Bolvíkingurinn Jakob Valgeir vill sameiningu við Ísafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2022 12:18 Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf. Arnar Halldórsson „Ég skil svo sem ekki af hverju menn sameinast ekki Ísafirði. Styrkja byggðarlögin. Vera bara með eitt sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir útgerðarmaðurinn og Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf., stærsta fyrirtækis Bolungarvíkur. Jakob Valgeir lýsir þessari skoðun sinni í þættinum Um land allt, sem sýndur er á Stöð 2 í kvöld, en þetta er seinni þáttur af tveimur um Bolungarvík. Bolungarvíkurgöng voru opnuð haustið 2010.Arnar Halldórsson -Ég held að þú sért fyrsti Bolvíkingurinn sem tekur það í mál að sameinast Ísfirðingum. „Já, já. Ég er margbúinn að segja fólki þetta.“ -Og þeir geta fyrirgefið þér þetta? „Já, já, já. Mér er alveg sama hvað öðrum finnst. Þetta er bara mín skoðun. Það er allt of dýrt að vera að reka öll þessi bæjarfélög. Það væri hægt að spara fullt af peningum. Þetta er innandyra nánast hér á milli, tólf kílómetrar, og helmingurinn innandyra,“ segir Jakob Valgeir. Í gegnum tíðina hafa Bolvíkingar ætið hafnað hverskyns tillögum til sameiningar við Ísfirðinga. Í þættinum heyrum við afstöðu fleiri Bolvíkinga til sameiningar en spyrjum einnig um ríginn sem sagður var svo mikill á milli nágrannanna að þeir hefðu reglulega slegist. Ísfirðingurinn Sigurður Hjartarson flutti til Bolungarvíkur þegar hann kynntist eiginkonu sinni.Arnar Halldórsson „Bolvíkingar fóru inn á Ísafjörð til að berja Ísfirðingana og öfugt. En það er liðin tíð,“ segir Ísfirðingurinn Sigurður Hjartarson, sem segist hafa flutt í Bolungarvík til að kynbæta stofninn með því að ná í konu þaðan. „En þeir voru margir hraustir, Bolvíkingarnir, þannig að það var kannski ekkert álitlegt að fara í þá,“ segir smábátasjómaðurinn Sigurður. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:25. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Bolungarvík Ísafjarðarbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10 Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi „Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík. 5. mars 2022 15:15 Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02 Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Jakob Valgeir lýsir þessari skoðun sinni í þættinum Um land allt, sem sýndur er á Stöð 2 í kvöld, en þetta er seinni þáttur af tveimur um Bolungarvík. Bolungarvíkurgöng voru opnuð haustið 2010.Arnar Halldórsson -Ég held að þú sért fyrsti Bolvíkingurinn sem tekur það í mál að sameinast Ísfirðingum. „Já, já. Ég er margbúinn að segja fólki þetta.“ -Og þeir geta fyrirgefið þér þetta? „Já, já, já. Mér er alveg sama hvað öðrum finnst. Þetta er bara mín skoðun. Það er allt of dýrt að vera að reka öll þessi bæjarfélög. Það væri hægt að spara fullt af peningum. Þetta er innandyra nánast hér á milli, tólf kílómetrar, og helmingurinn innandyra,“ segir Jakob Valgeir. Í gegnum tíðina hafa Bolvíkingar ætið hafnað hverskyns tillögum til sameiningar við Ísfirðinga. Í þættinum heyrum við afstöðu fleiri Bolvíkinga til sameiningar en spyrjum einnig um ríginn sem sagður var svo mikill á milli nágrannanna að þeir hefðu reglulega slegist. Ísfirðingurinn Sigurður Hjartarson flutti til Bolungarvíkur þegar hann kynntist eiginkonu sinni.Arnar Halldórsson „Bolvíkingar fóru inn á Ísafjörð til að berja Ísfirðingana og öfugt. En það er liðin tíð,“ segir Ísfirðingurinn Sigurður Hjartarson, sem segist hafa flutt í Bolungarvík til að kynbæta stofninn með því að ná í konu þaðan. „En þeir voru margir hraustir, Bolvíkingarnir, þannig að það var kannski ekkert álitlegt að fara í þá,“ segir smábátasjómaðurinn Sigurður. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:25. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Bolungarvík Ísafjarðarbær Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10 Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi „Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík. 5. mars 2022 15:15 Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02 Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10
Hjúkrunarfræðingurinn sem elskar að vera sauðfjárbóndi „Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og vinn hérna á Bergi, hjúkrunarheimilinu. En svo er ég með 130 ær en er í samkrulli með tengdapabba, sem er með 250," segir Svala Björk Einarsdóttir, sem er í hópi fjölmargra sauðfjárbænda í Bolungarvík. 5. mars 2022 15:15
Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02
Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22