Rússland-Úkraína: samningar frekar en stríð Michelle Yerkin skrifar 15. febrúar 2022 09:00 Heimurinn fylgist með tilefnislausum yfirgangi Rússa gagnvart Úkraínu. Aðgerðir Rússa ógna ekki aðeins Úkraínu heldur Evrópu allri og alþjóðafriði sem byggist á ákveðnum reglum. Markmið okkar eru einföld. Við stöndum með bandamönnum okkar og samstarfsaðilum til að styðja við evrópska samheldni, styrkja tengsl okkar yfir Atlantshafið og efla lýðræðisríki og -stofnanir. Þetta gerum við til að bæta líf bæði bandarískra ríkisborgara og íslenskra. Þetta gerum við í sameiningu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur talað skýrt: Bandaríkin munu ekki semja um Evrópu án aðkomu Evrópubúa. Við munum ekki semja um Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. Hin raunverulega ógn Undanfarna tvo áratugi hafa Rússar ráðist inn í tvö nágrannalönd, haft afskipti af kosningum annarra landa, notað efnavopn til að myrða á erlendri grund, beitt gasflutningum sem pólitísku vopni og brotið gegn alþjóðlegum vopnaeftirlitssamningum. Árið 2014, eftir að milljónir Úkraínumanna mótmæltu með ákalli um lýðræðislega framtíð, sköpuðu Rússar neyðarástand. Þeir réðust inn á yfirráðasvæði Úkraínu á Krímskaga og yfirtóku það. Þeir hófu stríð í Austur-Úkraínu með rússnesku starfsliði og vopnuðum sveitum sem þeir stjórna, þjálfa, sjá fyrir búnaði og fjármagna. Þetta stríð hefur kostað fleiri en 14.000 Úkraínumenn lífið. Herseta Rússa í Georgíu og Úkraínu stendur enn yfir og þeir hafa svikið loforð sín um að draga herlið sitt til baka frá Moldavíu. Enn á ný valda aðgerðir Rússa hættuástandi, ekki aðeins í Úkraínu heldur í Evrópu allri. Ekki síst vegna herliðsins sem þeir hafa sent að landamærum Úkraínu og telur fleiri en 100.000 hermenn. Pútín Rússlandsforseti kennir Úkraínu ranglega um tilefnislausa hernaðaruppbyggingu Rússa. Þó hefur hernaðaruppbygging Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins alltaf verið eingöngu varnarlegs eðlis. Ólíkt Rússlandi hefur Úkraína staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Minsk-samningunum, sem ætlað var að tryggja vopnahlé í Donbas. Það sem Pútín óttast raunverulega er að framganga lýðræðislegra gilda og mannréttinda haldi áfram að grafa undan völdum hans. Viðbrögð Rússa við þessum ótta koma fram í miskunnarlausum tilraunum til að grafa undan lýðræði í Úkraínu með upplýsingafölsun og hernaðarógnum. Í stuttu máli eru aðgerðir Rússa hættulegar og ýta undir óstöðugleika. Stuðningur við Úkraínu Bandaríkin og bandamenn þeirra og samstarfsaðilar eru staðráðin í að styðja fullveldi Úkraínu og landamærahelgi. Við munum aðstoða Úkraínu í viðleitni hennar við að verjast frekari yfirgangi Rússa. Að auki munum við halda áfram að styðja Úkraínu til að stuðla að lýðræðisumbótum, vinna gegn spillingu og endurheimta og tryggja alþjóðlega viðurkennd landamæri landsins. Evrópskir og bandarískir öryggishagsmunir eru í húfi Eins og kom fram í máli Blinken utanríkisráðherra í Berlín þann 20. janúar er mikið í húfi. Við erum vissulega að tala um framtíð Úkraínu en einnig um þær grundvallarreglur sem hafa stuðlað að öruggari og stöðugri heimi um áratuga skeið. Við eigum ríkra hagsmuna að gæta vegna stöðunnar í Úkraínu vegna þess að við virðum þessar grundvallarreglur sem eru undirstaða alþjóðafriðar og -öryggis: að landamærum og landhelgi ríkis skuli ekki breyta með valdi og að það sé réttur hvers ríkis að taka eigin ákvarðanir og ráða eigin framtíð. Allir meðlimir alþjóðasamfélagsins ættu að mæta afleiðingum gjörða sinna brjóti þeir gegn þeim formlegu skyldum sem þeir taka sér á herðar. Yrði Rússum leyft að brjóta þessar grundvallarreglur án refsingar myndi það senda heimsbyggðinni þau skilaboð að reglurnar séu óþarfar. Aðgerða er þörf Bandaríkin vilja halda áfram að byggja upp alþjóðlegt bandalag samstarfsaðila sem sjá þessa ógn í réttu ljósi, innan Evrópu og víðar. Vinir okkar á Íslandi eru ómissandi hvað þetta varðar. Tenging okkar og samvinna yfir Atlantshafið eru bestu ráðin sem við höfum til að vinna gegn yfirgangi Rússa. Við erum staðráðin í að fara samningaleiðina og höfum talað skýrt fyrir því að diplómatískar aðferðir séu eina varanlega lausnin fyrir alla aðila. Þó skal tekið fram að ef Rússar kjósa hina leiðina og hefja frekari innrás í Úkraínu erum við reiðubúin til að svara slíkum yfirgangi með alvarlegum afleiðingum fyrir Rússa í samstarfi við samstarfsaðila okkar og bandamenn eins og fram hefur komið hjá G7, ESB og Atlantshafsbandalaginu. Þetta væru umtalsverðar refsiaðgerðir – fjárhagslegar aðgerðir, efnahagslegar aðgerðir og aðrar aðgerðir sem við höfum ekki beitt áður. Einnig myndum við efla varnir Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins eftir þörfum, en það er einmitt það sem Pútín segist ekki vilja. Ógn Rússlands gagnvart Úkraínu ógnar lýðræðislegum gildum um allan heim. Bandaríkjamenn og Íslendingar verða að standa með Úkraínu til að tryggja frelsi og stöðugleika í Evrópu. Það tryggir hagsmuni allra sem búa í lýðræðisríkjum, hvort sem það er í Bandaríkjunum, á Íslandi eða í öðrum löndum. Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heimurinn fylgist með tilefnislausum yfirgangi Rússa gagnvart Úkraínu. Aðgerðir Rússa ógna ekki aðeins Úkraínu heldur Evrópu allri og alþjóðafriði sem byggist á ákveðnum reglum. Markmið okkar eru einföld. Við stöndum með bandamönnum okkar og samstarfsaðilum til að styðja við evrópska samheldni, styrkja tengsl okkar yfir Atlantshafið og efla lýðræðisríki og -stofnanir. Þetta gerum við til að bæta líf bæði bandarískra ríkisborgara og íslenskra. Þetta gerum við í sameiningu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur talað skýrt: Bandaríkin munu ekki semja um Evrópu án aðkomu Evrópubúa. Við munum ekki semja um Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. Hin raunverulega ógn Undanfarna tvo áratugi hafa Rússar ráðist inn í tvö nágrannalönd, haft afskipti af kosningum annarra landa, notað efnavopn til að myrða á erlendri grund, beitt gasflutningum sem pólitísku vopni og brotið gegn alþjóðlegum vopnaeftirlitssamningum. Árið 2014, eftir að milljónir Úkraínumanna mótmæltu með ákalli um lýðræðislega framtíð, sköpuðu Rússar neyðarástand. Þeir réðust inn á yfirráðasvæði Úkraínu á Krímskaga og yfirtóku það. Þeir hófu stríð í Austur-Úkraínu með rússnesku starfsliði og vopnuðum sveitum sem þeir stjórna, þjálfa, sjá fyrir búnaði og fjármagna. Þetta stríð hefur kostað fleiri en 14.000 Úkraínumenn lífið. Herseta Rússa í Georgíu og Úkraínu stendur enn yfir og þeir hafa svikið loforð sín um að draga herlið sitt til baka frá Moldavíu. Enn á ný valda aðgerðir Rússa hættuástandi, ekki aðeins í Úkraínu heldur í Evrópu allri. Ekki síst vegna herliðsins sem þeir hafa sent að landamærum Úkraínu og telur fleiri en 100.000 hermenn. Pútín Rússlandsforseti kennir Úkraínu ranglega um tilefnislausa hernaðaruppbyggingu Rússa. Þó hefur hernaðaruppbygging Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins alltaf verið eingöngu varnarlegs eðlis. Ólíkt Rússlandi hefur Úkraína staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt Minsk-samningunum, sem ætlað var að tryggja vopnahlé í Donbas. Það sem Pútín óttast raunverulega er að framganga lýðræðislegra gilda og mannréttinda haldi áfram að grafa undan völdum hans. Viðbrögð Rússa við þessum ótta koma fram í miskunnarlausum tilraunum til að grafa undan lýðræði í Úkraínu með upplýsingafölsun og hernaðarógnum. Í stuttu máli eru aðgerðir Rússa hættulegar og ýta undir óstöðugleika. Stuðningur við Úkraínu Bandaríkin og bandamenn þeirra og samstarfsaðilar eru staðráðin í að styðja fullveldi Úkraínu og landamærahelgi. Við munum aðstoða Úkraínu í viðleitni hennar við að verjast frekari yfirgangi Rússa. Að auki munum við halda áfram að styðja Úkraínu til að stuðla að lýðræðisumbótum, vinna gegn spillingu og endurheimta og tryggja alþjóðlega viðurkennd landamæri landsins. Evrópskir og bandarískir öryggishagsmunir eru í húfi Eins og kom fram í máli Blinken utanríkisráðherra í Berlín þann 20. janúar er mikið í húfi. Við erum vissulega að tala um framtíð Úkraínu en einnig um þær grundvallarreglur sem hafa stuðlað að öruggari og stöðugri heimi um áratuga skeið. Við eigum ríkra hagsmuna að gæta vegna stöðunnar í Úkraínu vegna þess að við virðum þessar grundvallarreglur sem eru undirstaða alþjóðafriðar og -öryggis: að landamærum og landhelgi ríkis skuli ekki breyta með valdi og að það sé réttur hvers ríkis að taka eigin ákvarðanir og ráða eigin framtíð. Allir meðlimir alþjóðasamfélagsins ættu að mæta afleiðingum gjörða sinna brjóti þeir gegn þeim formlegu skyldum sem þeir taka sér á herðar. Yrði Rússum leyft að brjóta þessar grundvallarreglur án refsingar myndi það senda heimsbyggðinni þau skilaboð að reglurnar séu óþarfar. Aðgerða er þörf Bandaríkin vilja halda áfram að byggja upp alþjóðlegt bandalag samstarfsaðila sem sjá þessa ógn í réttu ljósi, innan Evrópu og víðar. Vinir okkar á Íslandi eru ómissandi hvað þetta varðar. Tenging okkar og samvinna yfir Atlantshafið eru bestu ráðin sem við höfum til að vinna gegn yfirgangi Rússa. Við erum staðráðin í að fara samningaleiðina og höfum talað skýrt fyrir því að diplómatískar aðferðir séu eina varanlega lausnin fyrir alla aðila. Þó skal tekið fram að ef Rússar kjósa hina leiðina og hefja frekari innrás í Úkraínu erum við reiðubúin til að svara slíkum yfirgangi með alvarlegum afleiðingum fyrir Rússa í samstarfi við samstarfsaðila okkar og bandamenn eins og fram hefur komið hjá G7, ESB og Atlantshafsbandalaginu. Þetta væru umtalsverðar refsiaðgerðir – fjárhagslegar aðgerðir, efnahagslegar aðgerðir og aðrar aðgerðir sem við höfum ekki beitt áður. Einnig myndum við efla varnir Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins eftir þörfum, en það er einmitt það sem Pútín segist ekki vilja. Ógn Rússlands gagnvart Úkraínu ógnar lýðræðislegum gildum um allan heim. Bandaríkjamenn og Íslendingar verða að standa með Úkraínu til að tryggja frelsi og stöðugleika í Evrópu. Það tryggir hagsmuni allra sem búa í lýðræðisríkjum, hvort sem það er í Bandaríkjunum, á Íslandi eða í öðrum löndum. Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun