Litlu málin eru líka stór Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 10. febrúar 2022 09:01 Hvaða úrlausnarefni í stjórnsýslu og pólitík eru stór - og hver þeirra teljast til hinna litlu? Yfirleitt er mat fjölmiðla og stjórnmálamanna á þann veg að ef verkefni snúa að hagsmunum allrar þjóðarinnar eða stórs hluta hennar, þá hljóti málið að vera stórt. Að sama skapi ef viðfangsefnið snýr eingöngu að fáum einstaklingum og hagsmunum þeirra, þá hljóti málið að hafa lítið vægi. Allt er þetta rétt - svo langt sem það nær. Þegar stjórnmálamenn sem eru í þjónustustörfum fyrir land og þjóð, sveitarfélög, þá eru öll mál mikilvæg, sem á borð þeirra berast. Stórt mál með mörkin Ég minnist þess, þegar ég gegndi störfum bæjarstjóra í Hafnarfirði fyrir margt löngu, að til mín kom 10 ára strákur í viðtalstíma. Hann var alvörugefinn í fasi og flutti mál sitt vel. Hann sagði:" Ég bý í Hvömmunum hérna í Hafnarfirði og við krakkarnir höfum lengið beðið eftir mörkum á túnið í hverfinu. En þau hafa ekki komið. Geturðu þú hjálpað okkur?" Ég svaraði honum og sagðist ætla að fara á staðinn og skoða staðhætti. Sem ég gerði. Gagnrýni stráksins voru réttmæt. Það vantaði mörk. Þau voru voru komin nokkrum dögum síðar og túnið iðaði af lífi og fótbolta um árabil. Þetta var stórt mál fyrir drenginn, börnin í hverfinu og foreldra. Mörg svona hliðstæð dæmi minnist ég úr pólitíkinni, þegar ég var þar á vettvangi, fyrst í bæjarpólitíkinni og síðan á þingi á annan áratug. Mál einstaklinga og hópa Mál einstaklinga og hópa, sem telja á rétti sínum brotið, eða að betur megi gera í nærumhverfi þeirra, þarf að hlýða á og bregðast við. Oft er það þannig, að þegar nánar er skoðað, þá eiga mál einstaklinga sem berjast við kerfið sér hliðstæður hjá mörgum öðrum í sams konar vanda. Þannig einsetti ég mér þegar ég var í pólitík, að skoða erindi sem mér bárust með málefnalegum hætti og kanna til hlítar staðreyndir og mögulegar úrlausnir. Það sem er lítið mál fyrir einn er stórt fyrir annan. Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Fyrir kemur hagsmunaárekstur við aðra bæjarbúa. Stundum verður að segja nei. Viðunandi lausn ekki í boði. En oftar finnst úrlausn ef vilji er til staðar. Meginatriðið er að stjórnmálamenn og embættismenn skynji hlutverk sitt. Þeir eiga ekki að deila og drottna. Þeir eiga að koma að gagni og þjóna. En vitaskuld marka stefnu og láta síðan verkin tala, þegar málefnaleg niðurstaða liggur fyrir. Skiptir máli hvernig stjórnað Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í pólitíkina - bæjarpólitíkina í Hafnarfirði aftur - eftir 16 ára hlé. Sú vegferð hefst næstkomandi laugardag, 12.febrúar í forvali Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, þar sem ég óska eftir oddvitasætinu. Margir stjórnmálamenn tala um náið samráð við kjósendur, bæjarbúa og opið stjórnkerfi. Það er allt hárrétt og ber að sinna. En alltof oft er þetta orðagjálfur og innihaldslausir frasar, sem gleymast þegar völdin eru í höfn. Ég vil hins vegar sjá þetta samráð í verki og í raun. Svara erindum fólks, hvort sem þau eru lítil og stór. Og reyna að fremsta megni að leysa úr þeim. Þannig starfaði ég í pólitík áður og fyrr. Og þannig mun ég vinna í framtíð, fái ég traust og stuðning jafnaðarmanna í 1.sætið í forvalinu á laugardag. Og síðan í kosningunum til bæjarstjórnar í Hafnarfirði 14.maí. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna og hvernig. Ég vil samvinnu og samráð - og svo vil ég sjá verkin tala. Svo um munar. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Mest lesið 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Hvaða úrlausnarefni í stjórnsýslu og pólitík eru stór - og hver þeirra teljast til hinna litlu? Yfirleitt er mat fjölmiðla og stjórnmálamanna á þann veg að ef verkefni snúa að hagsmunum allrar þjóðarinnar eða stórs hluta hennar, þá hljóti málið að vera stórt. Að sama skapi ef viðfangsefnið snýr eingöngu að fáum einstaklingum og hagsmunum þeirra, þá hljóti málið að hafa lítið vægi. Allt er þetta rétt - svo langt sem það nær. Þegar stjórnmálamenn sem eru í þjónustustörfum fyrir land og þjóð, sveitarfélög, þá eru öll mál mikilvæg, sem á borð þeirra berast. Stórt mál með mörkin Ég minnist þess, þegar ég gegndi störfum bæjarstjóra í Hafnarfirði fyrir margt löngu, að til mín kom 10 ára strákur í viðtalstíma. Hann var alvörugefinn í fasi og flutti mál sitt vel. Hann sagði:" Ég bý í Hvömmunum hérna í Hafnarfirði og við krakkarnir höfum lengið beðið eftir mörkum á túnið í hverfinu. En þau hafa ekki komið. Geturðu þú hjálpað okkur?" Ég svaraði honum og sagðist ætla að fara á staðinn og skoða staðhætti. Sem ég gerði. Gagnrýni stráksins voru réttmæt. Það vantaði mörk. Þau voru voru komin nokkrum dögum síðar og túnið iðaði af lífi og fótbolta um árabil. Þetta var stórt mál fyrir drenginn, börnin í hverfinu og foreldra. Mörg svona hliðstæð dæmi minnist ég úr pólitíkinni, þegar ég var þar á vettvangi, fyrst í bæjarpólitíkinni og síðan á þingi á annan áratug. Mál einstaklinga og hópa Mál einstaklinga og hópa, sem telja á rétti sínum brotið, eða að betur megi gera í nærumhverfi þeirra, þarf að hlýða á og bregðast við. Oft er það þannig, að þegar nánar er skoðað, þá eiga mál einstaklinga sem berjast við kerfið sér hliðstæður hjá mörgum öðrum í sams konar vanda. Þannig einsetti ég mér þegar ég var í pólitík, að skoða erindi sem mér bárust með málefnalegum hætti og kanna til hlítar staðreyndir og mögulegar úrlausnir. Það sem er lítið mál fyrir einn er stórt fyrir annan. Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Fyrir kemur hagsmunaárekstur við aðra bæjarbúa. Stundum verður að segja nei. Viðunandi lausn ekki í boði. En oftar finnst úrlausn ef vilji er til staðar. Meginatriðið er að stjórnmálamenn og embættismenn skynji hlutverk sitt. Þeir eiga ekki að deila og drottna. Þeir eiga að koma að gagni og þjóna. En vitaskuld marka stefnu og láta síðan verkin tala, þegar málefnaleg niðurstaða liggur fyrir. Skiptir máli hvernig stjórnað Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í pólitíkina - bæjarpólitíkina í Hafnarfirði aftur - eftir 16 ára hlé. Sú vegferð hefst næstkomandi laugardag, 12.febrúar í forvali Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, þar sem ég óska eftir oddvitasætinu. Margir stjórnmálamenn tala um náið samráð við kjósendur, bæjarbúa og opið stjórnkerfi. Það er allt hárrétt og ber að sinna. En alltof oft er þetta orðagjálfur og innihaldslausir frasar, sem gleymast þegar völdin eru í höfn. Ég vil hins vegar sjá þetta samráð í verki og í raun. Svara erindum fólks, hvort sem þau eru lítil og stór. Og reyna að fremsta megni að leysa úr þeim. Þannig starfaði ég í pólitík áður og fyrr. Og þannig mun ég vinna í framtíð, fái ég traust og stuðning jafnaðarmanna í 1.sætið í forvalinu á laugardag. Og síðan í kosningunum til bæjarstjórnar í Hafnarfirði 14.maí. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna og hvernig. Ég vil samvinnu og samráð - og svo vil ég sjá verkin tala. Svo um munar. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun