Ekki tímabært að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 13:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá að svo stöddu að slíta stjórnmálasambandi við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu þar sem slíkt væri síðasta úrræði. Hún telur að þær refsiaðgerðir sem kynntar hafi verið komi til með að setja þrýsting á rússnesk stjórnvöld og segir alþjóðasamfélagið samstíga í sinni afstöðu. Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku og hafa mörg ríki heims fordæmt innrásina. Fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu síðastliðinn föstudag að það væri ekki útilokað að íslensk stjórnvöld myndu slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það liggur alveg fyrir af okkar hálfu, eins og allra nágrannaþjóða okkar, að það er ekki á dagskrá núna. Það er í raun og veru síðasta úrræðið sem er gripið til í svona málum og það er ekki orðið tímabært að ræða það,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kalla eigi sendiherra Íslands í Rússlandi heim en að sögn Katrínar myndi það ekki endilega fela í sér slit á stjórnmálasambandi. „Þeir hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna, að koma til skila mjög skýrum skilaboðum íslenskra stjórnvalda svo dæmi sé tekið, þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enn þá,“ segir Katrín. Tilbúin að taka á móti fólki þegar kallið kemur Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og segist Katrín vongóð um að þær aðgerðir beri árangur. Staðan úti sé þó slæm og segir hún skelfilegt að heimsbyggðin horfi upp á stríðsátök í Evrópu. „Það er algjörlega ljóst að alþjóðasamfélagið er mjög samstíga í sinni afstöðu gagnvart þessari innrás en auðvitað eins og alltaf í stríðsátökum þá eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar, menn, konur og börn, sem falla nú í valinn,“ segir Katrín. Á innan við viku hafa fleiri en 500 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en óljóst er hversu margir munu í raun setjast að utan Úkraínu. Katrín vísar til þess að margir staldri við þegar þau eru komin yfir landamærin í von um að þau geti snúið aftur til síns heima þegar stríðsátökunum linnir. „Það eru auðvitað tilfinningar sem maður skilur mjög vel en við erum hins vegar fullkomlega reiðubúin til að taka á móti hópi fólks,“ segir Katrín. Flóttamannanefnd er nú búin að fara yfir málin og mun hún funda aftur á morgun en Katrín segir Ísland vera tilbúið þegar kallið kemur að taka á móti fólki. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku og hafa mörg ríki heims fordæmt innrásina. Fjármálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu síðastliðinn föstudag að það væri ekki útilokað að íslensk stjórnvöld myndu slíta stjórnmálasamstarfi við Rússa. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það liggur alveg fyrir af okkar hálfu, eins og allra nágrannaþjóða okkar, að það er ekki á dagskrá núna. Það er í raun og veru síðasta úrræðið sem er gripið til í svona málum og það er ekki orðið tímabært að ræða það,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort kalla eigi sendiherra Íslands í Rússlandi heim en að sögn Katrínar myndi það ekki endilega fela í sér slit á stjórnmálasambandi. „Þeir hafa líka mikilvægu hlutverki að gegna, að koma til skila mjög skýrum skilaboðum íslenskra stjórnvalda svo dæmi sé tekið, þannig að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enn þá,“ segir Katrín. Tilbúin að taka á móti fólki þegar kallið kemur Vesturlöndin hafa tilkynnt um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og segist Katrín vongóð um að þær aðgerðir beri árangur. Staðan úti sé þó slæm og segir hún skelfilegt að heimsbyggðin horfi upp á stríðsátök í Evrópu. „Það er algjörlega ljóst að alþjóðasamfélagið er mjög samstíga í sinni afstöðu gagnvart þessari innrás en auðvitað eins og alltaf í stríðsátökum þá eru fórnarlömbin óbreyttir borgarar, menn, konur og börn, sem falla nú í valinn,“ segir Katrín. Á innan við viku hafa fleiri en 500 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en óljóst er hversu margir munu í raun setjast að utan Úkraínu. Katrín vísar til þess að margir staldri við þegar þau eru komin yfir landamærin í von um að þau geti snúið aftur til síns heima þegar stríðsátökunum linnir. „Það eru auðvitað tilfinningar sem maður skilur mjög vel en við erum hins vegar fullkomlega reiðubúin til að taka á móti hópi fólks,“ segir Katrín. Flóttamannanefnd er nú búin að fara yfir málin og mun hún funda aftur á morgun en Katrín segir Ísland vera tilbúið þegar kallið kemur að taka á móti fólki. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. 28. febrúar 2022 23:31