Ekki tímabært að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 13:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá að svo stöddu að slíta stjórnmálasambandi við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu þar sem slíkt væri síðasta úrræði. Hún telur að þær refsiaðgerðir sem kynntar hafi verið komi til með að setja þrýsting á rússnesk stjórnvöld og segir alþjóðasamfélagið samstíga í sinni afstöðu. Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku og hafa mörg ríki heims fordæmt innrásina. Fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu síðastliðinn föstudag að það væri ekki útilokað að íslensk stjórnvöld myndu slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það liggur alveg fyrir af okkar hálfu, eins og allra nágrannaþjóða okkar, að það er ekki á dagskrá núna. Það er í raun og veru síðasta úrræðið sem er gripið til í svona málum og það er ekki orðið tímabært að ræða það,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kalla eigi sendiherra Íslands í Rússlandi heim en að sögn Katrínar myndi það ekki endilega fela í sér slit á stjórnmálasambandi. „Þeir hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna, að koma til skila mjög skýrum skilaboðum íslenskra stjórnvalda svo dæmi sé tekið, þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enn þá,“ segir Katrín. Tilbúin að taka á móti fólki þegar kallið kemur Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og segist Katrín vongóð um að þær aðgerðir beri árangur. Staðan úti sé þó slæm og segir hún skelfilegt að heimsbyggðin horfi upp á stríðsátök í Evrópu. „Það er algjörlega ljóst að alþjóðasamfélagið er mjög samstíga í sinni afstöðu gagnvart þessari innrás en auðvitað eins og alltaf í stríðsátökum þá eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar, menn, konur og börn, sem falla nú í valinn,“ segir Katrín. Á innan við viku hafa fleiri en 500 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en óljóst er hversu margir munu í raun setjast að utan Úkraínu. Katrín vísar til þess að margir staldri við þegar þau eru komin yfir landamærin í von um að þau geti snúið aftur til síns heima þegar stríðsátökunum linnir. „Það eru auðvitað tilfinningar sem maður skilur mjög vel en við erum hins vegar fullkomlega reiðubúin til að taka á móti hópi fólks,“ segir Katrín. Flóttamannanefnd er nú búin að fara yfir málin og mun hún funda aftur á morgun en Katrín segir Ísland vera tilbúið þegar kallið kemur að taka á móti fólki. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku og hafa mörg ríki heims fordæmt innrásina. Fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu síðastliðinn föstudag að það væri ekki útilokað að íslensk stjórnvöld myndu slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það liggur alveg fyrir af okkar hálfu, eins og allra nágrannaþjóða okkar, að það er ekki á dagskrá núna. Það er í raun og veru síðasta úrræðið sem er gripið til í svona málum og það er ekki orðið tímabært að ræða það,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kalla eigi sendiherra Íslands í Rússlandi heim en að sögn Katrínar myndi það ekki endilega fela í sér slit á stjórnmálasambandi. „Þeir hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna, að koma til skila mjög skýrum skilaboðum íslenskra stjórnvalda svo dæmi sé tekið, þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enn þá,“ segir Katrín. Tilbúin að taka á móti fólki þegar kallið kemur Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og segist Katrín vongóð um að þær aðgerðir beri árangur. Staðan úti sé þó slæm og segir hún skelfilegt að heimsbyggðin horfi upp á stríðsátök í Evrópu. „Það er algjörlega ljóst að alþjóðasamfélagið er mjög samstíga í sinni afstöðu gagnvart þessari innrás en auðvitað eins og alltaf í stríðsátökum þá eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar, menn, konur og börn, sem falla nú í valinn,“ segir Katrín. Á innan við viku hafa fleiri en 500 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en óljóst er hversu margir munu í raun setjast að utan Úkraínu. Katrín vísar til þess að margir staldri við þegar þau eru komin yfir landamærin í von um að þau geti snúið aftur til síns heima þegar stríðsátökunum linnir. „Það eru auðvitað tilfinningar sem maður skilur mjög vel en við erum hins vegar fullkomlega reiðubúin til að taka á móti hópi fólks,“ segir Katrín. Flóttamannanefnd er nú búin að fara yfir málin og mun hún funda aftur á morgun en Katrín segir Ísland vera tilbúið þegar kallið kemur að taka á móti fólki. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31