IKEA, Apple, Netflix og fleiri stórfyrirtæki gera hlé á starfsemi í Rússlandi Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2022 13:05 Verslun IKEA í Novosibirsk í Rússlandi. Getty/lvinst Forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi tímabundið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Verslunum verður lokað og um leið gert hlé á hráefnakaupum í ríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá húsgagnarisanum sem segir þetta hafa áhrif á um fimmtán þúsund starfsmenn fyrirtækisins. Streymisveitan Netflix, fatakeðjan H&M, tæknifyrirtækin Apple og Oracle, og flutningafyrirtækin Maersk og MSC Mediterranean Shipping Company, eru meðal þeirra aðila sem hafa hætt eða gert hlé á starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins. Netflix hefur gert hlé á framleiðslu sjónvarpsefnis í Rússlandi, H&M, Apple og Oracle hafa stöðvað alla sölu þarlendis, og tvö stærstu gámaflutningafyrirtæki heims eru hætt að flytja gáma til og frá Rússlandi sem innihalda annað en matvæli, heilbrigðisvörur og mannúðaraðstoð. Rússland tíundi stærsti markaður IKEA „Þetta hrikalega stríð í Úkraínu er mannlegur harmleikur og okkar dýpsta samúð er hjá þeim milljónum manna sem verða fyrir áhrifum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Inter IKEA og Ingka Group. Hið fyrra sér um framleiðslu IKEA á meðan Ingka Group rekur verslanir keðjunnar, þar á meðal sautján í Rússlandi. Á seinasta rekstrarári, sem lauk í lok ágúst, var Rússland tíundi söluhæsti markaður IKEA sem samsvarar um fjórum prósentum af heildarsölu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Seldi fyrirtækið vörur í landinu fyrir 1,8 milljarða Bandaríkjadala á tímabilinu, eða sem nemur um 234 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur IKEA segja að stríðið hafi bæði haft gríðarleg áhrif á fólk og valdið alvarlegum truflunum á aðfangakeðjum og viðskiptaumhverfi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Verslun Hvíta-Rússland IKEA Apple Netflix H&M Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá húsgagnarisanum sem segir þetta hafa áhrif á um fimmtán þúsund starfsmenn fyrirtækisins. Streymisveitan Netflix, fatakeðjan H&M, tæknifyrirtækin Apple og Oracle, og flutningafyrirtækin Maersk og MSC Mediterranean Shipping Company, eru meðal þeirra aðila sem hafa hætt eða gert hlé á starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins. Netflix hefur gert hlé á framleiðslu sjónvarpsefnis í Rússlandi, H&M, Apple og Oracle hafa stöðvað alla sölu þarlendis, og tvö stærstu gámaflutningafyrirtæki heims eru hætt að flytja gáma til og frá Rússlandi sem innihalda annað en matvæli, heilbrigðisvörur og mannúðaraðstoð. Rússland tíundi stærsti markaður IKEA „Þetta hrikalega stríð í Úkraínu er mannlegur harmleikur og okkar dýpsta samúð er hjá þeim milljónum manna sem verða fyrir áhrifum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Inter IKEA og Ingka Group. Hið fyrra sér um framleiðslu IKEA á meðan Ingka Group rekur verslanir keðjunnar, þar á meðal sautján í Rússlandi. Á seinasta rekstrarári, sem lauk í lok ágúst, var Rússland tíundi söluhæsti markaður IKEA sem samsvarar um fjórum prósentum af heildarsölu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Seldi fyrirtækið vörur í landinu fyrir 1,8 milljarða Bandaríkjadala á tímabilinu, eða sem nemur um 234 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur IKEA segja að stríðið hafi bæði haft gríðarleg áhrif á fólk og valdið alvarlegum truflunum á aðfangakeðjum og viðskiptaumhverfi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Verslun Hvíta-Rússland IKEA Apple Netflix H&M Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira