Boðið verður upp á tvíhöfða úr ítölsku úrvalsdeildinni þar sem AC Milan tekur á móti Udinese klukkan 17:45 áður en Albert Guðmundsson og félagar í Genoa hýsa Ítalíumeistara Inter í seinni leik kvöldsins klukkan 20:00.
Báðir leikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
AC Milan hefur tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Inter er í öðru sæti og á leik til góða á nágranna sína.