Ísmaðurinn með tvo níu pílna leiki sama kvöldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2022 17:00 Gerwyn Price sýndi magnaða frammistöðu í gærkvöldi. getty/Rob Newell Það er ekki á hverjum degi sem keppandi nær níu pílna leik, hvað þá tvisvar sinnum sama kvöldið. En Gerwyn Price afrekaði það í úrvalsdeildinni í pílukasti í Belfast í gær. Walesverjinn var í miklum ham í gær. Í leikjunum þremur tók hann einu sinni 170 út, fékk tólf sinnum 180 og var með meðaltalið 107,58. Og var með tvo níu pílna leiki, það er að taka út 501 með aðeins níu pílum sem er það minnsta sem hægt er. Í átta liða úrslitunum á þriðja keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar vann Price Michael Smith, 6-3. Ísmaðurinn fylgdi því eftir með því að vinna Michael van Gerwen í undanúrslitunum, 6-5. Þar náði hann níu pílna leik. Hann endurtók leikinn í úrslitunum þar sem hann vann James Wade, 6-4. Fyrir sigurinn fékk Price fimm stig og tíu þúsund pund. Hann er nú aðeins einu stigi á eftir efsta manni úrvalsdeildarinnar, landa sínum Jonny Clayton. ...If you missed it last night... we've got you covered! Revel in the moment Gerwyn Price landed not one, but two nine-darters in Belfast Stunning pic.twitter.com/CotVGbthGC— PDC Darts (@OfficialPDC) February 18, 2022 „Mér fannst ég ekki geta klúðrað. Ég er að spila vel og líður vel. Það skýrist að miklu leyti að ég hef hugsað vel um mig og mætt í ræktina. Ég er næstum því að komast í mitt besta form og gæti verið kominn þangað,“ sagði Price. Þrátt fyrir að árið 2022 sé ekki gamalt hefur Price náð þremur níu pílna leikjum á því. Hann náði einnig níu pílna leik í viðureigninni gegn Smith í átta liða úrslitum HM á nýársdag. Price tapaði þeim leik reyndar, 5-4. Næsta keppniskvöld úrvalsdeildarinnar verður í Exeter 3. mars næstkomandi. Pílukast Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Walesverjinn var í miklum ham í gær. Í leikjunum þremur tók hann einu sinni 170 út, fékk tólf sinnum 180 og var með meðaltalið 107,58. Og var með tvo níu pílna leiki, það er að taka út 501 með aðeins níu pílum sem er það minnsta sem hægt er. Í átta liða úrslitunum á þriðja keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar vann Price Michael Smith, 6-3. Ísmaðurinn fylgdi því eftir með því að vinna Michael van Gerwen í undanúrslitunum, 6-5. Þar náði hann níu pílna leik. Hann endurtók leikinn í úrslitunum þar sem hann vann James Wade, 6-4. Fyrir sigurinn fékk Price fimm stig og tíu þúsund pund. Hann er nú aðeins einu stigi á eftir efsta manni úrvalsdeildarinnar, landa sínum Jonny Clayton. ...If you missed it last night... we've got you covered! Revel in the moment Gerwyn Price landed not one, but two nine-darters in Belfast Stunning pic.twitter.com/CotVGbthGC— PDC Darts (@OfficialPDC) February 18, 2022 „Mér fannst ég ekki geta klúðrað. Ég er að spila vel og líður vel. Það skýrist að miklu leyti að ég hef hugsað vel um mig og mætt í ræktina. Ég er næstum því að komast í mitt besta form og gæti verið kominn þangað,“ sagði Price. Þrátt fyrir að árið 2022 sé ekki gamalt hefur Price náð þremur níu pílna leikjum á því. Hann náði einnig níu pílna leik í viðureigninni gegn Smith í átta liða úrslitum HM á nýársdag. Price tapaði þeim leik reyndar, 5-4. Næsta keppniskvöld úrvalsdeildarinnar verður í Exeter 3. mars næstkomandi.
Pílukast Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Sjá meira