Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. febrúar 2022 06:39 Rússneskir skriðdrekar í Roskov, nærri landamærum Úkraínu. EPA/YURI KOCHETKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. Uppfært 16:50 Ráðamenn víða um heim hafa í dag fordæmt það að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk og sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamæri ríkisins. Þjóðverjar riðu á vaðið í dag þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Bandaríkjamenn og aðrir hafa lengi verið gagnrýnir á þessar ætlanir Þjóðverja og Rússa á þeim grundvelli að leiðslan gerði Evrópu háða Rússum og að hún myndi auka völd Rússlands í Evrópu. Vilja formleg landamæri héraðanna Margir telja innrás „friðargæsluliðanna“ aðeins fyrsta skref í nýrri innrás Rússa í Úkraínu. Næst muni stjórnvöld í Kreml senda luhönskum og donetskum uppreisnarmönnum vopn og stuðning, sem muni aðeins dýpka gjána milli Rússa og vesturvelda. Sjá einnig: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Ráðamenn í Rússlandi höfðu fyrr í dag verið tvísaga um hvaða landamæri Luhansk og Dontesk Pútín og rússneska þingið hafi í raun samþykkt í gær. Ekki er ljóst hvort sjálfstæðisyfirlýsingarnar nái yfir núverandi landamæri aðskilnaðarsinna og Úkraínuhers eða formlegra landamæra. Eftir að aðskilnaðarsinnar tóku völdin í héruðunum árið 2014, tókst her Úkraínu að ná stórum hlutum þeirra til baka og þjarma þétt að aðskilnaðarsinnum. Hinum síðarnefndu tókst þó, með aðstoð Rússa, að stöðva sókn Úkraínuhers. Síðan þá hafa víglínurnar í Luhansk og Donetsk verið að mestu þær sömu. Úkraínuher stjórnar stórum svæðum innan formlegra landamæra Luhansk og Donetsk og þar eru fjölmennar borgir. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Í ávarpi sem Pútín hélt á fimmta tímanum í dag sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna ættu að fylgja formlegum landamærum héraðanna. Þá lagði Pútín til að ráðamenn í Úkraínu hættu að reyna að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið og lýstu yfir hlutleysi. Fordæmdi aðgerðir Rússa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. Russia‘s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine‘s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Í dag höfum við fylgst með gangi mála í Úkraínu í vaktinni hér að neðan og mun það halda áfram í kvöld.
Uppfært 16:50 Ráðamenn víða um heim hafa í dag fordæmt það að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk og sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamæri ríkisins. Þjóðverjar riðu á vaðið í dag þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Bandaríkjamenn og aðrir hafa lengi verið gagnrýnir á þessar ætlanir Þjóðverja og Rússa á þeim grundvelli að leiðslan gerði Evrópu háða Rússum og að hún myndi auka völd Rússlands í Evrópu. Vilja formleg landamæri héraðanna Margir telja innrás „friðargæsluliðanna“ aðeins fyrsta skref í nýrri innrás Rússa í Úkraínu. Næst muni stjórnvöld í Kreml senda luhönskum og donetskum uppreisnarmönnum vopn og stuðning, sem muni aðeins dýpka gjána milli Rússa og vesturvelda. Sjá einnig: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Ráðamenn í Rússlandi höfðu fyrr í dag verið tvísaga um hvaða landamæri Luhansk og Dontesk Pútín og rússneska þingið hafi í raun samþykkt í gær. Ekki er ljóst hvort sjálfstæðisyfirlýsingarnar nái yfir núverandi landamæri aðskilnaðarsinna og Úkraínuhers eða formlegra landamæra. Eftir að aðskilnaðarsinnar tóku völdin í héruðunum árið 2014, tókst her Úkraínu að ná stórum hlutum þeirra til baka og þjarma þétt að aðskilnaðarsinnum. Hinum síðarnefndu tókst þó, með aðstoð Rússa, að stöðva sókn Úkraínuhers. Síðan þá hafa víglínurnar í Luhansk og Donetsk verið að mestu þær sömu. Úkraínuher stjórnar stórum svæðum innan formlegra landamæra Luhansk og Donetsk og þar eru fjölmennar borgir. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Í ávarpi sem Pútín hélt á fimmta tímanum í dag sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna ættu að fylgja formlegum landamærum héraðanna. Þá lagði Pútín til að ráðamenn í Úkraínu hættu að reyna að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið og lýstu yfir hlutleysi. Fordæmdi aðgerðir Rússa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. Russia‘s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine‘s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Í dag höfum við fylgst með gangi mála í Úkraínu í vaktinni hér að neðan og mun það halda áfram í kvöld.
Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Bretland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Átök í Úkraínu Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira