Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 17:47 Hildi segist ekki lítast vel á hugmyndina um að kalla smitað starfsfólk til vinnu. En það gæti þó vel verið að það verði að gera. Vísir/Egill Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. Smituðu starfsfólki á spítalanum fjölgaði mjög um helgina. Það þarf að sæta lengri einangrun en aðrir og nú eru þeir 302 talsins sem komast ekki í vinnu vegna Covid. „Við erum enn þá með sjö daga einangrun. Starfsfólk er heima í sjö daga vegna þess að einangrunin er í sjálfu sér fimm dagar plús tveir dagar í smitgát, þar sem fólki er uppálagt að fara mjög varlega, umgangast ekki viðkvæma hópa og svo framvegis,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Spítalinn skoðar nú hvort hann neyðist til að fá þá sem eiga að vera heima í smitgát eftir einangrun til starfa og stytta þannig þann tíma sem þeir eru frá vinnu úr sjö dögum í fimm. „Nú svo er auðvitað alltaf verið að tala utan í þetta að aflétta einangrun og að smitað fólk geti komið til vinnu. Við erum ekkert hrifin af því en við verðum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda úti þjónustunni,“ segir Hildur. Ef eina leiðin til þess sé sú að fá einkennalaust en smitað starfsfólk til vinnu geti vel verið að það verði gert. Viðkvæmir hópar enn í hættu Þeir verði þó ólíklega látnir vinna í kring um viðkvæmustu hópana á spítalanum, sem eru í mestri hættu ef þeir vekjast af Covid. Hildur útilokar þó ekkert enda verði að tryggja það að allar deildir geti starfað áfram. Fjórir hafa látist með Covid hér á landi það sem af er febrúarmánuði. Karlmaðurinn sem lést fyrir helgi var í áhættuhópi en var lagður inn á gjörgæslu vegna Covid. Hann var á þrítugsaldri og sá yngsti á landinu sem hefur látist af völdum Covid-19. Hildur segir það ekki mega gleymast í umræðunni hve hættulegt Covid getur verið fyrir þá sem eru í áhættuhópum. „Covid er veirusýking sem gerir ekkert betra. Hún gerir hlutina bara verri. Og það getur auðvitað steypt fólki sem er mjög viðkvæmt fyrir, til dæmis með alvarlega lungnasjúkdóma eða hvað það nú er, í miklu miklu verra ástandi en ella hefði verið. Þannig það er auðvitað það sem við erum hrædd við,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Smituðu starfsfólki á spítalanum fjölgaði mjög um helgina. Það þarf að sæta lengri einangrun en aðrir og nú eru þeir 302 talsins sem komast ekki í vinnu vegna Covid. „Við erum enn þá með sjö daga einangrun. Starfsfólk er heima í sjö daga vegna þess að einangrunin er í sjálfu sér fimm dagar plús tveir dagar í smitgát, þar sem fólki er uppálagt að fara mjög varlega, umgangast ekki viðkvæma hópa og svo framvegis,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Spítalinn skoðar nú hvort hann neyðist til að fá þá sem eiga að vera heima í smitgát eftir einangrun til starfa og stytta þannig þann tíma sem þeir eru frá vinnu úr sjö dögum í fimm. „Nú svo er auðvitað alltaf verið að tala utan í þetta að aflétta einangrun og að smitað fólk geti komið til vinnu. Við erum ekkert hrifin af því en við verðum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda úti þjónustunni,“ segir Hildur. Ef eina leiðin til þess sé sú að fá einkennalaust en smitað starfsfólk til vinnu geti vel verið að það verði gert. Viðkvæmir hópar enn í hættu Þeir verði þó ólíklega látnir vinna í kring um viðkvæmustu hópana á spítalanum, sem eru í mestri hættu ef þeir vekjast af Covid. Hildur útilokar þó ekkert enda verði að tryggja það að allar deildir geti starfað áfram. Fjórir hafa látist með Covid hér á landi það sem af er febrúarmánuði. Karlmaðurinn sem lést fyrir helgi var í áhættuhópi en var lagður inn á gjörgæslu vegna Covid. Hann var á þrítugsaldri og sá yngsti á landinu sem hefur látist af völdum Covid-19. Hildur segir það ekki mega gleymast í umræðunni hve hættulegt Covid getur verið fyrir þá sem eru í áhættuhópum. „Covid er veirusýking sem gerir ekkert betra. Hún gerir hlutina bara verri. Og það getur auðvitað steypt fólki sem er mjög viðkvæmt fyrir, til dæmis með alvarlega lungnasjúkdóma eða hvað það nú er, í miklu miklu verra ástandi en ella hefði verið. Þannig það er auðvitað það sem við erum hrædd við,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira