Fótbolti

Úkraínska landsliðið óskar eftir frestun á umspilsleik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
EURO 2020: Ukraine and England ROME, ITALY, JULY 03: Ukraine players greet fans at the end of the UEFA EURO 2020 quarterfinal football match between Ukraine and England at the Olympic Stadium in Rome, Italy, on July 3, 2021. England defeated Ukraine 4-0 to Jon the semifinal match against Denmark, scheduled on July 7 in London. (Photo by Isabella Bonotto/Anadolu Agency via Getty Images)
EURO 2020: Ukraine and England ROME, ITALY, JULY 03: Ukraine players greet fans at the end of the UEFA EURO 2020 quarterfinal football match between Ukraine and England at the Olympic Stadium in Rome, Italy, on July 3, 2021. England defeated Ukraine 4-0 to Jon the semifinal match against Denmark, scheduled on July 7 in London. (Photo by Isabella Bonotto/Anadolu Agency via Getty Images)

Úkraínska karlalandsliðið í fótbolta hefur sótt um frestun á leik sínum gegn Skotlandi sem á að fara fram síðar í mánuðinum, en leikurinn er liður í umspili um laust sæti á HM í Katar í desember.

Leikur liðanna á að fara fram á Hampden Park í skosku borginni Glasgow þann 24. mars næstkomandi, en allur fótbolti í Úkraínu hefur verið settur á ís eftir innrás Rússa í landið.

Umspilsleikur Úkraínu gegn Skotum er í raun undanúrslitaleikur, en sigurvegarinn mætir annað hvort Wales eða Austurríki í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM.

Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA segir að verið sé að leita lausna í samvinnu við knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, og skoska knattspyrnusambandið.

Talsmaður FIFA sem staðfesti beiðni úkraínska liðsins sagði einnig að látið yrði vita þegar meiri upplýsingar væru til staðar, og sýndi Úkraínumönnum um leið samstöðu.

„FIFA lýsir yfir samstöðu sinni við alla þá sem hafa orðið fyrir áhrifum af því sem er að gerast í Úkraínu. Við munum láta vita af stöðu mála um leið og við getum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×