Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir skrifar 4. mars 2022 15:30 Allsherjar hernaðarárás Pútíns og hans fylgjanda á Úkraínu er ógn við frið og stöðugleika í Evrópu allri. Það að ráðast inn í frjálst og fullvalda ríki er líka ógn við heimsmynd okkar og skýrt brot á alþjóðalögum. Hugur okkar er hjá úkraínsku þjóðinni sem má þola hryllilegar og grimmilegar sprengjuárásir frá hersveitum Rússa. Þessar tilhæfulausu árásir Pútíns, sem hafa í för með sér mannfall og tjón meðal almennra borgara og reka gríðarlegan fjölda fólks á flótta, sýna að stjórnvöld í Rússlandi bera enga virðingu fyrir mannslífum og rétti fólks til frelsis og lýðræðis. Það er eðlilegt að spyrja sig afhverju er þessi staða komin upp. Afhverju tekst okkur ekki að halda frið í Evrópu þrátt fyrir Evrópusambandið og markmið þess um frið, þrátt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þrátt fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, þrátt fyrir öll fallegu fyrirheitin? Svarið hlýtur að liggja í því að lýðræði sé besta tryggingin fyrir frið, þegar einræðið tekur völdin er hætt á stríði. Hvað ef? Hvað ef Lukashenko hefði ekki tekist að stela forsetastólnum og forseti Hvíta Rússlands væri sú sem að öllum líkindum var raunverulega kosin af þjóðinni 2020, Sviatlana Tsikhanouskaya? Tsikhanouskaya hefur fordæmt innrásina og gagnrýnt einræðisstjórn Hvíta Rússlands fyrir að hleypa rússneska hernum í gegnum Hvíta Rússland. Hún segir stríðið, stríð Pútíns og Lukashenko gegn lýðræði í heiminum, ég er henni sammála. Ef hún væri forseti hefði Pútín ekki geta ráðist inn í Úkraínu í gegnum og með stuðningi Hvíta Rússlands. Hvað ef Evrópa og Þýskaland í broddi fylkingar hefðu ekki gert sig háða rússnesku gasi? Ef Evrópa væri sjálfbær um orku hefðu ekki billjónir evra runnið inn í rússneskan efnahag? Rússar hafa ekki sterkan efnahag en búa yfir öðrum stærsta her í heimi á eftir Bandaríkjunum. Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með að yfirtaka Krímskaga 2014, væri hann þá nokkuð að reyna að yfirtaka Úkraínu alla núna? Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með innrás í Georgíu 2008? Hvað ef spurningarnar eru margar, hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá skelfingu sem nú ríður yfir úkraínsku þjóðina. En „hvað ef“ eru ekki lykilspurningar núna heldur hvernig stöðvum við þessa innrás, hvernig komum við í veg fyrir frekara mannfall. Hvernig komum við í veg fyrir það að ráðist sé með herafli inn í frjáls og fullvalda ríki? Svarið hlýtur að liggja í því að við stöndum öll vörð um mannréttindi og lýðræði. Eina raunhæfa leiðin til verja Úkraínu er að Pútín einangrist og að stuðningsmenn hans snúi við honum baki. Að hermenn rússneska hersins leggi niður vopn sín þegar þeir átta sig á því að þeir eru ekki að bjarga neinum eins og Pútín hefur látið í veðri vaka heldur þvert á móti þá eru þeir að berjast við bræður sínar og systur, saklaust fólk sem hefur ekkert til þessa unnið. Fólk sem einfaldlega stendur vörð um sjálfstæði þjóðar sinnar. Rödd allra sem aðhyllast mannréttindi, frið og að alþjóðalög séu virt þarf að heyrast alls staðar og þarf að heyrast hátt. Slík samstaða er eina leiðin til að friður komist aftur á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Alþingi Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Allsherjar hernaðarárás Pútíns og hans fylgjanda á Úkraínu er ógn við frið og stöðugleika í Evrópu allri. Það að ráðast inn í frjálst og fullvalda ríki er líka ógn við heimsmynd okkar og skýrt brot á alþjóðalögum. Hugur okkar er hjá úkraínsku þjóðinni sem má þola hryllilegar og grimmilegar sprengjuárásir frá hersveitum Rússa. Þessar tilhæfulausu árásir Pútíns, sem hafa í för með sér mannfall og tjón meðal almennra borgara og reka gríðarlegan fjölda fólks á flótta, sýna að stjórnvöld í Rússlandi bera enga virðingu fyrir mannslífum og rétti fólks til frelsis og lýðræðis. Það er eðlilegt að spyrja sig afhverju er þessi staða komin upp. Afhverju tekst okkur ekki að halda frið í Evrópu þrátt fyrir Evrópusambandið og markmið þess um frið, þrátt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þrátt fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, þrátt fyrir öll fallegu fyrirheitin? Svarið hlýtur að liggja í því að lýðræði sé besta tryggingin fyrir frið, þegar einræðið tekur völdin er hætt á stríði. Hvað ef? Hvað ef Lukashenko hefði ekki tekist að stela forsetastólnum og forseti Hvíta Rússlands væri sú sem að öllum líkindum var raunverulega kosin af þjóðinni 2020, Sviatlana Tsikhanouskaya? Tsikhanouskaya hefur fordæmt innrásina og gagnrýnt einræðisstjórn Hvíta Rússlands fyrir að hleypa rússneska hernum í gegnum Hvíta Rússland. Hún segir stríðið, stríð Pútíns og Lukashenko gegn lýðræði í heiminum, ég er henni sammála. Ef hún væri forseti hefði Pútín ekki geta ráðist inn í Úkraínu í gegnum og með stuðningi Hvíta Rússlands. Hvað ef Evrópa og Þýskaland í broddi fylkingar hefðu ekki gert sig háða rússnesku gasi? Ef Evrópa væri sjálfbær um orku hefðu ekki billjónir evra runnið inn í rússneskan efnahag? Rússar hafa ekki sterkan efnahag en búa yfir öðrum stærsta her í heimi á eftir Bandaríkjunum. Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með að yfirtaka Krímskaga 2014, væri hann þá nokkuð að reyna að yfirtaka Úkraínu alla núna? Hvað ef Pútín hefði ekki komist upp með innrás í Georgíu 2008? Hvað ef spurningarnar eru margar, hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá skelfingu sem nú ríður yfir úkraínsku þjóðina. En „hvað ef“ eru ekki lykilspurningar núna heldur hvernig stöðvum við þessa innrás, hvernig komum við í veg fyrir frekara mannfall. Hvernig komum við í veg fyrir það að ráðist sé með herafli inn í frjáls og fullvalda ríki? Svarið hlýtur að liggja í því að við stöndum öll vörð um mannréttindi og lýðræði. Eina raunhæfa leiðin til verja Úkraínu er að Pútín einangrist og að stuðningsmenn hans snúi við honum baki. Að hermenn rússneska hersins leggi niður vopn sín þegar þeir átta sig á því að þeir eru ekki að bjarga neinum eins og Pútín hefur látið í veðri vaka heldur þvert á móti þá eru þeir að berjast við bræður sínar og systur, saklaust fólk sem hefur ekkert til þessa unnið. Fólk sem einfaldlega stendur vörð um sjálfstæði þjóðar sinnar. Rödd allra sem aðhyllast mannréttindi, frið og að alþjóðalög séu virt þarf að heyrast alls staðar og þarf að heyrast hátt. Slík samstaða er eina leiðin til að friður komist aftur á. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun