Tugir á biðlistum hjá trans teymum LSH og margir að bíða eftir aðgerð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:50 Formaður Trans Íslands segir lífsnauðsynlegt fyrir trans fólk að komast í aðgerð. Kynleiðréttingaraðgerðum hefur fjölgað töluvert síðustu ár en frá árinu 2010 hafa 85 einstaklingar gengist undir 184 aðgerðir sem flokkast til eða tengjast kynleiðréttingarferlinu. Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Meðalaldur einstaklinga sem fóru í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga fyrir hvert ár tímabilið 2015 til 2020 var á bilinu 21 árs til 33 ára en miðgildi aldurs fyrir hvert ár á bilinu 20 ára til 27 ára. Desember er ekki með í tölunum fyrir árið 2021. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að kynleiðréttingaraðgerðir væru lífsnauðsynlegar fyrir trans fólk en tilefnið var Twitter-færsla trans konu, sem sagðist hafa beðið í 60 vikur eftir að komast í aðgerð. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu, vegna þess að fólk til dæmis sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla. Fleiri en 250 í eftirliti eftir að hafa fengið hormónameðferð Vísir óskaði eftir upplýsingum um fjölda einstaklinga á biðlista eftir þjónustu hjá trans teymum Landspítalans og fékk þær upplýsingar að 33 biðu þess að komast að hjá trans teymi barna- og unglingageðdeildar (BUGL) og 32 hjá teyminu sem sinnir fullorðnum. Skjólstæðingar trans teymis BUGL eru 54 en samkvæmt svörum Landspítalans eru 41 í greiningarferli hjá trans teymi fullorðinna, auk þess sem fagaðilar hitti fleiri trans einstaklinga sem séu ekki í formlegu greiningarferli. Þess ber að geta að tölurnar eru frá því í nóvember síðastliðnum. Á innkirtladeild Landspítalans eru fleiri en 250 einstaklingar í eftirliti, sem lokið hafa greiningarferli og hafa fengið hormónameðferð. Hluti þeirra hefur ekki þegið frekari þjónustu. Í desember biðu fimmtán manns eftir að komast í hormónameðferð. Biðtíminn eftir aðgerð venjulega tvær vikur til tíu mánuðir Vísir óskaði einnig eftir upplýsingum um það hversu margir biðu eftir að komast í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga og fékk þau svör að biðtíminn væri mjög breytilegur eftir aðgerðum; allt frá tveimur vikum og upp í tíu mánuði. Þetta ætti þó ekki við um árin 2020 og 2021, þar sem allir biðlistar Landspítalans hefðu lengst í kórónuveirufaraldrinum. Í desember síðasliðnum biðu þrettán einstaklingar eftir því að komast í brjóstnám, átján í gerð legganga og einn eftir því að komast í uppbyggingu reðurs. Hafa ber í huga að tölurnar endurspegla ekki endilega fjölda einstaklinga, þar sem einn einstaklingur getur verið að bíða eftir fleiri en einni tegund af aðgerð. Hinsegin Mannréttindi Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni trans fólks Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Landspítalans við fyrirspurn Vísis. Meðalaldur einstaklinga sem fóru í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga fyrir hvert ár tímabilið 2015 til 2020 var á bilinu 21 árs til 33 ára en miðgildi aldurs fyrir hvert ár á bilinu 20 ára til 27 ára. Desember er ekki með í tölunum fyrir árið 2021. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að kynleiðréttingaraðgerðir væru lífsnauðsynlegar fyrir trans fólk en tilefnið var Twitter-færsla trans konu, sem sagðist hafa beðið í 60 vikur eftir að komast í aðgerð. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu, vegna þess að fólk til dæmis sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla. Fleiri en 250 í eftirliti eftir að hafa fengið hormónameðferð Vísir óskaði eftir upplýsingum um fjölda einstaklinga á biðlista eftir þjónustu hjá trans teymum Landspítalans og fékk þær upplýsingar að 33 biðu þess að komast að hjá trans teymi barna- og unglingageðdeildar (BUGL) og 32 hjá teyminu sem sinnir fullorðnum. Skjólstæðingar trans teymis BUGL eru 54 en samkvæmt svörum Landspítalans eru 41 í greiningarferli hjá trans teymi fullorðinna, auk þess sem fagaðilar hitti fleiri trans einstaklinga sem séu ekki í formlegu greiningarferli. Þess ber að geta að tölurnar eru frá því í nóvember síðastliðnum. Á innkirtladeild Landspítalans eru fleiri en 250 einstaklingar í eftirliti, sem lokið hafa greiningarferli og hafa fengið hormónameðferð. Hluti þeirra hefur ekki þegið frekari þjónustu. Í desember biðu fimmtán manns eftir að komast í hormónameðferð. Biðtíminn eftir aðgerð venjulega tvær vikur til tíu mánuðir Vísir óskaði einnig eftir upplýsingum um það hversu margir biðu eftir að komast í kynleiðréttingaraðgerð af einhverjum toga og fékk þau svör að biðtíminn væri mjög breytilegur eftir aðgerðum; allt frá tveimur vikum og upp í tíu mánuði. Þetta ætti þó ekki við um árin 2020 og 2021, þar sem allir biðlistar Landspítalans hefðu lengst í kórónuveirufaraldrinum. Í desember síðasliðnum biðu þrettán einstaklingar eftir því að komast í brjóstnám, átján í gerð legganga og einn eftir því að komast í uppbyggingu reðurs. Hafa ber í huga að tölurnar endurspegla ekki endilega fjölda einstaklinga, þar sem einn einstaklingur getur verið að bíða eftir fleiri en einni tegund af aðgerð.
Hinsegin Mannréttindi Heilbrigðismál Landspítalinn Málefni trans fólks Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira