Nýtt ráðuneyti – ný vinnubrögð Svandís Svavarsdóttir skrifar 3. mars 2022 19:00 Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi. Margoft hafa verið gerðar tilraunir til þess að höggva á hnúta og deilumál með skipan nefnda sem koma skuli með stóru lausnina. Sú aðferðarfræði hefur ekki skilað nægilega miklum árangri. Af því hyggst ég draga lærdóm. Ég hef lagt fram drög að áherslum og verklagi við gerð matvælastefnu og liggja þau nú í samráðsgátt. Það hefur ekki tíðkast í íslenskri stjórnsýslu að hafa opið samráð um verklag. Það er mín trú að með því að með lýðræðislegri og gagnsærri vinnubrögðum getum við komið á raunverulegum umbótum í umdeildum málaflokkum; landbúnaði, fiskeldi, sjávarútvegi, skógrækt og landgræðslu - sem auka muni samfélagslega sátt. Matvælastefna fyrir Ísland Í matvælastefnu fyrir Ísland er fjallað um matvæli, sjávarútveg, landbúnað og fiskeldi og hvernig skuli unnið að stefnumótun á næstu árum. Ég hvet til þátttöku í samtalinu inni á samráðsgátt, að fólk kynni sér drögin og hafi á þeim skoðun. Matvælastefnan verður kynnt á matvælaþingi næsta haust og í beinu framhaldi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu að matvælastefnu fyrir Alþingi sem verður leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi. Með þessari vinnu er lagður heildstæður grunnur fyrir sjálfbæra stefnu Íslands í málaflokknum þar sem markmið og aðgerðir eru skýrt afmarkaðar til lengri tíma. Sjávarútvegsstefna Í málefnum sjávarútvegs ætla ég að stofna til opins og gagnsæs verkefnis fjölmargra aðila sem unnið verður að með skipulegum hætti á kjörtímabilinu. Leiðarstefið er skýrt: hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfið. Stofnaðir verða fjórir starfshópar um tiltekin verkefni; Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Fjölmenn nefnd, sem ég mun veita forystu mun hafa yfirsýn yfir starf þessara starfshópa. Fyrirhugaðar lokaafurðir þessa starfs eru m.a. ný heildarlög um stjórn fiskveiða eða ný lög um auðlindir hafsins á árinu 2024 og aðrar lagabreytingar, verkefni á sviði orkuskipta, nýsköpunar og hafrannsókna, sem og gagnsæi og kortlagning eignatengsla í sjávarútvegi. Fiskeldisstefna Á kjörtímabilinu verður mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Með hliðsjón af þessum atriðum, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Verkefnin eru nokkur. Vinna er farin af stað við stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis sem Ríkisendurskoðun hefurumsjón með. Þá verður unnið mat á stöðufiskeldis þar sem greindurverður þjóðhagslegur ávinningur og staðbundinn á vinningur byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Gjaldtaka og skipting hennar verður sérstaklega skoðuð ásamt fleiri þáttum. Síðast en ekki síst þarf að móta umhverfi þar sem verðmætasköpun í sátt við samfélag og umhverfi er í forgrunni. Slíkt umhverfi þarf að taka mið af áskorunum og tækifærum og verður greint af innlendum og erlendum sérfræðingum og ráðgjafafyrirtækjum. Stefnt er því að kynning og samráð um langtímastefnumótun í fiskeldiverði á vormánuðum ársins 2023. Landbúnaðarstefna Starfshópi um matvælastefnu verður ætlað að vinna að áframhaldandi þróun á fyrirliggjandi tillögu að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lögð verður fyrir Alþingi samhliða eða sem hluti af matvælastefnunni. Þá kemur stefnumótun í landbúnaðarmálum ekki síst fram í búvörusamningum en síðari endurskoðun samninganna fer fram árið 2023. Í tillögu verkefnisstjórnar er lagt til að áherslum í styrkjakerfi landbúnaðarins verði breytt og dregið verði úr framleiðslutengingu stuðningsins. Horft verði til þess að styðja við búsetu í sveitum óháð því hvaða framleiðslugrein er stunduð og að lögð verði aukin áhersla á jarðrækt, aðra landnýtingu, landvörslu og loftslagsmál. Sjálfbært Ísland Ég hef mikla trú á þessu nýja verklagi. Við þurfum að nýta tímann vel og vonast ég til að fá almenning, sérfræðinga og hagaðila að borðinu. Tækifærin eru ótal mörg en á tímum sem þessum eru sjónarmið sem lúta að fæðuöryggi og hringrásarhagkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Stjórnsýsla Fiskeldi Matvælaframleiðsla Landbúnaður Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi. Margoft hafa verið gerðar tilraunir til þess að höggva á hnúta og deilumál með skipan nefnda sem koma skuli með stóru lausnina. Sú aðferðarfræði hefur ekki skilað nægilega miklum árangri. Af því hyggst ég draga lærdóm. Ég hef lagt fram drög að áherslum og verklagi við gerð matvælastefnu og liggja þau nú í samráðsgátt. Það hefur ekki tíðkast í íslenskri stjórnsýslu að hafa opið samráð um verklag. Það er mín trú að með því að með lýðræðislegri og gagnsærri vinnubrögðum getum við komið á raunverulegum umbótum í umdeildum málaflokkum; landbúnaði, fiskeldi, sjávarútvegi, skógrækt og landgræðslu - sem auka muni samfélagslega sátt. Matvælastefna fyrir Ísland Í matvælastefnu fyrir Ísland er fjallað um matvæli, sjávarútveg, landbúnað og fiskeldi og hvernig skuli unnið að stefnumótun á næstu árum. Ég hvet til þátttöku í samtalinu inni á samráðsgátt, að fólk kynni sér drögin og hafi á þeim skoðun. Matvælastefnan verður kynnt á matvælaþingi næsta haust og í beinu framhaldi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu að matvælastefnu fyrir Alþingi sem verður leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi. Með þessari vinnu er lagður heildstæður grunnur fyrir sjálfbæra stefnu Íslands í málaflokknum þar sem markmið og aðgerðir eru skýrt afmarkaðar til lengri tíma. Sjávarútvegsstefna Í málefnum sjávarútvegs ætla ég að stofna til opins og gagnsæs verkefnis fjölmargra aðila sem unnið verður að með skipulegum hætti á kjörtímabilinu. Leiðarstefið er skýrt: hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfið. Stofnaðir verða fjórir starfshópar um tiltekin verkefni; Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Fjölmenn nefnd, sem ég mun veita forystu mun hafa yfirsýn yfir starf þessara starfshópa. Fyrirhugaðar lokaafurðir þessa starfs eru m.a. ný heildarlög um stjórn fiskveiða eða ný lög um auðlindir hafsins á árinu 2024 og aðrar lagabreytingar, verkefni á sviði orkuskipta, nýsköpunar og hafrannsókna, sem og gagnsæi og kortlagning eignatengsla í sjávarútvegi. Fiskeldisstefna Á kjörtímabilinu verður mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Með hliðsjón af þessum atriðum, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Verkefnin eru nokkur. Vinna er farin af stað við stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis sem Ríkisendurskoðun hefurumsjón með. Þá verður unnið mat á stöðufiskeldis þar sem greindurverður þjóðhagslegur ávinningur og staðbundinn á vinningur byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Gjaldtaka og skipting hennar verður sérstaklega skoðuð ásamt fleiri þáttum. Síðast en ekki síst þarf að móta umhverfi þar sem verðmætasköpun í sátt við samfélag og umhverfi er í forgrunni. Slíkt umhverfi þarf að taka mið af áskorunum og tækifærum og verður greint af innlendum og erlendum sérfræðingum og ráðgjafafyrirtækjum. Stefnt er því að kynning og samráð um langtímastefnumótun í fiskeldiverði á vormánuðum ársins 2023. Landbúnaðarstefna Starfshópi um matvælastefnu verður ætlað að vinna að áframhaldandi þróun á fyrirliggjandi tillögu að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lögð verður fyrir Alþingi samhliða eða sem hluti af matvælastefnunni. Þá kemur stefnumótun í landbúnaðarmálum ekki síst fram í búvörusamningum en síðari endurskoðun samninganna fer fram árið 2023. Í tillögu verkefnisstjórnar er lagt til að áherslum í styrkjakerfi landbúnaðarins verði breytt og dregið verði úr framleiðslutengingu stuðningsins. Horft verði til þess að styðja við búsetu í sveitum óháð því hvaða framleiðslugrein er stunduð og að lögð verði aukin áhersla á jarðrækt, aðra landnýtingu, landvörslu og loftslagsmál. Sjálfbært Ísland Ég hef mikla trú á þessu nýja verklagi. Við þurfum að nýta tímann vel og vonast ég til að fá almenning, sérfræðinga og hagaðila að borðinu. Tækifærin eru ótal mörg en á tímum sem þessum eru sjónarmið sem lúta að fæðuöryggi og hringrásarhagkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er matvælaráðherra.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun