegi fyrir vexti sveitarfélagsins. Það er af sem áður var þegar nægt framboð á húsnæði á ódýrara verði en í nágrannasveitarfélögunum gerði Hafnarfjörð að góðum kosti fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur sem voru að koma undir sig fótunum. Þess í stað hefur stefna bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í lóða- og húsnæðismálum síðustu átta ár tryggt að í dag er ungt fólk og barnafjölskyldur jafn ofurseld skorti og okri á húsnæðismarkaði í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er fækkun bæjarbúa og að fjölskyldur leita frekar út fyrir höfuðborgarsvæðið að hentugu húsnæði og sveitarfélagi til að búa sér heimili til framtíðar. Tími alvöru lausna í húsnæðismálum Þessari þróun verður að snúa við strax með beinum aðgerðum. Hafnarfjarðarbær á t.d. að endurgreiða kaupendum íbúða lóðaverð umfram lágmark svo uppsprengt uppboðsverð haldi fjölskyldum ekki frá bæjarfélaginu. Það er alvöru lausn sem gerir Hafnarfjörð að aðlaðandi framtíðarheimili fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk. Það er lausn sem gerir allt í senn, gerir ungu fólki auðveldara að eignast húsnæði, lækkar skuldabyrði ungra barnafjölskyldna og styrkir tekjugrunn sveitarfélagsins til lengri tíma litið, enda greiðir fjölskylda á meðaltekjum sem skýtur rótum í Hafnarfirði meðgjöfina margfalt til baka með útsvarinu til sveitarfélagsins. Það eru svona lausnir sem Samfylkingin í Hafnarfirði á að standa fyrir, praktískar alvöru lausnir sem koma íbúum Hafnarfjarðar strax til góða og tryggja vöxt og uppbyggingu bæjarfélagsins inn í framtíðina. Tími sterkari þjónustu við fjölskyldur í Hafnarfirði Það er öllu sveitarfélaginu í hag að vera í stöðugri uppbyggingu og ábyrgum vexti enda skapast við það heilmikil verðmæti, bæði fyrir íbúana og samfélagið okkar í heild. Hafnarfjörður þarf því að koma til móts við kröfur ungs fólks, hvort sem það er í húsnæðismálum eða samfélagslegri ábyrgð. Hafnarfjörður þarf ekki einungis að fara rífa í sig í gang varðandi framboð og verð á húsnæði heldur þurfum við að leggja aukna áherslu á á græn hverfi sem styðja við umhverfisvænan lífsstíl.Samhliða því má ekki gleyma því að að ungar fjölskyldur sækja eðlilega frekar í barnvæn hverfi og samfélög og að þjónusta við barnafjölskyldur skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um framtíðarheimili. Til þess að laða ungt fólk að Hafnarfirði þá má bærinn ekki standa í ágreiningi við leikskólakennara og undirmannaður þegar kemur að faglærðum sérfræðingum barna. Ef við tryggjum ungu fólki aðgang að hentugu og fjárhagslega skynsamlegu húsnæði með aðgang að góðri þjónustu leik- og grunnskóla þá getur Hafnarfjörður fljótt aftur orðið raunhæfur kostur fyrir ungt fólk til að búa sér framtíðarheimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið fyrir sig ýmsar afsakanir til að réttlæta skortstöðuna sem byggst hefur upp síðustu átta ár, en tími afsakana er liðinn. Næsta kjörtímabil þarf að vera tími raunverulegra lausna í húsnæðismálum í Hafnarfirði. Kjósum nýtt fólk fyrir nýjan tíma. Höfundur sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur setið eftir síðustu ár þegar kemur að íbúafjölgun og árangri í húsnæðismálum. Staðreyndin er sú að það er alvarlegur skortur á húsnæði í Hafnarfirði sem stendur í vegi fyrir vexti sveitarfélagsins. Það er af sem áður var þegar nægt framboð á húsnæði á ódýrara verði en í nágrannasveitarfélögunum gerði Hafnarfjörð að góðum kosti fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur sem voru að koma undir sig fótunum. Þess í stað hefur stefna bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í lóða- og húsnæðismálum síðustu átta ár tryggt að í dag er ungt fólk og barnafjölskyldur jafn ofurseld skorti og okri á húsnæðismarkaði í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er fækkun bæjarbúa og að fjölskyldur leita frekar út fyrir höfuðborgarsvæðið að hentugu húsnæði og sveitarfélagi til að búa sér heimili til framtíðar. Tími alvöru lausna í húsnæðismálum Þessari þróun verður að snúa við strax með beinum aðgerðum. Hafnarfjarðarbær á t.d. að endurgreiða kaupendum íbúða lóðaverð umfram lágmark svo uppsprengt uppboðsverð haldi fjölskyldum ekki frá bæjarfélaginu. Það er alvöru lausn sem gerir Hafnarfjörð að aðlaðandi framtíðarheimili fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk. Það er lausn sem gerir allt í senn, gerir ungu fólki auðveldara að eignast húsnæði, lækkar skuldabyrði ungra barnafjölskyldna og styrkir tekjugrunn sveitarfélagsins til lengri tíma litið, enda greiðir fjölskylda á meðaltekjum sem skýtur rótum í Hafnarfirði meðgjöfina margfalt til baka með útsvarinu til sveitarfélagsins. Það eru svona lausnir sem Samfylkingin í Hafnarfirði á að standa fyrir, praktískar alvöru lausnir sem koma íbúum Hafnarfjarðar strax til góða og tryggja vöxt og uppbyggingu bæjarfélagsins inn í framtíðina. Tími sterkari þjónustu við fjölskyldur í Hafnarfirði Það er öllu sveitarfélaginu í hag að vera í stöðugri uppbyggingu og ábyrgum vexti enda skapast við það heilmikil verðmæti, bæði fyrir íbúana og samfélagið okkar í heild. Hafnarfjörður þarf því að koma til móts við kröfur ungs fólks, hvort sem það er í húsnæðismálum eða samfélagslegri ábyrgð. Hafnarfjörður þarf ekki einungis að fara rífa í sig í gang varðandi framboð og verð á húsnæði heldur þurfum við að leggja aukna áherslu á á græn hverfi sem styðja við umhverfisvænan lífsstíl.Samhliða því má ekki gleyma því að að ungar fjölskyldur sækja eðlilega frekar í barnvæn hverfi og samfélög og að þjónusta við barnafjölskyldur skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um framtíðarheimili. Til þess að laða ungt fólk að Hafnarfirði þá má bærinn ekki standa í ágreiningi við leikskólakennara og undirmannaður þegar kemur að faglærðum sérfræðingum barna. Ef við tryggjum ungu fólki aðgang að hentugu og fjárhagslega skynsamlegu húsnæði með aðgang að góðri þjónustu leik- og grunnskóla þá getur Hafnarfjörður fljótt aftur orðið raunhæfur kostur fyrir ungt fólk til að búa sér framtíðarheimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið fyrir sig ýmsar afsakanir til að réttlæta skortstöðuna sem byggst hefur upp síðustu átta ár, en tími afsakana er liðinn. Næsta kjörtímabil þarf að vera tími raunverulegra lausna í húsnæðismálum í Hafnarfirði. Kjósum nýtt fólk fyrir nýjan tíma. Höfundur sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar