Baldvin Þór þrefaldur meistari um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 16:30 Baldvin Þór Magnússon sést hér efstur á palli um helgina. Instagram/@emuxc_tf Millivegahlauparinn Baldvin Þór Magnússon varð um helgina þrefaldur svæðismeistari MAC í frjálsíþróttakeppni bandarísku háskólanna en meistaramótið fór fram í Kent í Ohio fylki. Baldvin var valinn „Men’s Most Valuable Performer“ eða mikilvægasti keppandinn og sigraði karlalið Eastern Michigan University stigakeppnina á mótinu. View this post on Instagram A post shared by EMU XC/TF (@emuxc_tf) Baldvin hóf keppnina á undanrásum í 800 metra hlaupi og kom í mark á 1:56,65 mín. sem var fjórði besti tíminn inn í úrslitin. Næsta grein var 5000 metra hlaup þar sem hann kom í mark á 14:21,21 mín. Á seinni degi meistaramótsins sigraði hann í Míluhlaupi þar sem hann kom í mark á tímanum 4:07,00 mín. Næsta grein var 800 metra úrslit þar sem hann vann sig upp um eitt sæti og fékk bronsið. Hann kom í mark á tímanum 1:53,04 mín. Síðasta grein Baldvins var 3000 metra hlaup þar sem hann sigraði á tímanum 8:20,72 mín. Frjálsíþróttasamband Íslands fór yfir árangur íslenska afreksfólksins um helgina en Ísland á flotta fulltrúa úti í bandarískum háskólum. Trausti Þór Þorsteins mætti aftur á brautina eftir meiðsli og opnaði tímabilið á glæsilegum tíma í 3000 metra hlaupi á Boston University Last Chance Meet. Trausti kom ellefti í mark á tímanum 7:58,94 mín. sem er risabæting hjá honum en hann átti áður best 8:16,17 mín. Þessi tími er annar besti tími frá upphafi innanhúss í 3000 metra hlaupi karla. Erna Sóley Gunnarsdóttir var einnig á meðal keppenda á Boston mótinu og sigraði hún í kúluvarpi kvenna með kast upp á 16,70 metra. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti í lóðkasti á Atlantic 10 Conference Indoor Championships í Fairfax í Virginia fylki á laugardag. Hún kastaði lóðinu 17,38 metra og hafnaði í 6. Sæti. Kvennalið Virginia Commonwealth University unnu stigakeppnina. Óliver Máni Samúelsson og Dagur Andri Einarsson kepptu á G-MAC Indoor Championships í Findlay í Ohio fylki. Í 60 metra hlaupi kom Dagur í mark á tímanum 7.10 sek. sem skilaði honum 18. sætinu. Óliver kom í mark á tímanum 7.17 sek. og hafnaði í 23. sæti. Óliver var hraðastur allra í undanrásum í 200 metra hlaupi og kom í mark á 22,33 sek. Í úrslitunum varð Óliver fjórði á tímanum 22.32 sek. Hekla Sif Magnúsdóttir keppti í þremur stökkgreinum á Lone Star Conference Indoor Championships sem fór fram í Lubbock í Texas fylki. Hekla bætti sinn persónulega árangur í langstökki og stökk lengst 5,57 metra sem skilaði henni fjórða sætinu. Í hástökki fór hún 1,62 metra og hafnaði í sjötta sæti. Í þrístökki hafnaði hún einnig í fjórða sæti og stökk lengst 11,75 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Baldvin var valinn „Men’s Most Valuable Performer“ eða mikilvægasti keppandinn og sigraði karlalið Eastern Michigan University stigakeppnina á mótinu. View this post on Instagram A post shared by EMU XC/TF (@emuxc_tf) Baldvin hóf keppnina á undanrásum í 800 metra hlaupi og kom í mark á 1:56,65 mín. sem var fjórði besti tíminn inn í úrslitin. Næsta grein var 5000 metra hlaup þar sem hann kom í mark á 14:21,21 mín. Á seinni degi meistaramótsins sigraði hann í Míluhlaupi þar sem hann kom í mark á tímanum 4:07,00 mín. Næsta grein var 800 metra úrslit þar sem hann vann sig upp um eitt sæti og fékk bronsið. Hann kom í mark á tímanum 1:53,04 mín. Síðasta grein Baldvins var 3000 metra hlaup þar sem hann sigraði á tímanum 8:20,72 mín. Frjálsíþróttasamband Íslands fór yfir árangur íslenska afreksfólksins um helgina en Ísland á flotta fulltrúa úti í bandarískum háskólum. Trausti Þór Þorsteins mætti aftur á brautina eftir meiðsli og opnaði tímabilið á glæsilegum tíma í 3000 metra hlaupi á Boston University Last Chance Meet. Trausti kom ellefti í mark á tímanum 7:58,94 mín. sem er risabæting hjá honum en hann átti áður best 8:16,17 mín. Þessi tími er annar besti tími frá upphafi innanhúss í 3000 metra hlaupi karla. Erna Sóley Gunnarsdóttir var einnig á meðal keppenda á Boston mótinu og sigraði hún í kúluvarpi kvenna með kast upp á 16,70 metra. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti í lóðkasti á Atlantic 10 Conference Indoor Championships í Fairfax í Virginia fylki á laugardag. Hún kastaði lóðinu 17,38 metra og hafnaði í 6. Sæti. Kvennalið Virginia Commonwealth University unnu stigakeppnina. Óliver Máni Samúelsson og Dagur Andri Einarsson kepptu á G-MAC Indoor Championships í Findlay í Ohio fylki. Í 60 metra hlaupi kom Dagur í mark á tímanum 7.10 sek. sem skilaði honum 18. sætinu. Óliver kom í mark á tímanum 7.17 sek. og hafnaði í 23. sæti. Óliver var hraðastur allra í undanrásum í 200 metra hlaupi og kom í mark á 22,33 sek. Í úrslitunum varð Óliver fjórði á tímanum 22.32 sek. Hekla Sif Magnúsdóttir keppti í þremur stökkgreinum á Lone Star Conference Indoor Championships sem fór fram í Lubbock í Texas fylki. Hekla bætti sinn persónulega árangur í langstökki og stökk lengst 5,57 metra sem skilaði henni fjórða sætinu. Í hástökki fór hún 1,62 metra og hafnaði í sjötta sæti. Í þrístökki hafnaði hún einnig í fjórða sæti og stökk lengst 11,75 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn