NFL-goðsögn tók hringinn af eiginkonunni í flugvél og var handtekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 09:01 Adrian Peterson og Ashley Brown sjást hér saman í Super Bowl partý um helgina en rifidi þeirra á heimleiðinni til Houston endaði illa. Getty/Rodin Eckenroth NFL-hlauparinn Adrian Peterson kom sér í fréttirnar á Super Bowl helginni þegar hann var handtekinn fyrir heimilisofbeldi um borð í flugvél á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles. Hann verður hins vegar ekki ákærður. Saksóknarinn í Los Angeles sýslu ákvað að kæra ekki Peterson en hann gæti þó enn verið ákærður fyrir lítilfjörlegt afbrot fyrir heimilisofbeldi. Adrian Peterson on his arrest: I had a disagreement with my wife, but I don't hit women. https://t.co/1cBbpnIGgp— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) February 14, 2022 Lögreglan var kölluð til í kringum 8.30 á sunnudagsmorgunn vegna mögulegt heimilisofbeldis í flugvél á leiðinni til Houston. Þar var í gangi mikið ósætti á milli karls og konu. Hinn 36 ára gamli Peterson var handtekinn en Ashley eiginkona hans flaug síðan með vélinni til Houston. Hún hefur komið honum til varnar í málinu. Adrian Peterson's wife is defending the NFL star in the wake of his domestic violence arrest ... saying "at no point" did he "hit or strike me." https://t.co/Ya95xgC9QE— TMZ (@TMZ) February 15, 2022 Adrian Peterson sagði sína hlið á málinu í viðtali við Fox 26 sjónvarpsstöðina í Houston. „Við rifumst í flugvélinni en það náði ekkert lengra en það. Ég endaði á því að grípa í hendina hennar og taka hringinn af henni,“ sagði Adrian Peterson. Hann sagðist hafa verið handtekinn af því að hringurinn skildi eftir skrámu á fingri eiginkonunnar. „Það var ágreiningur á milli okkar. Ég þekki fyrirsagnirnar um heimilisofbeldi. Fólk heldur að ég hafi barið hana. Það var ekkert slíkt í gangi,“ sagði Peterson. .@AdrianPeterson put together one of the greatest offensive seasons we've ever seen during his 2012 OPOY campaign. Who takes home the award this year? (by @surface) : #NFLHonors -- Thursday 9pm ET on ABC & NFL Network pic.twitter.com/Xa21EMLAZx— NFL (@NFL) February 9, 2022 Adrian Peterson var enn að spila á síðasta NFL-tímabili en hefur flakkað á milli liða á lokakafla ferils síns. Hann var um tíma besti hlaupari deildarinnar og var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL árið 2012. Hann var fjórum sinnum valinn í lið ársins og þrisvar sinnum í annað úrvalsliðið. Á síðasta tímabili varð Peterson fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL til að skora snertimark á jörðinni fyrir sex mismunandi félög. NFL Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira
Saksóknarinn í Los Angeles sýslu ákvað að kæra ekki Peterson en hann gæti þó enn verið ákærður fyrir lítilfjörlegt afbrot fyrir heimilisofbeldi. Adrian Peterson on his arrest: I had a disagreement with my wife, but I don't hit women. https://t.co/1cBbpnIGgp— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) February 14, 2022 Lögreglan var kölluð til í kringum 8.30 á sunnudagsmorgunn vegna mögulegt heimilisofbeldis í flugvél á leiðinni til Houston. Þar var í gangi mikið ósætti á milli karls og konu. Hinn 36 ára gamli Peterson var handtekinn en Ashley eiginkona hans flaug síðan með vélinni til Houston. Hún hefur komið honum til varnar í málinu. Adrian Peterson's wife is defending the NFL star in the wake of his domestic violence arrest ... saying "at no point" did he "hit or strike me." https://t.co/Ya95xgC9QE— TMZ (@TMZ) February 15, 2022 Adrian Peterson sagði sína hlið á málinu í viðtali við Fox 26 sjónvarpsstöðina í Houston. „Við rifumst í flugvélinni en það náði ekkert lengra en það. Ég endaði á því að grípa í hendina hennar og taka hringinn af henni,“ sagði Adrian Peterson. Hann sagðist hafa verið handtekinn af því að hringurinn skildi eftir skrámu á fingri eiginkonunnar. „Það var ágreiningur á milli okkar. Ég þekki fyrirsagnirnar um heimilisofbeldi. Fólk heldur að ég hafi barið hana. Það var ekkert slíkt í gangi,“ sagði Peterson. .@AdrianPeterson put together one of the greatest offensive seasons we've ever seen during his 2012 OPOY campaign. Who takes home the award this year? (by @surface) : #NFLHonors -- Thursday 9pm ET on ABC & NFL Network pic.twitter.com/Xa21EMLAZx— NFL (@NFL) February 9, 2022 Adrian Peterson var enn að spila á síðasta NFL-tímabili en hefur flakkað á milli liða á lokakafla ferils síns. Hann var um tíma besti hlaupari deildarinnar og var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL árið 2012. Hann var fjórum sinnum valinn í lið ársins og þrisvar sinnum í annað úrvalsliðið. Á síðasta tímabili varð Peterson fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL til að skora snertimark á jörðinni fyrir sex mismunandi félög.
NFL Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira