Litlu málin eru líka stór Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 10. febrúar 2022 09:01 Hvaða úrlausnarefni í stjórnsýslu og pólitík eru stór - og hver þeirra teljast til hinna litlu? Yfirleitt er mat fjölmiðla og stjórnmálamanna á þann veg að ef verkefni snúa að hagsmunum allrar þjóðarinnar eða stórs hluta hennar, þá hljóti málið að vera stórt. Að sama skapi ef viðfangsefnið snýr eingöngu að fáum einstaklingum og hagsmunum þeirra, þá hljóti málið að hafa lítið vægi. Allt er þetta rétt - svo langt sem það nær. Þegar stjórnmálamenn sem eru í þjónustustörfum fyrir land og þjóð, sveitarfélög, þá eru öll mál mikilvæg, sem á borð þeirra berast. Stórt mál með mörkin Ég minnist þess, þegar ég gegndi störfum bæjarstjóra í Hafnarfirði fyrir margt löngu, að til mín kom 10 ára strákur í viðtalstíma. Hann var alvörugefinn í fasi og flutti mál sitt vel. Hann sagði:" Ég bý í Hvömmunum hérna í Hafnarfirði og við krakkarnir höfum lengið beðið eftir mörkum á túnið í hverfinu. En þau hafa ekki komið. Geturðu þú hjálpað okkur?" Ég svaraði honum og sagðist ætla að fara á staðinn og skoða staðhætti. Sem ég gerði. Gagnrýni stráksins voru réttmæt. Það vantaði mörk. Þau voru voru komin nokkrum dögum síðar og túnið iðaði af lífi og fótbolta um árabil. Þetta var stórt mál fyrir drenginn, börnin í hverfinu og foreldra. Mörg svona hliðstæð dæmi minnist ég úr pólitíkinni, þegar ég var þar á vettvangi, fyrst í bæjarpólitíkinni og síðan á þingi á annan áratug. Mál einstaklinga og hópa Mál einstaklinga og hópa, sem telja á rétti sínum brotið, eða að betur megi gera í nærumhverfi þeirra, þarf að hlýða á og bregðast við. Oft er það þannig, að þegar nánar er skoðað, þá eiga mál einstaklinga sem berjast við kerfið sér hliðstæður hjá mörgum öðrum í sams konar vanda. Þannig einsetti ég mér þegar ég var í pólitík, að skoða erindi sem mér bárust með málefnalegum hætti og kanna til hlítar staðreyndir og mögulegar úrlausnir. Það sem er lítið mál fyrir einn er stórt fyrir annan. Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Fyrir kemur hagsmunaárekstur við aðra bæjarbúa. Stundum verður að segja nei. Viðunandi lausn ekki í boði. En oftar finnst úrlausn ef vilji er til staðar. Meginatriðið er að stjórnmálamenn og embættismenn skynji hlutverk sitt. Þeir eiga ekki að deila og drottna. Þeir eiga að koma að gagni og þjóna. En vitaskuld marka stefnu og láta síðan verkin tala, þegar málefnaleg niðurstaða liggur fyrir. Skiptir máli hvernig stjórnað Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í pólitíkina - bæjarpólitíkina í Hafnarfirði aftur - eftir 16 ára hlé. Sú vegferð hefst næstkomandi laugardag, 12.febrúar í forvali Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, þar sem ég óska eftir oddvitasætinu. Margir stjórnmálamenn tala um náið samráð við kjósendur, bæjarbúa og opið stjórnkerfi. Það er allt hárrétt og ber að sinna. En alltof oft er þetta orðagjálfur og innihaldslausir frasar, sem gleymast þegar völdin eru í höfn. Ég vil hins vegar sjá þetta samráð í verki og í raun. Svara erindum fólks, hvort sem þau eru lítil og stór. Og reyna að fremsta megni að leysa úr þeim. Þannig starfaði ég í pólitík áður og fyrr. Og þannig mun ég vinna í framtíð, fái ég traust og stuðning jafnaðarmanna í 1.sætið í forvalinu á laugardag. Og síðan í kosningunum til bæjarstjórnar í Hafnarfirði 14.maí. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna og hvernig. Ég vil samvinnu og samráð - og svo vil ég sjá verkin tala. Svo um munar. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Hvaða úrlausnarefni í stjórnsýslu og pólitík eru stór - og hver þeirra teljast til hinna litlu? Yfirleitt er mat fjölmiðla og stjórnmálamanna á þann veg að ef verkefni snúa að hagsmunum allrar þjóðarinnar eða stórs hluta hennar, þá hljóti málið að vera stórt. Að sama skapi ef viðfangsefnið snýr eingöngu að fáum einstaklingum og hagsmunum þeirra, þá hljóti málið að hafa lítið vægi. Allt er þetta rétt - svo langt sem það nær. Þegar stjórnmálamenn sem eru í þjónustustörfum fyrir land og þjóð, sveitarfélög, þá eru öll mál mikilvæg, sem á borð þeirra berast. Stórt mál með mörkin Ég minnist þess, þegar ég gegndi störfum bæjarstjóra í Hafnarfirði fyrir margt löngu, að til mín kom 10 ára strákur í viðtalstíma. Hann var alvörugefinn í fasi og flutti mál sitt vel. Hann sagði:" Ég bý í Hvömmunum hérna í Hafnarfirði og við krakkarnir höfum lengið beðið eftir mörkum á túnið í hverfinu. En þau hafa ekki komið. Geturðu þú hjálpað okkur?" Ég svaraði honum og sagðist ætla að fara á staðinn og skoða staðhætti. Sem ég gerði. Gagnrýni stráksins voru réttmæt. Það vantaði mörk. Þau voru voru komin nokkrum dögum síðar og túnið iðaði af lífi og fótbolta um árabil. Þetta var stórt mál fyrir drenginn, börnin í hverfinu og foreldra. Mörg svona hliðstæð dæmi minnist ég úr pólitíkinni, þegar ég var þar á vettvangi, fyrst í bæjarpólitíkinni og síðan á þingi á annan áratug. Mál einstaklinga og hópa Mál einstaklinga og hópa, sem telja á rétti sínum brotið, eða að betur megi gera í nærumhverfi þeirra, þarf að hlýða á og bregðast við. Oft er það þannig, að þegar nánar er skoðað, þá eiga mál einstaklinga sem berjast við kerfið sér hliðstæður hjá mörgum öðrum í sams konar vanda. Þannig einsetti ég mér þegar ég var í pólitík, að skoða erindi sem mér bárust með málefnalegum hætti og kanna til hlítar staðreyndir og mögulegar úrlausnir. Það sem er lítið mál fyrir einn er stórt fyrir annan. Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Fyrir kemur hagsmunaárekstur við aðra bæjarbúa. Stundum verður að segja nei. Viðunandi lausn ekki í boði. En oftar finnst úrlausn ef vilji er til staðar. Meginatriðið er að stjórnmálamenn og embættismenn skynji hlutverk sitt. Þeir eiga ekki að deila og drottna. Þeir eiga að koma að gagni og þjóna. En vitaskuld marka stefnu og láta síðan verkin tala, þegar málefnaleg niðurstaða liggur fyrir. Skiptir máli hvernig stjórnað Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í pólitíkina - bæjarpólitíkina í Hafnarfirði aftur - eftir 16 ára hlé. Sú vegferð hefst næstkomandi laugardag, 12.febrúar í forvali Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, þar sem ég óska eftir oddvitasætinu. Margir stjórnmálamenn tala um náið samráð við kjósendur, bæjarbúa og opið stjórnkerfi. Það er allt hárrétt og ber að sinna. En alltof oft er þetta orðagjálfur og innihaldslausir frasar, sem gleymast þegar völdin eru í höfn. Ég vil hins vegar sjá þetta samráð í verki og í raun. Svara erindum fólks, hvort sem þau eru lítil og stór. Og reyna að fremsta megni að leysa úr þeim. Þannig starfaði ég í pólitík áður og fyrr. Og þannig mun ég vinna í framtíð, fái ég traust og stuðning jafnaðarmanna í 1.sætið í forvalinu á laugardag. Og síðan í kosningunum til bæjarstjórnar í Hafnarfirði 14.maí. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna og hvernig. Ég vil samvinnu og samráð - og svo vil ég sjá verkin tala. Svo um munar. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun