Grunaður um að hafa leikið tveimur skjöldum til að þiggja tvöfaldar bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2022 14:19 Landsréttur stytti gæsluvarðhald yfir manninum. Vísir/Vilhelm. Gæsluvarðhald yfir erlendum manni sem grunaður er um að hafa leikið tveimur skjöldum til að svíkja út tvöfaldar bætur rennur út í dag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. janúar síðastliðinn. Á fimmtudaginn í síðustu viku fór lögreglan fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. mars. Héraðsdómur féllst á það. Úrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar sem á föstudaginn í síðustu viku stytti gæsluvarðhaldið til dagsins í dag. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögregla rannsaki meint fjársvik, skjalafals, peningaþvætti og rangan framburð mannsins fyrir stjórnvöldum á Íslandi. Myndir á umsóknum sýni að um einn og sama manninn sé að ræða Maðurinn er að mati lögreglu undir rökstuddum grun um að hafa komið fram undir tveimur nöfnum og kennitölum og þegið bætur frá Vinnumálastofnun og sveitarfélögum fyrir hvort auðkenni. Maðurinn er grunaður um að hafa þegið tvöfaldar bætur frá VinnumálastofnunVísir/Vilhelm Gögn málsins bendi hins vegar til þess að um sé að ræða einn og sama manninn og að hann hafi því þegið tvöfaldar bætur á sama tíma frá íslenska ríkinu. Fyrir liggi að auðkennin tvö séu skráð með sama heimilisfang og í einhverjum tilvikum sama símanúmer. Af myndum sem notast var við í umsóknarferli hjá yfirvöldum, sjáist einnig glöggt að um einn og sama manninn er að ræða. Vandlega falinn kassi fannst við húsleit Í janúar réðst lögreglan í húsleit hjá manninum. Þar fannst vandleg falinn kassi en í honum voru töluverðar fjárhæðir í reiðufé, fjöldi skilríka og annarra opinbera gagna. Meðal annars falsað vegabréf undir einu af því nafni sem maðurinn er sakaður um að hafa sótt bætur fyrir. Þá fannst ósvikið vegabréf frá ótilgreindu ríki sem bendi til þess að maðurinn sé í raun hvorugur þeirra sem hann hafi sótt bætur fyrir. Þá fannst einnig þriðja auðkennið sem lögreglu grunar að maðurinn hafi fengið á fölsum forsendum. Lögreglan rannsakar málið.Vísir/Vilhelm Í úrskurðinum segir að ljóst sé að maðurinn hafi verið hér á landi frá árinu 2005 og þá ýmist undir einu af þeim þremur auðkennum sem bendluð hafa verið við manninn. Sagður hafa nýtt bótagreiðslurnar til að greiða niður húsnæðislán Þar kemur einnig fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að mikið flæði sé um bankareikninga í eigu mannsins á öllum auðkennum hans. Frumskoðun hafi leitt í ljós reglulegar peningasendingar til erlendra aðila búsetta í ótilgreindum löndum. Þá hafi rannsókn málsins leitt í ljós að maðurinn eigi fasteignina sem hann býr í hér á landi, og að hann hafi reglulega greitt niður höfuðstól lánsins á henni með þeim bótagreiðslum sem hann er sakaður um að hafa svikið út með auðkennunum tveimur. Dómsmál Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. janúar síðastliðinn. Á fimmtudaginn í síðustu viku fór lögreglan fram á að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. mars. Héraðsdómur féllst á það. Úrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar sem á föstudaginn í síðustu viku stytti gæsluvarðhaldið til dagsins í dag. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögregla rannsaki meint fjársvik, skjalafals, peningaþvætti og rangan framburð mannsins fyrir stjórnvöldum á Íslandi. Myndir á umsóknum sýni að um einn og sama manninn sé að ræða Maðurinn er að mati lögreglu undir rökstuddum grun um að hafa komið fram undir tveimur nöfnum og kennitölum og þegið bætur frá Vinnumálastofnun og sveitarfélögum fyrir hvort auðkenni. Maðurinn er grunaður um að hafa þegið tvöfaldar bætur frá VinnumálastofnunVísir/Vilhelm Gögn málsins bendi hins vegar til þess að um sé að ræða einn og sama manninn og að hann hafi því þegið tvöfaldar bætur á sama tíma frá íslenska ríkinu. Fyrir liggi að auðkennin tvö séu skráð með sama heimilisfang og í einhverjum tilvikum sama símanúmer. Af myndum sem notast var við í umsóknarferli hjá yfirvöldum, sjáist einnig glöggt að um einn og sama manninn er að ræða. Vandlega falinn kassi fannst við húsleit Í janúar réðst lögreglan í húsleit hjá manninum. Þar fannst vandleg falinn kassi en í honum voru töluverðar fjárhæðir í reiðufé, fjöldi skilríka og annarra opinbera gagna. Meðal annars falsað vegabréf undir einu af því nafni sem maðurinn er sakaður um að hafa sótt bætur fyrir. Þá fannst ósvikið vegabréf frá ótilgreindu ríki sem bendi til þess að maðurinn sé í raun hvorugur þeirra sem hann hafi sótt bætur fyrir. Þá fannst einnig þriðja auðkennið sem lögreglu grunar að maðurinn hafi fengið á fölsum forsendum. Lögreglan rannsakar málið.Vísir/Vilhelm Í úrskurðinum segir að ljóst sé að maðurinn hafi verið hér á landi frá árinu 2005 og þá ýmist undir einu af þeim þremur auðkennum sem bendluð hafa verið við manninn. Sagður hafa nýtt bótagreiðslurnar til að greiða niður húsnæðislán Þar kemur einnig fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að mikið flæði sé um bankareikninga í eigu mannsins á öllum auðkennum hans. Frumskoðun hafi leitt í ljós reglulegar peningasendingar til erlendra aðila búsetta í ótilgreindum löndum. Þá hafi rannsókn málsins leitt í ljós að maðurinn eigi fasteignina sem hann býr í hér á landi, og að hann hafi reglulega greitt niður höfuðstól lánsins á henni með þeim bótagreiðslum sem hann er sakaður um að hafa svikið út með auðkennunum tveimur.
Dómsmál Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira