Óvíst hvenær Ben Simmons verður klár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 09:30 Ben Simmons skipti til Brooklyn Nets á dögunum. Hann hefur ekki enn spilað fyrir liðið. Tim Nwachukwu/Getty Images Mikið fjaðrafok myndaðist á lokadegi félagaskiptagluggans í NBA-deildinni í körfubolta þegar Ben Simmons færði sig loks um set frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets. Simmons hefur hins vegar ekki enn spilað vegna meiðsla og er óvist hvenær hann snýr aftur. Dramatíkin í kringum Ben Simmons á þessari leiktíð hefur verið gríðarleg. Hann vildi komast frá Philadelphia síðasta sumar en það gekk ekki eftir. Hann hefur verið gagnrýndur af öllum og ömmum þeirra fyrir að neita að spila og þar fram eftir götunum. Loksins fékk hann að fara frá félaginu þegar Philadelphia ákvað að skipta Simmons – ásamt Seth Curry, Andre Drummond og valrétt í 2022 og 2027 nýliðavalinu – fyrir James Harden og Paul Millsap þann 10. febrúar síðastliðinn. Harden er mættur og byrjaður að raða inn stigum í Philadelphia en Simmons er hvergi sjáanlegur í liði Nets. Sean Marks, framkvæmdastjóri félagsins, segir óvíst hvenær Simmons geti byrjað að spila en stefnan sé sett á að keyra upp æfingaálag leikmannsins í endanum á komandi viku. „Því miður hefur stífleiki í baki seinkað endurkomu hans á völlinn. Hann hefur verið í nokkurskonar endurhæfingu síðustu 7 til 10 daga. Hann verður á einstaklingsmiðuðum æfingum næstu daga og vonandi undir lok komandi viku getur hann farið að æfa meira og meira með liðinu. Þá getum við farið að koma honum í leikform,“ sagði Marks í viðtali á dögunum. „Það er ekki staðfest hvenær hann muni snúa aftur, við verðum að taka einn dag í einu og sjá hvernig hann bregst við. Því fyrr sem hann snýr aftur, því betra. Liðið þarf að fá mínútur saman á vellinum,“ bætti Marks við. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli á aðfaranótt föstudags. Hann skoraði 31 stig í sex stiga tapi gegn Miami Heat en það virðist ekki sem meiðslin séu að hrjá hann. Nets heldur í vonina um að Kyrie Irving fái svo leyfi til að spila alla leiki liðsins fyrr en síðar þó hann sé óbólusettur og þá halda forráðamenn liðsins í vonina að Simmons verði leikfær innan tíðar. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur heldur betur fjarað undan Nets-liðinu sem situr nú í 8. sæti Austurdeildar með 32 sigra og 32 töp eftir 64 leiki. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 10 leikjum sínum. Körfubolti NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Dramatíkin í kringum Ben Simmons á þessari leiktíð hefur verið gríðarleg. Hann vildi komast frá Philadelphia síðasta sumar en það gekk ekki eftir. Hann hefur verið gagnrýndur af öllum og ömmum þeirra fyrir að neita að spila og þar fram eftir götunum. Loksins fékk hann að fara frá félaginu þegar Philadelphia ákvað að skipta Simmons – ásamt Seth Curry, Andre Drummond og valrétt í 2022 og 2027 nýliðavalinu – fyrir James Harden og Paul Millsap þann 10. febrúar síðastliðinn. Harden er mættur og byrjaður að raða inn stigum í Philadelphia en Simmons er hvergi sjáanlegur í liði Nets. Sean Marks, framkvæmdastjóri félagsins, segir óvíst hvenær Simmons geti byrjað að spila en stefnan sé sett á að keyra upp æfingaálag leikmannsins í endanum á komandi viku. „Því miður hefur stífleiki í baki seinkað endurkomu hans á völlinn. Hann hefur verið í nokkurskonar endurhæfingu síðustu 7 til 10 daga. Hann verður á einstaklingsmiðuðum æfingum næstu daga og vonandi undir lok komandi viku getur hann farið að æfa meira og meira með liðinu. Þá getum við farið að koma honum í leikform,“ sagði Marks í viðtali á dögunum. „Það er ekki staðfest hvenær hann muni snúa aftur, við verðum að taka einn dag í einu og sjá hvernig hann bregst við. Því fyrr sem hann snýr aftur, því betra. Liðið þarf að fá mínútur saman á vellinum,“ bætti Marks við. Kevin Durant sneri aftur eftir meiðsli á aðfaranótt föstudags. Hann skoraði 31 stig í sex stiga tapi gegn Miami Heat en það virðist ekki sem meiðslin séu að hrjá hann. Nets heldur í vonina um að Kyrie Irving fái svo leyfi til að spila alla leiki liðsins fyrr en síðar þó hann sé óbólusettur og þá halda forráðamenn liðsins í vonina að Simmons verði leikfær innan tíðar. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur heldur betur fjarað undan Nets-liðinu sem situr nú í 8. sæti Austurdeildar með 32 sigra og 32 töp eftir 64 leiki. Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu 10 leikjum sínum.
Körfubolti NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira