Sköpum gott veður í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2022 08:30 Í Reykjavík á sér stað gróskumikið skólastarf á öllum skólastigum. Að starfinu stendur öflugur hópur kennara, starfsfólks og stjórnenda. Skólar, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili borgarinnar eru fullir af framúrskarandi fagfólki sem við þurfum að gefa tækifæri til að blómstra í störfum sínum. Reykjavíkurborg undir forystu núverandi meirihluta setti fram metnaðarfulla Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 og hefur unnið markvisst að innleiðingu undanfarin misseri. Á skömmum tíma hafa orðið til mörg gríðarlega spennandi verkefni bæði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Undanfarin misseri hefur hins vegar álagið í skólum verið með þeim hætti að erfitt er að fá hugarró til að setjast niður og skapa. Kennsla er skapandi starf í grunninn. Á hverri sekúndu þarftu að taka ákvarðanir um framvindu kennslustundarinnar og þess á milli ertu að skapa ný verkefni, tengingar, leiðangra og rannsóknir með nemendum. Það vita það allir sem hafa reynt að það er erfitt að fá skipun um að setjast niður og vera skapandi. Álagið á kennara og starfsfólk skóla hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Það má líkja ástandinu við óveður og kennarar eru í hlutverki kotbænda. Þegar veðrinu slotar tímabundið þá þéttir þú kannski glugga en þú smíðar ekki nýtt hús. Sköpun krefst hugarróar, að þú hafir ráðrúm til að setjast niður án þess að þurfa að kasta mæðinni. Sköpun þarf að gerast í öryggi og frjóum jarðvegi. Skapandi skólastarf gerist í samtali og við þurfum að styðja við teymisvinnu fagfólks. Við vitum í raun ekkert af hverju við erum að missa en ég er fullviss um að ef við léttum á álagi þar sem starfsfólk fær tíma og orku þá verður til einhver galdur. Núverandi meirihluti hefur stóraukið möguleika fagfólks til að þróa skólastarfið, t.d. með styrkjum, en við verðum að gefa þeim betra ráðrúm til að skapa og styðja þannig enn frekar við innleiðingu á nýrri menntastefnu. Treystum fagfólkinu okkar. Það verður að vera forgangsatriði borgarstjórnar á næsta kjörtímabili að skapa gott veður í skólum borgarinnar, létta álagi á starfsfólki skóla og skapa þeim starfsaðstæður þar þessi mannauður skólakerfisins fær tækifæri til að toppa sig. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Grunnskólar Skóla - og menntamál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík á sér stað gróskumikið skólastarf á öllum skólastigum. Að starfinu stendur öflugur hópur kennara, starfsfólks og stjórnenda. Skólar, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili borgarinnar eru fullir af framúrskarandi fagfólki sem við þurfum að gefa tækifæri til að blómstra í störfum sínum. Reykjavíkurborg undir forystu núverandi meirihluta setti fram metnaðarfulla Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 og hefur unnið markvisst að innleiðingu undanfarin misseri. Á skömmum tíma hafa orðið til mörg gríðarlega spennandi verkefni bæði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Undanfarin misseri hefur hins vegar álagið í skólum verið með þeim hætti að erfitt er að fá hugarró til að setjast niður og skapa. Kennsla er skapandi starf í grunninn. Á hverri sekúndu þarftu að taka ákvarðanir um framvindu kennslustundarinnar og þess á milli ertu að skapa ný verkefni, tengingar, leiðangra og rannsóknir með nemendum. Það vita það allir sem hafa reynt að það er erfitt að fá skipun um að setjast niður og vera skapandi. Álagið á kennara og starfsfólk skóla hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Það má líkja ástandinu við óveður og kennarar eru í hlutverki kotbænda. Þegar veðrinu slotar tímabundið þá þéttir þú kannski glugga en þú smíðar ekki nýtt hús. Sköpun krefst hugarróar, að þú hafir ráðrúm til að setjast niður án þess að þurfa að kasta mæðinni. Sköpun þarf að gerast í öryggi og frjóum jarðvegi. Skapandi skólastarf gerist í samtali og við þurfum að styðja við teymisvinnu fagfólks. Við vitum í raun ekkert af hverju við erum að missa en ég er fullviss um að ef við léttum á álagi þar sem starfsfólk fær tíma og orku þá verður til einhver galdur. Núverandi meirihluti hefur stóraukið möguleika fagfólks til að þróa skólastarfið, t.d. með styrkjum, en við verðum að gefa þeim betra ráðrúm til að skapa og styðja þannig enn frekar við innleiðingu á nýrri menntastefnu. Treystum fagfólkinu okkar. Það verður að vera forgangsatriði borgarstjórnar á næsta kjörtímabili að skapa gott veður í skólum borgarinnar, létta álagi á starfsfólki skóla og skapa þeim starfsaðstæður þar þessi mannauður skólakerfisins fær tækifæri til að toppa sig. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar