Ísbjörn í Laugardalinn og heimsfrið strax Helgi Áss Grétarsson skrifar 4. mars 2022 15:01 Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð. Sköpunarmáttur sem og virðing fyrir staðreyndum eru grundvallarþættir sem listin krefst. Stjórnmál eru vissulega list hins mögulega en sjálfsagt er sjaldgæft að orðspor stjórnmálamanna litist af sannleiksást. Nýjasti loforðapakkinn Í gær var haldinn blaðamannafundur með þrem borgarfulltrúum Samfylkingarinnar og tveim háttsettum embættismönnum Reykjavíkurborgar þar sem ritað var undir samstarfssamning um verkefnið „Betri borg fyrir börn í Reykjavík“. Við þetta tilefni sagði borgarstjórinn að verið væri „að endurskipuleggja þjónustu sem kemur að börnum, úti í skólunum, úti í hverfunum og færa bæði starfsfólk að miðlægum skrifstofum og út í borgarhlutana þannig að fagfólkið vinni þar svona hönd á hönd saman þvert á fög á forsendum barna og fjölskyldna“. Svo sem endranær af hálfu borgarstjóra eru mörg orð notuð um lítið. Umbúðir, ekki innihald. Einnig var kynnt í gær af hálfu Reykjavíkurborgar „að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust“. Hljómar þetta loforð kunnuglega? Jú, m.a. í nóvember 2018 var þessu lofað fyrir árslok 2023 – meirihlutinn í borgarstjórn er ári á undan áætlun, vel gert myndu margir hugsa. En hver er veruleikinn? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er fjöldi barna á biðlista eftir leikskólaplássi um þessar mundir ekki mikið lægri en hann var árið 2017. Meðalaldur barna sem innrita sig í leikskóla sem borgin rekur er að jafnaði hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Ófáir foreldrar leikskólabarna kannast einnig við að mannekla á leikskólum leiðir til skerðingar á þeim tíma sem barnið getur verið í skólanum. Samt er því lofað að nýir leikskólar séu rétt handan við hornið og þá verði öll vandamál úr sögunni. Hverju á að lofa? Sem frambjóðandi í prófkjöri gæti ég lofað ýmsu, svo sem tekið Jón Gnarr á þetta og sagt að ísbjörn verða fluttur inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Eða þá að Reykjavíkurborg muni með afli sínu tryggja heimsfrið strax. Slíkur loforðaflaumur er ekki traustvekjandi. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að gripið sé til breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar. Draga þarf úr yfirbyggingu miðlægrar stjórnsýslu og tryggja að borgarkerfið sé eins einfalt og kostur er. Standa þarf vörð um grunnþjónustu og sveitarfélagið láti af því að sinna gæluverkefnum. Með ábyrgri fjármálastjórn og skýra forgangsröðun er hægt að leggja grunn að öflugu velferðakerfi. Sveitarfélag á að greiða fyrir því að almenningur, fólkið sjálft, hafi tækin og tólin til að njóta lífsins. Sérfræðingar á vegum hins opinbera, svo ágætir sem þeir eru, geta ekki komið í stað þess að einstaklingurinn leiti hamingjunnar á eigin forsendum. Það er minn sannleikur í stjórnmálum, trúin á einstaklinginn og frelsi hans. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð. Sköpunarmáttur sem og virðing fyrir staðreyndum eru grundvallarþættir sem listin krefst. Stjórnmál eru vissulega list hins mögulega en sjálfsagt er sjaldgæft að orðspor stjórnmálamanna litist af sannleiksást. Nýjasti loforðapakkinn Í gær var haldinn blaðamannafundur með þrem borgarfulltrúum Samfylkingarinnar og tveim háttsettum embættismönnum Reykjavíkurborgar þar sem ritað var undir samstarfssamning um verkefnið „Betri borg fyrir börn í Reykjavík“. Við þetta tilefni sagði borgarstjórinn að verið væri „að endurskipuleggja þjónustu sem kemur að börnum, úti í skólunum, úti í hverfunum og færa bæði starfsfólk að miðlægum skrifstofum og út í borgarhlutana þannig að fagfólkið vinni þar svona hönd á hönd saman þvert á fög á forsendum barna og fjölskyldna“. Svo sem endranær af hálfu borgarstjóra eru mörg orð notuð um lítið. Umbúðir, ekki innihald. Einnig var kynnt í gær af hálfu Reykjavíkurborgar „að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust“. Hljómar þetta loforð kunnuglega? Jú, m.a. í nóvember 2018 var þessu lofað fyrir árslok 2023 – meirihlutinn í borgarstjórn er ári á undan áætlun, vel gert myndu margir hugsa. En hver er veruleikinn? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er fjöldi barna á biðlista eftir leikskólaplássi um þessar mundir ekki mikið lægri en hann var árið 2017. Meðalaldur barna sem innrita sig í leikskóla sem borgin rekur er að jafnaði hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Ófáir foreldrar leikskólabarna kannast einnig við að mannekla á leikskólum leiðir til skerðingar á þeim tíma sem barnið getur verið í skólanum. Samt er því lofað að nýir leikskólar séu rétt handan við hornið og þá verði öll vandamál úr sögunni. Hverju á að lofa? Sem frambjóðandi í prófkjöri gæti ég lofað ýmsu, svo sem tekið Jón Gnarr á þetta og sagt að ísbjörn verða fluttur inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Eða þá að Reykjavíkurborg muni með afli sínu tryggja heimsfrið strax. Slíkur loforðaflaumur er ekki traustvekjandi. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að gripið sé til breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar. Draga þarf úr yfirbyggingu miðlægrar stjórnsýslu og tryggja að borgarkerfið sé eins einfalt og kostur er. Standa þarf vörð um grunnþjónustu og sveitarfélagið láti af því að sinna gæluverkefnum. Með ábyrgri fjármálastjórn og skýra forgangsröðun er hægt að leggja grunn að öflugu velferðakerfi. Sveitarfélag á að greiða fyrir því að almenningur, fólkið sjálft, hafi tækin og tólin til að njóta lífsins. Sérfræðingar á vegum hins opinbera, svo ágætir sem þeir eru, geta ekki komið í stað þess að einstaklingurinn leiti hamingjunnar á eigin forsendum. Það er minn sannleikur í stjórnmálum, trúin á einstaklinginn og frelsi hans. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun