Fyrst mætast Cagliari og Napoli á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 17:50 en um er að ræða mikilvægan leik fyrir Napoli sem getur eignað sér toppsæti deildarinnar eftir að Inter missteig sig gegn Sassuolo í gær.
Í kjölfarið fer svo fram leikur Bologna og Spezia sem sitja í 14. og 15.sæti deildarinnar en sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport 4.
Auk ítalska boltans verður GameTíví með sinn vikulega þátt á Stöð 2 ESport klukkan 20:00.