Velferðartækni – tækifæri til framtíðar Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2022 07:30 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft það sem stefnu frá árinu 2018 að nýta velferðartækni til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi. Tilgangurinn með nýtingu velferðartæknilausna er að stuðla að sjálfstæðu lífi fólks og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Velferðartækni samanstendur af innleiðingu hverskyns tæknilausna sem hjálpa til við að viðhalda og/eða efla velferðarþjónustu í víðum skilningi. Markmiðið með innleiðingu velferðatæknilausna er að gera þjónustuna bæði einfaldari og skilvirkari bæði fyrir notendur og starfsfólk, auðvelda samskipti og rjúfa félagslega einangrun. Hjá Reykjavíkurborg er starfrækt Velferðartæknismiðja og hefur hún það verkefni að framkvæma þarfagreiningar, koma á samstarfi, meta og prófa og loks innleiða lausnir á sviði velferðartækni. Dæmi um verkefni er tilraunaverkefni með skjáheimsóknir í heimaþjónustu Reykjavíkur, prófanir með rafræna lyfjaskammtara í heimaþjónustu, verkefni á sviði tæknilæsis auk fjölmargra annarra verkefna. Innleiðing velferðartæknilausna stuðlar að sjálfstæðu lífi fólks og eykur sveiganleikan i þjónustunni. Auk þess er mikilvægt að taka ætíð mið af siðferðislegum gildum og sjálfsákvörðunarrétt notenda þegar slík tækni er innleidd. Loks felast mikil tækifæri í innleiðingu slíkar tækni til að bæta aðstæður stafsmanna í velferðarþjónustu og stuðla að aukinni vinnurvernd. Nú er að hefjast endurskoðun á stefnu um velferðartækni hjá Reykjavíkurborg og mun ég leiða þá vinnu. Ég trúi því að ótal tækifæri felist í aukinni notkun á velferðartækni, auk þess að vera notendavæn og einstaklingsmiðuð fæst meiri tími til að sinna notendum þjónustunnar. Tæknilausnir eru til þess að einfalda okkur öllum lífið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft það sem stefnu frá árinu 2018 að nýta velferðartækni til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi. Tilgangurinn með nýtingu velferðartæknilausna er að stuðla að sjálfstæðu lífi fólks og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Velferðartækni samanstendur af innleiðingu hverskyns tæknilausna sem hjálpa til við að viðhalda og/eða efla velferðarþjónustu í víðum skilningi. Markmiðið með innleiðingu velferðatæknilausna er að gera þjónustuna bæði einfaldari og skilvirkari bæði fyrir notendur og starfsfólk, auðvelda samskipti og rjúfa félagslega einangrun. Hjá Reykjavíkurborg er starfrækt Velferðartæknismiðja og hefur hún það verkefni að framkvæma þarfagreiningar, koma á samstarfi, meta og prófa og loks innleiða lausnir á sviði velferðartækni. Dæmi um verkefni er tilraunaverkefni með skjáheimsóknir í heimaþjónustu Reykjavíkur, prófanir með rafræna lyfjaskammtara í heimaþjónustu, verkefni á sviði tæknilæsis auk fjölmargra annarra verkefna. Innleiðing velferðartæknilausna stuðlar að sjálfstæðu lífi fólks og eykur sveiganleikan i þjónustunni. Auk þess er mikilvægt að taka ætíð mið af siðferðislegum gildum og sjálfsákvörðunarrétt notenda þegar slík tækni er innleidd. Loks felast mikil tækifæri í innleiðingu slíkar tækni til að bæta aðstæður stafsmanna í velferðarþjónustu og stuðla að aukinni vinnurvernd. Nú er að hefjast endurskoðun á stefnu um velferðartækni hjá Reykjavíkurborg og mun ég leiða þá vinnu. Ég trúi því að ótal tækifæri felist í aukinni notkun á velferðartækni, auk þess að vera notendavæn og einstaklingsmiðuð fæst meiri tími til að sinna notendum þjónustunnar. Tæknilausnir eru til þess að einfalda okkur öllum lífið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun