Geimferðaráætlun Reykjavíkur? Helgi Áss Grétarsson skrifar 17. febrúar 2022 15:42 Geimferðaráætlun Bandaríkjanna komst á skrið á 7. áratug síðustu aldar. Fara skyldi til tunglsins og kanna óþekktar lendur alheimsins. Heiminn skyldi sigra og bæta. Með álíka pólitískum formerkjum er ætlunin núna að koma á fót kerfi liðvagna (útgáfa af strætisvögnum) um höfuðborgarsvæðið. Ólíkt hins vegar víðáttu geimsins er hönnun samgöngukerfis borgar mun þekktari stærð. Rýnum nánar í málið. Borgarlínan er „hágæða almenningssamgöngukerfi“ Talsmenn núverandi útfærslu á Borgarlínu segja að um sé að ræða „hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið“. Ætlunin er að setja liðvagna í miðju akreina þar sem þeir fá sérrými og forgang á gatnamótum. Liðvagnarnir eiga að mestu leyti geta ferðast óháð annarri umferð. Samhliða uppsetningu Borgarlínunnar á að fjárfesta í öðrum samgönguinnviðum, svo sem til að greiða fyrir umferð bíla, reiðhjólafólks og gangfarenda. Þrátt fyrir slíka fjárfestingu má ætla að þrengt verði að umferð einkabílsins enda þarf töluvert pláss í miðju umferðargatna fyrir liðvagna Borgarlínunnar. Þegar fræðsluefni er skoðað á borgarlinan.is má ætla að biðstöðvar verði yfirbyggðar. Sjálfsagt er reiknað með því að lítið mál verði fyrir farþega að koma sér á eina slíka stöð og því hægðarleikur að nýta sér þjónustu liðvagnanna. Allt myndrænt efni á téðri heimasíðu Borgarlínuverkefnisins sýnir hvernig væntanlegir farþegar eiga að geta ferðast auðveldlega um höfuðborgarsvæðið þar sem sólin skín og trjágróður blómstrar samfara því að liðvagnar og önnur umferð gengur greiðlega fyrir sig – tilfinningin af því að horfa á myndefnið er eins og að sjá nýgift hjón fallast í faðma! En hver er veruleikinn? Höfuðborgarsvæðið verður seint talin sólarparadís. Þar, sem og annars staðar á Íslandi, er allra veðra von. Glámskyggni væri að ætla að það muni breytast verulega næstu áratugina. Takmörkuð eftirspurn er eftir því að fara út gangandi eða hjólandi í leiðindaveðri til að komast á strætóbiðstöð. Taka verður einnig tillit til þess að höfuðborgarsvæðið er víðfeðmt en íbúafjöldi tiltölulega lágur. Fyrir marga íbúa eru því kostir einkabílsins ótvíræðir, þ.e. sveigjanleikinn sem felst í því að fólk geti farið beint á milli staðarins A til staðarins B. Þessar staðreyndir útaf fyrir sig draga úr líkum á að rekstur almannasamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu geti verið fjárhagslega sjálfbær, eins og ráða má af rekstrarafkomu Strætó bs. undanfarinna ára. Samt sem áður heldur hið kostnaðarsama Borgarlínuverkefni áfram. Hvað á Borgarlínan að kosta? Heildarkostnaður við uppbyggingu Borgarlínunnar verður að teljast óljós. Rætt hefur verið um að samanlögð útgjöld muni nema meira en 100 milljörðum króna en til samanburðar gerir gildandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir að launaútgjöld sveitarfélagsins árið 2022 nemi 88,1 milljörðum króna. Samkvæmt svokallaðri frumdragaskýrslu frá janúar 2021 er kostnaðurinn af fyrsta áfanga Borgarlínuverkefnisins áætlaður u.þ.b. 25 milljarðar króna. Af ýmsum ástæðum verður að taka þá tölu með fyrirvara. Þrátt fyrir þennan háa kostnað hefur hvorki haldbær rekstraráætlun fyrir Borgarlínuna verið lögð fram né hver eigi að niðurgreiða reksturinn. Augljóst má vera að sá reikningur mun aðallega lenda á skattgreiðendum í Reykjavík. Við getum enn valið aðra leið en Borgarlínuna Fyrirliggjandi útfærsla Borgarlínuverkefnisins er óraunsæ. Hún líkist hugmyndafræðilegri áætlun um að sigra eigi heiminn og gera hann að betri stað. Reykjavíkurborg hefur ekki efni á að framkvæma „geimferðaáætlun“ til verndar umhverfinu. Hagsmunir hins almenna skattborgara eru betur varðir með því að fara aftur að teikniborðinu og velja valkosti sem í senn eru ódýrari og hagkvæmari – ásamt því að stuðla að verndun umhverfisins. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Geimferðaráætlun Bandaríkjanna komst á skrið á 7. áratug síðustu aldar. Fara skyldi til tunglsins og kanna óþekktar lendur alheimsins. Heiminn skyldi sigra og bæta. Með álíka pólitískum formerkjum er ætlunin núna að koma á fót kerfi liðvagna (útgáfa af strætisvögnum) um höfuðborgarsvæðið. Ólíkt hins vegar víðáttu geimsins er hönnun samgöngukerfis borgar mun þekktari stærð. Rýnum nánar í málið. Borgarlínan er „hágæða almenningssamgöngukerfi“ Talsmenn núverandi útfærslu á Borgarlínu segja að um sé að ræða „hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið“. Ætlunin er að setja liðvagna í miðju akreina þar sem þeir fá sérrými og forgang á gatnamótum. Liðvagnarnir eiga að mestu leyti geta ferðast óháð annarri umferð. Samhliða uppsetningu Borgarlínunnar á að fjárfesta í öðrum samgönguinnviðum, svo sem til að greiða fyrir umferð bíla, reiðhjólafólks og gangfarenda. Þrátt fyrir slíka fjárfestingu má ætla að þrengt verði að umferð einkabílsins enda þarf töluvert pláss í miðju umferðargatna fyrir liðvagna Borgarlínunnar. Þegar fræðsluefni er skoðað á borgarlinan.is má ætla að biðstöðvar verði yfirbyggðar. Sjálfsagt er reiknað með því að lítið mál verði fyrir farþega að koma sér á eina slíka stöð og því hægðarleikur að nýta sér þjónustu liðvagnanna. Allt myndrænt efni á téðri heimasíðu Borgarlínuverkefnisins sýnir hvernig væntanlegir farþegar eiga að geta ferðast auðveldlega um höfuðborgarsvæðið þar sem sólin skín og trjágróður blómstrar samfara því að liðvagnar og önnur umferð gengur greiðlega fyrir sig – tilfinningin af því að horfa á myndefnið er eins og að sjá nýgift hjón fallast í faðma! En hver er veruleikinn? Höfuðborgarsvæðið verður seint talin sólarparadís. Þar, sem og annars staðar á Íslandi, er allra veðra von. Glámskyggni væri að ætla að það muni breytast verulega næstu áratugina. Takmörkuð eftirspurn er eftir því að fara út gangandi eða hjólandi í leiðindaveðri til að komast á strætóbiðstöð. Taka verður einnig tillit til þess að höfuðborgarsvæðið er víðfeðmt en íbúafjöldi tiltölulega lágur. Fyrir marga íbúa eru því kostir einkabílsins ótvíræðir, þ.e. sveigjanleikinn sem felst í því að fólk geti farið beint á milli staðarins A til staðarins B. Þessar staðreyndir útaf fyrir sig draga úr líkum á að rekstur almannasamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu geti verið fjárhagslega sjálfbær, eins og ráða má af rekstrarafkomu Strætó bs. undanfarinna ára. Samt sem áður heldur hið kostnaðarsama Borgarlínuverkefni áfram. Hvað á Borgarlínan að kosta? Heildarkostnaður við uppbyggingu Borgarlínunnar verður að teljast óljós. Rætt hefur verið um að samanlögð útgjöld muni nema meira en 100 milljörðum króna en til samanburðar gerir gildandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar ráð fyrir að launaútgjöld sveitarfélagsins árið 2022 nemi 88,1 milljörðum króna. Samkvæmt svokallaðri frumdragaskýrslu frá janúar 2021 er kostnaðurinn af fyrsta áfanga Borgarlínuverkefnisins áætlaður u.þ.b. 25 milljarðar króna. Af ýmsum ástæðum verður að taka þá tölu með fyrirvara. Þrátt fyrir þennan háa kostnað hefur hvorki haldbær rekstraráætlun fyrir Borgarlínuna verið lögð fram né hver eigi að niðurgreiða reksturinn. Augljóst má vera að sá reikningur mun aðallega lenda á skattgreiðendum í Reykjavík. Við getum enn valið aðra leið en Borgarlínuna Fyrirliggjandi útfærsla Borgarlínuverkefnisins er óraunsæ. Hún líkist hugmyndafræðilegri áætlun um að sigra eigi heiminn og gera hann að betri stað. Reykjavíkurborg hefur ekki efni á að framkvæma „geimferðaáætlun“ til verndar umhverfinu. Hagsmunir hins almenna skattborgara eru betur varðir með því að fara aftur að teikniborðinu og velja valkosti sem í senn eru ódýrari og hagkvæmari – ásamt því að stuðla að verndun umhverfisins. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar