„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 14:43 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að foreldrar verði að vakna til meðvitundar um það vandamál sem virðingarleysi í skólum sé. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. Fréttastofa greindi frá því í gærkvöldi að grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hefðu verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Umræddur kennari svaraði nemanda í sömu mynt þegar hann sló til nemandans. Fyrir þessar sakir vék Dalvíkurbær kennaranum úr starfi. Dómur héraðsdóms Norðurlands eystra hefur vakið talsverð viðbrögð. Sjá nánar: Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Í dómnum kemur fram að setja þurfi kinnhestinn í heildarsamhengi. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður segir að hún geti að sjálfsögðu ekki sætt sig við að kennari slái til barns en er sammála dómnum um að horfa beri á atvikið í heildarsamhengi. „Við töldum og teljum enn – og dómurinn auðvitað tekur undir með okkur – að þarna hefði kennarinn átt að fá áminningu en ekki brottrekstur.“ Hún segir starfsaðstæður kennara vera órjúfanlega hluta málsins. Það sé nánast daglegt brauð að nemendur hafi í frammi dómaskap og grípi jafnvel til ofbeldis gagnvart kennurum. Skólastjórnendur geri ekki nægilega mikið til að tryggja öryggi kennara á vinnustað. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega.“ Kennarinn sviptur æru og lífsviðurværi Atvikið átti sér stað síðastliðið vor en kennaranum voru dæmdar sex milljónir króna vegna fjártjóns og aðrar tvær í miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þá ber Dalvíkurbyggð að greiða 1,2 milljón í málskostnað. „Það er verið að dæma miklar miskabætur í þessu máli enda er málið þess eðlis að þarna er kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi í þorpi út á landi og á afskaplega litla möguleika á að starfa og búa í samfélagi sem verður henni óvinveitt með þessum hætti enda er þetta bæjarfélagið sem tekur þessa ákvörðun um að reka hana.“ Foreldrar þurfi að stíga inn í ástandið Þorgerður segir þetta og fleiri áþekk mál tilefni til endurskoðunar á hugsunarhætti. Foreldrar verði í auknum mæli að stíga inn í og hjálpa börnum sínum að virða reglur. Um sé að ræða menningu virðingarleysis. Foreldrar þurfi að hugsa sig um hvort þeim hugnist þau uppeldisskilyrði sem börnin þeirra búa við í grunnskólum landsins þar sem „menning vanvirðingar“ sé að festa sig æ meira í sessi. „Ég held að þarna sé veruleg ástæða fyrir foreldra að huga að því hvort þau vilji að börnin þeirra alist upp í umhverfi þar sem samskipti, sem endurspeglast í þessum dómi, orðaflaumur og jafnvel stimpingar, séu það sem börnin séu að horfa á því þetta er auðvitað ekki það sem er hollt, hvorki ungum né öldnum.“ Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 14. desember 2021 17:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gærkvöldi að grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hefðu verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Umræddur kennari svaraði nemanda í sömu mynt þegar hann sló til nemandans. Fyrir þessar sakir vék Dalvíkurbær kennaranum úr starfi. Dómur héraðsdóms Norðurlands eystra hefur vakið talsverð viðbrögð. Sjá nánar: Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Í dómnum kemur fram að setja þurfi kinnhestinn í heildarsamhengi. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður segir að hún geti að sjálfsögðu ekki sætt sig við að kennari slái til barns en er sammála dómnum um að horfa beri á atvikið í heildarsamhengi. „Við töldum og teljum enn – og dómurinn auðvitað tekur undir með okkur – að þarna hefði kennarinn átt að fá áminningu en ekki brottrekstur.“ Hún segir starfsaðstæður kennara vera órjúfanlega hluta málsins. Það sé nánast daglegt brauð að nemendur hafi í frammi dómaskap og grípi jafnvel til ofbeldis gagnvart kennurum. Skólastjórnendur geri ekki nægilega mikið til að tryggja öryggi kennara á vinnustað. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega.“ Kennarinn sviptur æru og lífsviðurværi Atvikið átti sér stað síðastliðið vor en kennaranum voru dæmdar sex milljónir króna vegna fjártjóns og aðrar tvær í miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn. Þá ber Dalvíkurbyggð að greiða 1,2 milljón í málskostnað. „Það er verið að dæma miklar miskabætur í þessu máli enda er málið þess eðlis að þarna er kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi í þorpi út á landi og á afskaplega litla möguleika á að starfa og búa í samfélagi sem verður henni óvinveitt með þessum hætti enda er þetta bæjarfélagið sem tekur þessa ákvörðun um að reka hana.“ Foreldrar þurfi að stíga inn í ástandið Þorgerður segir þetta og fleiri áþekk mál tilefni til endurskoðunar á hugsunarhætti. Foreldrar verði í auknum mæli að stíga inn í og hjálpa börnum sínum að virða reglur. Um sé að ræða menningu virðingarleysis. Foreldrar þurfi að hugsa sig um hvort þeim hugnist þau uppeldisskilyrði sem börnin þeirra búa við í grunnskólum landsins þar sem „menning vanvirðingar“ sé að festa sig æ meira í sessi. „Ég held að þarna sé veruleg ástæða fyrir foreldra að huga að því hvort þau vilji að börnin þeirra alist upp í umhverfi þar sem samskipti, sem endurspeglast í þessum dómi, orðaflaumur og jafnvel stimpingar, séu það sem börnin séu að horfa á því þetta er auðvitað ekki það sem er hollt, hvorki ungum né öldnum.“
Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 14. desember 2021 17:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10
Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 14. desember 2021 17:58