Segja stjórnleysi einkenna rekstur borgarinnar sem hafi verið rekin með Vísa-kortinu Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 1. mars 2022 20:00 Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Hildur Björnsdóttir, oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í borginni mættust í Pallborðinu í dag. Vísir/Ragnar Visage. Óhætt er að segja að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi verið harðlega gagnrýndur í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í borginni tókust á. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi, vilja leiða lista flokksins fyrir komandi kosningar. Prófkjör flokksins fer fram 18. og 19. mars næstkomandi. Hildur og Ragnhildur Alda mættust hjá Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanni í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem oddvitaefnin ræddu þeirra sýn á borgarmálin. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Menningastríð háð við íbúana og leyfa þurfi borginni að stækka Húsnæðismál hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni síðustu daga. Íbúðarverð hefur farið ört hækkandi og framboð á íbúðum er í sögulegu lágmarki. Hildur er á því að þétting byggðar sé í grunninn góð hugmynd, en hún telur að meirihlutinn hafi farið fram með offorsi þegar kemur að þéttingu byggðar. „Mér þykir meirihlutaflokkarnir í borginni hafa boðað menningarstríð þar sem ólíkum hópum er att upp á móti hvorum öðrum eftir því hvernig þeir kjósa að búa, ferðast, lifa sínu lífi og hvernig sem er. Og mér finnst húsnæðisstefna borgarinnar tala inn í þetta. Þau gera hlutina af miklu offorsi og öfgum og þétting byggðar er í grunninn mjög gott konsept,“ sagði Hildur. Þétta þyrfti byggð þar sem innviðirnir ráði við það. Sunna Sæmundsdóttir stýrði Pallborðinu í þetta sinn.Vísir/Ragnar Visage „Þétting byggðar á að byggja á því að byggja þar sem innviðir þola meira. Þar má nefna Grafarvog, sem er stendur frammi fyrir þeirri áskorun með frumbyggja að börnin þeirra eru flutt að heiman og það vantar börn í hverfi. Þetta finnst mér vera tækifæri sem blasir við,“ sagði Hildur. Ragnhildur Alda sagði að leyfa þyrfti borginni að stækka og að augljós uppbyggingartækifæri væru til staðar. „Ég tel að það þurfi að leyfa borginni að stækka. Tel að það sé óumflýjanlegt miðað við mannfjöldaspá. Það eru augljós uppbyggingartækifæri, bæði á Keldum, í Úlfarsárdal og á Kjalarnesi ef við komum Sundabraut í framkvæmd, sem er mikilvæg tenging við byggingarland,“ sagði Ragnhildur Alda. Vinda þyrfti ofan af húsnæðisvandanum sem upp er kominn. „Þetta er mjög mikilvægt til að tryggja það að við séum að byggja meira af fjölbreyttu húsnæði. Eins og stefnan hefur verið núna er verið að þétta þar sem innviðir eru að þolmörkum komnir og fólk er þá ekki að fá þjónustuna í sínu hverfi. Ég tel okkur geta gert betur og komist vel áleiðis með það á næsta kjörtímabili,“ sagði Ragnhildur Alda. Ragnhildur Alda og Hildur sækjast eftir oddvitasætinu.Vísir/Ragnar Visage. „Ég held að það sé mjög mikilvægt til að vinda ofan af þeim húsnæðisvanda sem er núna kominn upp og einfaldlega leyfa borginni að stækka og láta af einstrengislegri nálgun í þéttingu í Reykjavík,“ sagði hún ennfremur. Ragnhildur vill snjallljósavæðingu, Hildur sátt við samgöngusáttmálann Framundan eru framkvæmdir við Borgarlínuna og eru Ragnhildir Alda og Hildur ekki endilega sammála þegar kemur að henni. Hildur sagði að samgöngusáttmálin svokallaði sem opnaði á borgarlínuna væri málamiðlum sem hún hafi stutt, þó að ekki væri um draumaútfærsluna að ræða. „Samgöngusáttmálinn boðar algjöra byltingu. Meginhluti samgöngufjár hefur verið að fara á landsbyggðina og það var löngu tímabært að hér kæmu samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Ég get ekki sagt að hann [sáttmálinn] sé draumaútfærsla allra en þetta er málamiðlunarleið og ég hef stutt þennan sáttmála,“ sagði Hildur. Gatnamót Miklabraut og KringlumýrarbrautVísir/Vilhelm. Ragnhildur Alda vill hins vegar einbeita sér að ódýrari lausn en þeirri sem nú er í bígerð. „Finnst það vera á ábyrgð okkar að koma með lausn sem er skynsamleg. Eins og staðan er núna er mesti kostnaðurinn við að breyta götumynd til að vagninn fari í miðju götunnar. Við getum sparað kostnað með því að hafa akreinina til hægri og byggja á léttlínuhugmyndum, sem eru ódýrari og fljótlegri í framkvæmd,“ sagði hún. Ragnhildi Öldu líst ekki á áætlanir um borgarlínu í núverandi mynd. Hún telur að bæta megi umferðaflæði í borginni með snjallvæðingu á ljósum og taka þannig fyrir óþarfa tafir. Finnst þér of lítil áhersla lögð á einkabílinn? „Ættum ekki að vera leggja áherslu á að taka bílastæðin, heldur að rýmka fyrir orkuskiptum hjá einkabílnum. Þetta er kredduleg stefna sem gengur út á að þrengja að fólki sem ferðast um á bíl. Það sem við sjálfstæðismenn trúum á er að það er ekki hlutverk borgarinnar að þvinga fólk til að velja einn möguleika umfram annan. Okkar hlutverk er að gefa þeim val. Svona aðgerðir að fækka bílastæðum til að fækka bílastæðum - án þess að það sé sértök ástæða fyrir því eins og að taka eitt stæði fyrir rafmagsnhlaupahjól – bara af hverju?“ spurði Ragnhildur Alda. Sammála um að rekstur borgarinnar hafi ekki gengið vel Þær eru sammála um það að rekstur borgarinnar hafi ekki gengið sem skyldi undanfarin ár og að miðlæg stjórnsýsla borgarinnar hafi vaxið mjög. Oddvitaefnin eru sammála um að miðlæg stjórn Reykjavíkurborgar hafi vaxið um of.Vísir/Vilhelm. „Við sjáum það á bara þessu kjörtímabili hafa skuldir borgarinnar hækkað um þriðjung, um hundrað milljarða. Á tveggja ára tímabili hækkaði launakostnaður um fimmtán prósent, langt umfram lífskjarasamninga. Samt eru tekjur að aukast þrátt fyrir heimsfaraldur. Kostnaður eykst á öllum hliðum. Við sjáum það líka á kjörtímabilinu að starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent, samt er ekki að takast að fjölga starfsfólki leikskólanna. Þannig að hér er mikil fjölgun í miðlægri stjórnsýslu, inn á skrifstofum,“ sagði Hildur. „Þarna er bara algjört stjórnleysi finnst manni,“ sagði Hildur. „Við þurfum sannarlega að fara í einhvern niðurskurð og einhverjar hagræðingar.“ „Það er einfaldlega þannig að borgin er að reka sig á Vísa-kortinu eins og sagt er,“ sagði Ragnhildur Alda. Hún telur að meirihlutinn hafi flækt stjórnsýslu borgarinnar verulega undanfarin ár. „Við þurfum að byrja að einfalda ferla, við þurfum að færa ákvörðunatökuna nær þeim sem eru í beinni snertingu við viðskiptavinina okkar sem eru náttúrulega íbúar. Þetta er eitthvað sem hefur verið marg oft gert og þurft að gera fyrir mörg fyrirtæki og stofnanir en hefur bara einhvern veginn ekki verið gert hér einfaldlega vegna þess að þessi meirihluti telur ekki neitt vera að. Það er vandamálið,“ sagði hún. Beðnar um að sjá fyrir sér Reykjavíkurborg eftir fjögur ár Að lokum voru þær beðnar um að lýsa því hvernig þær sæu Reykjavík fyrir sér eftir fjögur ár. „Ef að mér er treyst til að leiða öflugt lið Sjálfstæðismanna þá myndi ég sjá borgina fyrir mér til fjögurra ára þannig að við erum þá helst komin með einmitt snjallljósastýringuna sem mun einfalda mikið málin í umferðinni. Ég tel að við verðum búin að höggva vel á leikskólavandann. Ég sé fyrir mér að sjá ný hverfi rísa þar sem við erum með raðhús, parhús, einbýli, fjölbýli. Ég sé fyrir mér borg sem eyðir mun minni í að tíma þjónusta sig sjálfa og mun meiri tíma í að þjónusta íbúa,“ sagði Ragnhildur Alda. Svanur á Reykjavíkurtjörn í góðu veðri.Vísir/Vilhelm. „Ég vil berjast fyrir frjálsri og réttlátri höfuðborg sem byggir á jöfnum tækifærum. Ég myndi vilja að í höfuðborginni ætti fólk úr fjölbreyttum valkostum að velja þegar kemur að húsnæði, samgöngum, skólum. Ég vil sjá höfuðborg þar sem fólk getur treyst á öfluga leikskólaþjónustu strax í kjölfarið á fæðingarorlofi. Það er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Ég vil að fólk geti búið í borg þar sem er úrval atvinnutækifæra þar sem við löðum til okkar stór sem smá atvinnufyrirtæki því að einhvers staðar þarf fólk líka að starfa. Ég vil að við séum samkeppnishæf höfuðborg við erlendar borgir og við löðum að okkur ungt fólk og atgervi innlent sem erlent. Ég vil að við sköpum umhverfi þar sem eru lítil opinbiner afskipti, lítil opinber umsvif. Jöfn tækifæri, frelsi og val,“ sagði Hildur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Stjórnsýsla Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi, vilja leiða lista flokksins fyrir komandi kosningar. Prófkjör flokksins fer fram 18. og 19. mars næstkomandi. Hildur og Ragnhildur Alda mættust hjá Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanni í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem oddvitaefnin ræddu þeirra sýn á borgarmálin. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Menningastríð háð við íbúana og leyfa þurfi borginni að stækka Húsnæðismál hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni síðustu daga. Íbúðarverð hefur farið ört hækkandi og framboð á íbúðum er í sögulegu lágmarki. Hildur er á því að þétting byggðar sé í grunninn góð hugmynd, en hún telur að meirihlutinn hafi farið fram með offorsi þegar kemur að þéttingu byggðar. „Mér þykir meirihlutaflokkarnir í borginni hafa boðað menningarstríð þar sem ólíkum hópum er att upp á móti hvorum öðrum eftir því hvernig þeir kjósa að búa, ferðast, lifa sínu lífi og hvernig sem er. Og mér finnst húsnæðisstefna borgarinnar tala inn í þetta. Þau gera hlutina af miklu offorsi og öfgum og þétting byggðar er í grunninn mjög gott konsept,“ sagði Hildur. Þétta þyrfti byggð þar sem innviðirnir ráði við það. Sunna Sæmundsdóttir stýrði Pallborðinu í þetta sinn.Vísir/Ragnar Visage „Þétting byggðar á að byggja á því að byggja þar sem innviðir þola meira. Þar má nefna Grafarvog, sem er stendur frammi fyrir þeirri áskorun með frumbyggja að börnin þeirra eru flutt að heiman og það vantar börn í hverfi. Þetta finnst mér vera tækifæri sem blasir við,“ sagði Hildur. Ragnhildur Alda sagði að leyfa þyrfti borginni að stækka og að augljós uppbyggingartækifæri væru til staðar. „Ég tel að það þurfi að leyfa borginni að stækka. Tel að það sé óumflýjanlegt miðað við mannfjöldaspá. Það eru augljós uppbyggingartækifæri, bæði á Keldum, í Úlfarsárdal og á Kjalarnesi ef við komum Sundabraut í framkvæmd, sem er mikilvæg tenging við byggingarland,“ sagði Ragnhildur Alda. Vinda þyrfti ofan af húsnæðisvandanum sem upp er kominn. „Þetta er mjög mikilvægt til að tryggja það að við séum að byggja meira af fjölbreyttu húsnæði. Eins og stefnan hefur verið núna er verið að þétta þar sem innviðir eru að þolmörkum komnir og fólk er þá ekki að fá þjónustuna í sínu hverfi. Ég tel okkur geta gert betur og komist vel áleiðis með það á næsta kjörtímabili,“ sagði Ragnhildur Alda. Ragnhildur Alda og Hildur sækjast eftir oddvitasætinu.Vísir/Ragnar Visage. „Ég held að það sé mjög mikilvægt til að vinda ofan af þeim húsnæðisvanda sem er núna kominn upp og einfaldlega leyfa borginni að stækka og láta af einstrengislegri nálgun í þéttingu í Reykjavík,“ sagði hún ennfremur. Ragnhildur vill snjallljósavæðingu, Hildur sátt við samgöngusáttmálann Framundan eru framkvæmdir við Borgarlínuna og eru Ragnhildir Alda og Hildur ekki endilega sammála þegar kemur að henni. Hildur sagði að samgöngusáttmálin svokallaði sem opnaði á borgarlínuna væri málamiðlum sem hún hafi stutt, þó að ekki væri um draumaútfærsluna að ræða. „Samgöngusáttmálinn boðar algjöra byltingu. Meginhluti samgöngufjár hefur verið að fara á landsbyggðina og það var löngu tímabært að hér kæmu samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Ég get ekki sagt að hann [sáttmálinn] sé draumaútfærsla allra en þetta er málamiðlunarleið og ég hef stutt þennan sáttmála,“ sagði Hildur. Gatnamót Miklabraut og KringlumýrarbrautVísir/Vilhelm. Ragnhildur Alda vill hins vegar einbeita sér að ódýrari lausn en þeirri sem nú er í bígerð. „Finnst það vera á ábyrgð okkar að koma með lausn sem er skynsamleg. Eins og staðan er núna er mesti kostnaðurinn við að breyta götumynd til að vagninn fari í miðju götunnar. Við getum sparað kostnað með því að hafa akreinina til hægri og byggja á léttlínuhugmyndum, sem eru ódýrari og fljótlegri í framkvæmd,“ sagði hún. Ragnhildi Öldu líst ekki á áætlanir um borgarlínu í núverandi mynd. Hún telur að bæta megi umferðaflæði í borginni með snjallvæðingu á ljósum og taka þannig fyrir óþarfa tafir. Finnst þér of lítil áhersla lögð á einkabílinn? „Ættum ekki að vera leggja áherslu á að taka bílastæðin, heldur að rýmka fyrir orkuskiptum hjá einkabílnum. Þetta er kredduleg stefna sem gengur út á að þrengja að fólki sem ferðast um á bíl. Það sem við sjálfstæðismenn trúum á er að það er ekki hlutverk borgarinnar að þvinga fólk til að velja einn möguleika umfram annan. Okkar hlutverk er að gefa þeim val. Svona aðgerðir að fækka bílastæðum til að fækka bílastæðum - án þess að það sé sértök ástæða fyrir því eins og að taka eitt stæði fyrir rafmagsnhlaupahjól – bara af hverju?“ spurði Ragnhildur Alda. Sammála um að rekstur borgarinnar hafi ekki gengið vel Þær eru sammála um það að rekstur borgarinnar hafi ekki gengið sem skyldi undanfarin ár og að miðlæg stjórnsýsla borgarinnar hafi vaxið mjög. Oddvitaefnin eru sammála um að miðlæg stjórn Reykjavíkurborgar hafi vaxið um of.Vísir/Vilhelm. „Við sjáum það á bara þessu kjörtímabili hafa skuldir borgarinnar hækkað um þriðjung, um hundrað milljarða. Á tveggja ára tímabili hækkaði launakostnaður um fimmtán prósent, langt umfram lífskjarasamninga. Samt eru tekjur að aukast þrátt fyrir heimsfaraldur. Kostnaður eykst á öllum hliðum. Við sjáum það líka á kjörtímabilinu að starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent, samt er ekki að takast að fjölga starfsfólki leikskólanna. Þannig að hér er mikil fjölgun í miðlægri stjórnsýslu, inn á skrifstofum,“ sagði Hildur. „Þarna er bara algjört stjórnleysi finnst manni,“ sagði Hildur. „Við þurfum sannarlega að fara í einhvern niðurskurð og einhverjar hagræðingar.“ „Það er einfaldlega þannig að borgin er að reka sig á Vísa-kortinu eins og sagt er,“ sagði Ragnhildur Alda. Hún telur að meirihlutinn hafi flækt stjórnsýslu borgarinnar verulega undanfarin ár. „Við þurfum að byrja að einfalda ferla, við þurfum að færa ákvörðunatökuna nær þeim sem eru í beinni snertingu við viðskiptavinina okkar sem eru náttúrulega íbúar. Þetta er eitthvað sem hefur verið marg oft gert og þurft að gera fyrir mörg fyrirtæki og stofnanir en hefur bara einhvern veginn ekki verið gert hér einfaldlega vegna þess að þessi meirihluti telur ekki neitt vera að. Það er vandamálið,“ sagði hún. Beðnar um að sjá fyrir sér Reykjavíkurborg eftir fjögur ár Að lokum voru þær beðnar um að lýsa því hvernig þær sæu Reykjavík fyrir sér eftir fjögur ár. „Ef að mér er treyst til að leiða öflugt lið Sjálfstæðismanna þá myndi ég sjá borgina fyrir mér til fjögurra ára þannig að við erum þá helst komin með einmitt snjallljósastýringuna sem mun einfalda mikið málin í umferðinni. Ég tel að við verðum búin að höggva vel á leikskólavandann. Ég sé fyrir mér að sjá ný hverfi rísa þar sem við erum með raðhús, parhús, einbýli, fjölbýli. Ég sé fyrir mér borg sem eyðir mun minni í að tíma þjónusta sig sjálfa og mun meiri tíma í að þjónusta íbúa,“ sagði Ragnhildur Alda. Svanur á Reykjavíkurtjörn í góðu veðri.Vísir/Vilhelm. „Ég vil berjast fyrir frjálsri og réttlátri höfuðborg sem byggir á jöfnum tækifærum. Ég myndi vilja að í höfuðborginni ætti fólk úr fjölbreyttum valkostum að velja þegar kemur að húsnæði, samgöngum, skólum. Ég vil sjá höfuðborg þar sem fólk getur treyst á öfluga leikskólaþjónustu strax í kjölfarið á fæðingarorlofi. Það er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Ég vil að fólk geti búið í borg þar sem er úrval atvinnutækifæra þar sem við löðum til okkar stór sem smá atvinnufyrirtæki því að einhvers staðar þarf fólk líka að starfa. Ég vil að við séum samkeppnishæf höfuðborg við erlendar borgir og við löðum að okkur ungt fólk og atgervi innlent sem erlent. Ég vil að við sköpum umhverfi þar sem eru lítil opinbiner afskipti, lítil opinber umsvif. Jöfn tækifæri, frelsi og val,“ sagði Hildur
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Stjórnsýsla Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira