Utanríkisráðherrarnir hittast í Tyrklandi til að ræða varanlegt vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2022 06:36 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, munu funda í borginni Antalya í Tyrklandi í dag. epa Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi í dag en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segist vonast til að á fundinum verði „dyrnar opnar“ fyrir varanlegu vopnahléi. Ef marka má erlenda miðla virðast báðir aðilar hafa gefið nokku eftir í afstöðu sinni, sem hefur vakið vonir um að viðræðurnar í dag muni mögulega skila einhverjum árangri. Hingað til hafa ráðamenn í bæði Rússlandi og Úkraínu verið mjög harðorðir og einarðir í kröfum sínum. Stjórnvöld í Moskvu virtust í gær hafa ákveðið að einblína á að tryggja hlutleysi Úkraínu og stöðu Donbas-héraðanna, sem Vladimir Pútín viðurkenndi sem sjálfstæð í aðdraganda innrásarinnar. Forsetinn virðist hafa fallið frá áformum um stjórnarskipti í Kænugarði. Hugarfarsbreytingu forsetans má eflaust að einhverju leyti rekja til afdráttarlausra viðskiptaþvingana og annarra refsiaðgerða sem eru farnar að bitna verulega á rússneska hagkerfinu og þjóðinni en einnig þeirri staðreynd að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er nú álitin þjóðhetja um allan heim og á í reglulegu sambandi við leiðtoga annarra ríkja. Selenskí hefur fyrir sitt leyti gefið til kynna að hann kunni að vera reiðubúinn til að falla frá umleitunum um inngöngu í Atlantshafsbandalagið og jafnvel til að komast að málamiðlun um Donbas-héruðin. Hann sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að Pútín myndi að lokum ákveða að hætta hernaðaraðgerðum sínum í Úkraínu og ganga til viðræðna, þar sem ekkert lát væri á harðri mótspyrnu Úkraínumanna. Bandaríkjamenn segja 5 til 6 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í innrásinni. Sérfræðingar vara við að enn sé langt á milli aðilar, til að mynda sé ólíklegt að Selenskí sé reiðubúinn að gefa eftir Krímskaga sem hluta af Rússlandi og viðurkenna sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Þá á Pútín mikið undir að koma vel út úr stríðsrekstrinum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tyrkland Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Ef marka má erlenda miðla virðast báðir aðilar hafa gefið nokku eftir í afstöðu sinni, sem hefur vakið vonir um að viðræðurnar í dag muni mögulega skila einhverjum árangri. Hingað til hafa ráðamenn í bæði Rússlandi og Úkraínu verið mjög harðorðir og einarðir í kröfum sínum. Stjórnvöld í Moskvu virtust í gær hafa ákveðið að einblína á að tryggja hlutleysi Úkraínu og stöðu Donbas-héraðanna, sem Vladimir Pútín viðurkenndi sem sjálfstæð í aðdraganda innrásarinnar. Forsetinn virðist hafa fallið frá áformum um stjórnarskipti í Kænugarði. Hugarfarsbreytingu forsetans má eflaust að einhverju leyti rekja til afdráttarlausra viðskiptaþvingana og annarra refsiaðgerða sem eru farnar að bitna verulega á rússneska hagkerfinu og þjóðinni en einnig þeirri staðreynd að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er nú álitin þjóðhetja um allan heim og á í reglulegu sambandi við leiðtoga annarra ríkja. Selenskí hefur fyrir sitt leyti gefið til kynna að hann kunni að vera reiðubúinn til að falla frá umleitunum um inngöngu í Atlantshafsbandalagið og jafnvel til að komast að málamiðlun um Donbas-héruðin. Hann sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að Pútín myndi að lokum ákveða að hætta hernaðaraðgerðum sínum í Úkraínu og ganga til viðræðna, þar sem ekkert lát væri á harðri mótspyrnu Úkraínumanna. Bandaríkjamenn segja 5 til 6 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í innrásinni. Sérfræðingar vara við að enn sé langt á milli aðilar, til að mynda sé ólíklegt að Selenskí sé reiðubúinn að gefa eftir Krímskaga sem hluta af Rússlandi og viðurkenna sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Þá á Pútín mikið undir að koma vel út úr stríðsrekstrinum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tyrkland Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira