Ertu nauðgari? - Þitt eigið nauðgarahandrit María Hjálmtýsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 14:00 *TW* Lokaðu augunum, andaðu djúpt og farðu í huganum yfir kynlífið sem þú hefur stundað með öðru fólki um ævina. Vertu heiðarlegur, það er enginn að hlusta nema vonandi þú sjálfur. Efninu er skipt í hluta. Þú getur auðvitað lesið það í þeirri röð sem þér sýnist en þrautin felst í heiðarleikanum. Ef þú finnur að þú hefur svarað því sem er auðveldara en kannski ekki alveg rétt eða því sem þú heldur að aðrir vilji frekar heyra skaltu hafa á bak við eyrað að það eru mjög mannleg viðbrögð og þegar þú ert tilbúinn máttu alltaf byrja upp á nýtt. A. Hefur þú haft samræði eða önnur kynferðismök við manneskju án samþykkis hennar? Mundu að þögn er ekki sama og samþykki. Hafirðu fengið neitun í upphafi en haldið áfram að ýta, suða eða farið í fýlu, jafnvel sagt manneskjunni að hún væri... (fylltu inn eitthvað neikvætt)...eða að þú myndir...(fylltu inn hótun)... þar til hún lét undan, þá telst það ekki vera samþykki. Hefurðu haldið áfram eftir að önnur manneskja hætti við, fraus, fór að gráta eða gaf á einhvern hátt í skyn að hún vildi þetta ekki? Hefur þú haft samræði eða önnur kynferðismök við manneskju sem var ofurölvi eða á annan hátt ófær um að segja til um hvort hún vildi stunda kynlíf? Mundu að allt kynferðislegt athæfi telst með. Það má ekki velja og hafna. Sé svarið við ofangreindum spurningum hreint og klárt nei skaltu fara beint í B-hluta. Sé svarið já skaltu lesa næst D-hluta. B.Til hamingju, þú ert ekki nauðgari! Þetta ert samt ekki búið enn. Næst skaltu svara eftirfarandi spurningum: Hefur þú sagt eitthvað þegar þú verður var við drusluskömmun, nauðgunarbrandara eða réttlætingar á kynferðisofbeldi (t.d. tali um að karlar geti bara ekki stoppað eftir að þeir eru komnir af stað eða að hún hafi nú líka komið sér í þetta sjálf)? Hefur þú leiðrétt rangfærslur þegar talið berst að því hversu algengt það sé að konur ljúgi til um kynferðisofbeldi? Hefur þú tekið afstöðu með þolendum gegn ásökunum um að mannorðsmyrða menn, taka þá af lífi eða gera þá brottræka úr samfélaginu? Hefur þú vitað af kynferðisbrotum einhvers sem þú þekkir og sagt frá því eða rætt við hann sjálfan um hegðun hans og viðhorf? Sé svarið já máttu lesa næst C-hluta. Sé svarið nei skaltu fara beinustu leið í I -hluta. C.Takk fyrir að koma fram við annað fólk af eðlilegri og sjálfsagðri virðingu. Haltu endilega áfram að leggja þitt af mörkum til að bæta heiminn. D.Gott hjá þér. Nú ertu búinn að stíga fyrsta skrefið í þá átt að taka ábyrgð. Það er ekki auðveldasta áttin en enginn sagði að þetta yrði þægilegt eða sársaukalaust. Orð eins og nauðgun og nauðgari bera með sér þungan farangur og eru erfið viðureignar, sérstaklega þegar þau eiga við um þig sjálfan eða fólk sem þér þykir vænt um. Eðlileg viðbrögð eru að skilgreina sig í burtu frá erfiðu orðunum en ef þú ætlar að komast áleiðis verður þú að geta horfst í augu við hlutina eins og þeir eru. A-hlutinn sem þú last fyrst er byggður á íslensku hegningarlögunum og á við um lagalega skilgreinda nauðgun og allar líkur eru á að þolandi þinn (annað óþægilegt orð en svona er það nú bara), hafi upplifað og upplifi jafnvel enn einhverjar af þeim fjölmörgu afleiðingum sem nauðgun hefur í för með sér. Það er líka vont að horfast í augu við það en þó nauðsynlegur hluti af því að taka fulla ábyrgð á þeim sársauka sem þú hefur valdið annarri manneskju. Það er mikilvægt að þú staldrir við og setjir þig í spor þess sem missir vald yfir sjálfum sér og líkama sínum, að þú reynir að skilja upplifun og niðurlægingu manneskjunnar sem þú virtir ekki nægilega mikils til að stoppa. Tilfinninguna sem fylgir því að vera þröngvað til athafna sem þú vilt ekki og það í þeim aðstæðum þar sem manneskjan er hve berskjölduðust. Prófaðu að loka augunum og fara þangað. Settu þig í spor þolandans. Þetta á ekki að vera þægilegt ferðalag. Næst skaltu spyrja þig: Finnst þér ósanngjarnt að hafa lent í þessu? Er þetta samt ekki líka einhverju öðru að kenna, s.s. áfengi, vímuefnum, persónulegum erfiðleikum eða greddu? Er ekki verið að ýkja hvernig þetta var? Voru ekki allir að gera það sama á þessum tíma? Var ekki búið að daðra við þig og gefa í skyn að þið væruð að fara að sofa saman? Voruð þið ekki komin hálfa leið? Ef svar við einhverri þessara spurninga er já máttu færa þig yfir í F -hluta. Sé svarið við þeim öllum nei skaltu lesa E-hluta næst. E.Þú ert á réttri leið með að axla fulla ábyrgð á eigin gjörðum. Mikilvægast er að hafa opnað augun fyrir því að á endanum er það sem þú gerir eða gerir ekki alltaf þín ákvörðun. En hvað gerist svo? Hvað næst? Er eitthvað hægt að gera? Þarf eitthvað að gera, er þetta ekki bara nóg? Það fyrsta sem þú getur gert og ættir að gera er að leita aðstoðar fagaðila s.s. sálfræðings til að vinna úr tilfinningum þínum og aðstæðum. Það að fá speglun á sjálfan sig frá hlutlausum aðila getur reynst gríðarlega gagnleg hjálp við að setja hlutina í rétt samhengi og skoða forsendur gjörða þinna og viðbragða. Þú getur byrjað á að kíkja á vefsíðuna taktuskrefid.is. Næst skaltu spyrja þig hvort þig langi að ræða við manneskjuna sem þú braust á eða eiga við hana einhverskonar samskipti, jafnvel viðurkenna sekt þína opinberlega? Ef svo er verður þú að greina ástæður þeirrar löngunar aðeins nánar en hér, eins og í öllu ferðalaginu, er heiðarleiki grundvallarforsenda þess að halda áfram. -Vilt þú biðjast fyrirgefningar til þess að sýna sjálfum þér og öðrum að þú sért í raun góð manneskja? -Viltu biðjast fyrirgefningar til þess að þolandi þinn fái viðurkenningu á því að brotið sé eingöngu þér að kenna að öllu leyti og að þér þyki það sannarlega vont og leitt? -Snýst þörf þín fyrir að stíga fram bara um þolanda þinn eða kannski frekar um sjálfsmynd þína og álit annarra á þér? -Gerirðu þér grein fyrir að mögulega verði þér ekki fyrirgefið og ertu tilbúinn að taka því ef sú er raunin? Hafirðu komist að því að iðrun þín snúist um tilfinningar og líðan þolanda þíns umfram allt skaltu skella þér í G -hluta Snúist vanlíðan þín að mestu leyti um sjálfsmynd þína og stöðu í samfélaginu er mál að lesa næst H - hluta F.Fullt af fólki drekkur áfengi, jafnvel í óhóflegu magni, eða neytir fíkniefna og hefur aldrei nauðgað. Fjölmörg okkar eiga við ýmiskonar erfiðleika að etja, við urðum jafnvel fyrir ofbeldi og áföllum sem börn eða ungmenni en höfum aldrei sjálf beitt kynferðisofbeldi. Það eru engin sjálfsögð orsakatengsl þar á milli þó svo að þetta séu þægilegar afsakanir til að létta á byrði sjálfsábyrgðarinnar. Ofangreint eru mögulegar útskýringar á einhverju en aldrei réttlætingar, enda eru það undirliggjandi viðhorf til annars fólks sem hafa mest að segja. Það er margsýnt að menn sem hlutgera konur og hafa íhaldsöm viðhorf til kynhlutverka eru líklegri til að beita og réttlæta kynferðisofbeldi auk þess sem þeir varpa sökinni frekar á þolanda. Til þess að breyta slíkum viðhorfum verður þú að vera opinn fyrir breytingunum. Þeim mun dýpra sem þau rista, er erfiðara að breyta þeim en það er hægt. Einlæg og heiðarleg sjálfskoðun getur verið sársaukafullt ferli en til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað og frasinn ,,batnandi mönnum er best að lifa“ eigi við um þig, verður þú að taka þetta skref inn á við, setja þig í spor þolanda og átta þig á að þú einn berð ábyrgð á hegðun þinni og gjörðum. Þegar þú hefur áttað þig á því og meðtekið er líklegt að spurningin vakni um hvað þú eigir að gera næst. Til þess að fá hugmyndir um það gæti núna verið sniðugt að lesa E-hluta. G.Nú er staðan sú að framvindan er ekki öll á þínum forsendum. Það getur verið mjög óþægileg tilfinning eins og þolendur þekkja allt of vel. Kannski geturðu ekki gert neitt en það verður þá bara svo að vera. Góðu fréttirnar eru þær að þú skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem þér ber. Séu aðstæður þannig og hafir þú á því tök að hafa samband við þriðja aðila sem gæti virkað sem milliliður á milli þolanda þíns og þín gæti verið ráð að ræða við viðkomandi og láta vita af iðrun þinni og því að þú gangist við því sem þú hefur gert og viljir biðjast fyrirgefningar. Mögulega mun því skilað til þolanda sem þá vegur og metur hvort frekari samskipti eða einhverskonar sættir séu í boði. Að öðru leyti er þitt áframhaldandi verkefni að vinna í sjálfum þér og hjálpa til við að forða komandi kynslóðum frá áframhaldandi ójafnrétti og ofbeldi með því að fræða þig sjálfan og aðra í framhaldi af því. Í þeim tilgangi geturðu núna lesið I-hlutann. Gangi þér vel. H.Það er óneitanlega erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að hafa valdið annarri manneskju sársauka og það stemmir ólíklega við sjálfsmynd þína. Þess vegna getur verið auðveldast og mjög mannleg viðbrögð að réttlæta það eða jafnvel afneita. Það er þetta með vondu orðin, nauðgun og nauðgari sem flækja málið því ekkert okkar vill skilgreina sig út frá jafnvel því versta sem við höfum gert. Raunin er þó sú að það er ekki til ein tegund manna sem nauðgar. Það getur líka verið fólk eins og þú og það er sárt á átta sig á því. Við komumst samt aldrei neitt áfram ef afneitunin hefur yfirhöndina. Oft og eðlilega hafa menn miklar áhyggjur af áliti annarra og meiri eftir því sem samfélagsleg staða er sterkari. Ef þú íhugar að tjá þig um brot þitt á þeim forsendum að vernda orðspor þitt og sjálfsmynd er mikilvægt fyrir þig að staldra við og íhuga forréttindi þín. Það er vont að missa þau en prófaðu að setja þig í spor manneskjunnar sem þú braust á. Leyfðu þér að fara alla leið og sjá þig með augum hennar. Geturðu sett sjálfan þig og hugmyndir annarra um þig til hliðar og fundið hjá þér einlæga löngun til að bæta fyrir þann sársauka sem þú hefur valdið? Ef svarið er já er kominn tími til að lesa G -hluta. Ef ekki skaltu samt ekki gefast upp í sjálfsvinnunni. Hafðu samband við fagaðila (s.s. sálfræðing), kíktu á taktuskrefid.is og fræddu þig um upplifun og líðan brotaþola. Þú skalt ekki fjalla um það ferðalag opinberlega eða hafa samband við þolanda þinn að fyrra bragði af því að það er ekki þitt pláss að taka. Gangi þér vel. I.Ef við okkur er alvara með að gera samfélagið okkar þannig að hér ríki raunverulegt jafnrétti þar sem þolendur ofbeldis þora að segja frá vitandi að þeim verður trúað, verðum við að hjálpast að. Þó svo að við sjálf höfum engu ofbeldi beitt þá höfum við gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna, enda ekki nema sanngjarnt að þolendur sjálfir þurfi ekki alltaf að standa einir í því að berjast við að breyta viðhorfum samfélagsins ofan á allt annað. Við verðum að vinna markvisst að því að eyða talinu og hugmyndunum sem draga úr trúverðugleika þolenda og viðhalda sjálfsefanum og nagandi skömminni þar sem hún á ekki heima. Það er síður en svo fljótlegt og auðvelt eins og þau sem hafa staðið í ströngu í jafnréttisbaráttunni í gegnum árin og áratugina geta vitnað um. Fræddu þig um efni eins og drusluskömmun, eðli og afleiðingar kynferðisbrota, upplifun brotaþola og nauðgunarmýtur. Lestu þér til um ,,The Bystander Approach“ og skoðaðu hvað þú getur gert í þínu nærumhverfi. Af nógu er að taka. Vertu með í baráttunni, þín er þörf! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
*TW* Lokaðu augunum, andaðu djúpt og farðu í huganum yfir kynlífið sem þú hefur stundað með öðru fólki um ævina. Vertu heiðarlegur, það er enginn að hlusta nema vonandi þú sjálfur. Efninu er skipt í hluta. Þú getur auðvitað lesið það í þeirri röð sem þér sýnist en þrautin felst í heiðarleikanum. Ef þú finnur að þú hefur svarað því sem er auðveldara en kannski ekki alveg rétt eða því sem þú heldur að aðrir vilji frekar heyra skaltu hafa á bak við eyrað að það eru mjög mannleg viðbrögð og þegar þú ert tilbúinn máttu alltaf byrja upp á nýtt. A. Hefur þú haft samræði eða önnur kynferðismök við manneskju án samþykkis hennar? Mundu að þögn er ekki sama og samþykki. Hafirðu fengið neitun í upphafi en haldið áfram að ýta, suða eða farið í fýlu, jafnvel sagt manneskjunni að hún væri... (fylltu inn eitthvað neikvætt)...eða að þú myndir...(fylltu inn hótun)... þar til hún lét undan, þá telst það ekki vera samþykki. Hefurðu haldið áfram eftir að önnur manneskja hætti við, fraus, fór að gráta eða gaf á einhvern hátt í skyn að hún vildi þetta ekki? Hefur þú haft samræði eða önnur kynferðismök við manneskju sem var ofurölvi eða á annan hátt ófær um að segja til um hvort hún vildi stunda kynlíf? Mundu að allt kynferðislegt athæfi telst með. Það má ekki velja og hafna. Sé svarið við ofangreindum spurningum hreint og klárt nei skaltu fara beint í B-hluta. Sé svarið já skaltu lesa næst D-hluta. B.Til hamingju, þú ert ekki nauðgari! Þetta ert samt ekki búið enn. Næst skaltu svara eftirfarandi spurningum: Hefur þú sagt eitthvað þegar þú verður var við drusluskömmun, nauðgunarbrandara eða réttlætingar á kynferðisofbeldi (t.d. tali um að karlar geti bara ekki stoppað eftir að þeir eru komnir af stað eða að hún hafi nú líka komið sér í þetta sjálf)? Hefur þú leiðrétt rangfærslur þegar talið berst að því hversu algengt það sé að konur ljúgi til um kynferðisofbeldi? Hefur þú tekið afstöðu með þolendum gegn ásökunum um að mannorðsmyrða menn, taka þá af lífi eða gera þá brottræka úr samfélaginu? Hefur þú vitað af kynferðisbrotum einhvers sem þú þekkir og sagt frá því eða rætt við hann sjálfan um hegðun hans og viðhorf? Sé svarið já máttu lesa næst C-hluta. Sé svarið nei skaltu fara beinustu leið í I -hluta. C.Takk fyrir að koma fram við annað fólk af eðlilegri og sjálfsagðri virðingu. Haltu endilega áfram að leggja þitt af mörkum til að bæta heiminn. D.Gott hjá þér. Nú ertu búinn að stíga fyrsta skrefið í þá átt að taka ábyrgð. Það er ekki auðveldasta áttin en enginn sagði að þetta yrði þægilegt eða sársaukalaust. Orð eins og nauðgun og nauðgari bera með sér þungan farangur og eru erfið viðureignar, sérstaklega þegar þau eiga við um þig sjálfan eða fólk sem þér þykir vænt um. Eðlileg viðbrögð eru að skilgreina sig í burtu frá erfiðu orðunum en ef þú ætlar að komast áleiðis verður þú að geta horfst í augu við hlutina eins og þeir eru. A-hlutinn sem þú last fyrst er byggður á íslensku hegningarlögunum og á við um lagalega skilgreinda nauðgun og allar líkur eru á að þolandi þinn (annað óþægilegt orð en svona er það nú bara), hafi upplifað og upplifi jafnvel enn einhverjar af þeim fjölmörgu afleiðingum sem nauðgun hefur í för með sér. Það er líka vont að horfast í augu við það en þó nauðsynlegur hluti af því að taka fulla ábyrgð á þeim sársauka sem þú hefur valdið annarri manneskju. Það er mikilvægt að þú staldrir við og setjir þig í spor þess sem missir vald yfir sjálfum sér og líkama sínum, að þú reynir að skilja upplifun og niðurlægingu manneskjunnar sem þú virtir ekki nægilega mikils til að stoppa. Tilfinninguna sem fylgir því að vera þröngvað til athafna sem þú vilt ekki og það í þeim aðstæðum þar sem manneskjan er hve berskjölduðust. Prófaðu að loka augunum og fara þangað. Settu þig í spor þolandans. Þetta á ekki að vera þægilegt ferðalag. Næst skaltu spyrja þig: Finnst þér ósanngjarnt að hafa lent í þessu? Er þetta samt ekki líka einhverju öðru að kenna, s.s. áfengi, vímuefnum, persónulegum erfiðleikum eða greddu? Er ekki verið að ýkja hvernig þetta var? Voru ekki allir að gera það sama á þessum tíma? Var ekki búið að daðra við þig og gefa í skyn að þið væruð að fara að sofa saman? Voruð þið ekki komin hálfa leið? Ef svar við einhverri þessara spurninga er já máttu færa þig yfir í F -hluta. Sé svarið við þeim öllum nei skaltu lesa E-hluta næst. E.Þú ert á réttri leið með að axla fulla ábyrgð á eigin gjörðum. Mikilvægast er að hafa opnað augun fyrir því að á endanum er það sem þú gerir eða gerir ekki alltaf þín ákvörðun. En hvað gerist svo? Hvað næst? Er eitthvað hægt að gera? Þarf eitthvað að gera, er þetta ekki bara nóg? Það fyrsta sem þú getur gert og ættir að gera er að leita aðstoðar fagaðila s.s. sálfræðings til að vinna úr tilfinningum þínum og aðstæðum. Það að fá speglun á sjálfan sig frá hlutlausum aðila getur reynst gríðarlega gagnleg hjálp við að setja hlutina í rétt samhengi og skoða forsendur gjörða þinna og viðbragða. Þú getur byrjað á að kíkja á vefsíðuna taktuskrefid.is. Næst skaltu spyrja þig hvort þig langi að ræða við manneskjuna sem þú braust á eða eiga við hana einhverskonar samskipti, jafnvel viðurkenna sekt þína opinberlega? Ef svo er verður þú að greina ástæður þeirrar löngunar aðeins nánar en hér, eins og í öllu ferðalaginu, er heiðarleiki grundvallarforsenda þess að halda áfram. -Vilt þú biðjast fyrirgefningar til þess að sýna sjálfum þér og öðrum að þú sért í raun góð manneskja? -Viltu biðjast fyrirgefningar til þess að þolandi þinn fái viðurkenningu á því að brotið sé eingöngu þér að kenna að öllu leyti og að þér þyki það sannarlega vont og leitt? -Snýst þörf þín fyrir að stíga fram bara um þolanda þinn eða kannski frekar um sjálfsmynd þína og álit annarra á þér? -Gerirðu þér grein fyrir að mögulega verði þér ekki fyrirgefið og ertu tilbúinn að taka því ef sú er raunin? Hafirðu komist að því að iðrun þín snúist um tilfinningar og líðan þolanda þíns umfram allt skaltu skella þér í G -hluta Snúist vanlíðan þín að mestu leyti um sjálfsmynd þína og stöðu í samfélaginu er mál að lesa næst H - hluta F.Fullt af fólki drekkur áfengi, jafnvel í óhóflegu magni, eða neytir fíkniefna og hefur aldrei nauðgað. Fjölmörg okkar eiga við ýmiskonar erfiðleika að etja, við urðum jafnvel fyrir ofbeldi og áföllum sem börn eða ungmenni en höfum aldrei sjálf beitt kynferðisofbeldi. Það eru engin sjálfsögð orsakatengsl þar á milli þó svo að þetta séu þægilegar afsakanir til að létta á byrði sjálfsábyrgðarinnar. Ofangreint eru mögulegar útskýringar á einhverju en aldrei réttlætingar, enda eru það undirliggjandi viðhorf til annars fólks sem hafa mest að segja. Það er margsýnt að menn sem hlutgera konur og hafa íhaldsöm viðhorf til kynhlutverka eru líklegri til að beita og réttlæta kynferðisofbeldi auk þess sem þeir varpa sökinni frekar á þolanda. Til þess að breyta slíkum viðhorfum verður þú að vera opinn fyrir breytingunum. Þeim mun dýpra sem þau rista, er erfiðara að breyta þeim en það er hægt. Einlæg og heiðarleg sjálfskoðun getur verið sársaukafullt ferli en til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað og frasinn ,,batnandi mönnum er best að lifa“ eigi við um þig, verður þú að taka þetta skref inn á við, setja þig í spor þolanda og átta þig á að þú einn berð ábyrgð á hegðun þinni og gjörðum. Þegar þú hefur áttað þig á því og meðtekið er líklegt að spurningin vakni um hvað þú eigir að gera næst. Til þess að fá hugmyndir um það gæti núna verið sniðugt að lesa E-hluta. G.Nú er staðan sú að framvindan er ekki öll á þínum forsendum. Það getur verið mjög óþægileg tilfinning eins og þolendur þekkja allt of vel. Kannski geturðu ekki gert neitt en það verður þá bara svo að vera. Góðu fréttirnar eru þær að þú skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem þér ber. Séu aðstæður þannig og hafir þú á því tök að hafa samband við þriðja aðila sem gæti virkað sem milliliður á milli þolanda þíns og þín gæti verið ráð að ræða við viðkomandi og láta vita af iðrun þinni og því að þú gangist við því sem þú hefur gert og viljir biðjast fyrirgefningar. Mögulega mun því skilað til þolanda sem þá vegur og metur hvort frekari samskipti eða einhverskonar sættir séu í boði. Að öðru leyti er þitt áframhaldandi verkefni að vinna í sjálfum þér og hjálpa til við að forða komandi kynslóðum frá áframhaldandi ójafnrétti og ofbeldi með því að fræða þig sjálfan og aðra í framhaldi af því. Í þeim tilgangi geturðu núna lesið I-hlutann. Gangi þér vel. H.Það er óneitanlega erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að hafa valdið annarri manneskju sársauka og það stemmir ólíklega við sjálfsmynd þína. Þess vegna getur verið auðveldast og mjög mannleg viðbrögð að réttlæta það eða jafnvel afneita. Það er þetta með vondu orðin, nauðgun og nauðgari sem flækja málið því ekkert okkar vill skilgreina sig út frá jafnvel því versta sem við höfum gert. Raunin er þó sú að það er ekki til ein tegund manna sem nauðgar. Það getur líka verið fólk eins og þú og það er sárt á átta sig á því. Við komumst samt aldrei neitt áfram ef afneitunin hefur yfirhöndina. Oft og eðlilega hafa menn miklar áhyggjur af áliti annarra og meiri eftir því sem samfélagsleg staða er sterkari. Ef þú íhugar að tjá þig um brot þitt á þeim forsendum að vernda orðspor þitt og sjálfsmynd er mikilvægt fyrir þig að staldra við og íhuga forréttindi þín. Það er vont að missa þau en prófaðu að setja þig í spor manneskjunnar sem þú braust á. Leyfðu þér að fara alla leið og sjá þig með augum hennar. Geturðu sett sjálfan þig og hugmyndir annarra um þig til hliðar og fundið hjá þér einlæga löngun til að bæta fyrir þann sársauka sem þú hefur valdið? Ef svarið er já er kominn tími til að lesa G -hluta. Ef ekki skaltu samt ekki gefast upp í sjálfsvinnunni. Hafðu samband við fagaðila (s.s. sálfræðing), kíktu á taktuskrefid.is og fræddu þig um upplifun og líðan brotaþola. Þú skalt ekki fjalla um það ferðalag opinberlega eða hafa samband við þolanda þinn að fyrra bragði af því að það er ekki þitt pláss að taka. Gangi þér vel. I.Ef við okkur er alvara með að gera samfélagið okkar þannig að hér ríki raunverulegt jafnrétti þar sem þolendur ofbeldis þora að segja frá vitandi að þeim verður trúað, verðum við að hjálpast að. Þó svo að við sjálf höfum engu ofbeldi beitt þá höfum við gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna, enda ekki nema sanngjarnt að þolendur sjálfir þurfi ekki alltaf að standa einir í því að berjast við að breyta viðhorfum samfélagsins ofan á allt annað. Við verðum að vinna markvisst að því að eyða talinu og hugmyndunum sem draga úr trúverðugleika þolenda og viðhalda sjálfsefanum og nagandi skömminni þar sem hún á ekki heima. Það er síður en svo fljótlegt og auðvelt eins og þau sem hafa staðið í ströngu í jafnréttisbaráttunni í gegnum árin og áratugina geta vitnað um. Fræddu þig um efni eins og drusluskömmun, eðli og afleiðingar kynferðisbrota, upplifun brotaþola og nauðgunarmýtur. Lestu þér til um ,,The Bystander Approach“ og skoðaðu hvað þú getur gert í þínu nærumhverfi. Af nógu er að taka. Vertu með í baráttunni, þín er þörf!
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun