Ég er ekki hræddur við breytingar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 11. mars 2022 11:31 Í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna standa yfir kosningar til formanns og stjórnar. Ég hef setið sem formaður VM s.l. 4 ár og bíð fram þjónustu mína áfram. Annar af mótframbjóðendum mínum Guðmundur Ragnarsson fer fram með miklum látum, ekkert sem ég þekki ekki frá honum en ég get ekki annað en svarað fyrir mig. Þó að lygin sé sögð aftur og aftur þá verður lygin ekki sannleikur. Þessi fyrri formaður VM hefur farið fram með ósannindi og dylgjur. Hann setur frá sér aftur og aftur að það sé verið að brjóta lög í félaginu vegna þess að það er verið að sameina félagið. Í næstu setningu segir hann svo að það þurfi heiðarlegann formann. Að má segja að hljóð og mynd þarna fari ansi illa saman. Það sem aftur á móti er satt og rétt í þessu er að iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða eru að auka samvinnu. Ekkert mun breytast í félagsmálum félaganna og umboð kjarasamninga verður áfram hjá hverju og einu félagi. Sameiginleg símsvörun, sérfræðingar, móttaka og fleira mun vera rekið sameiginlega. Er þetta gert til þess að hagræða, til þess að stækka okkar sameiginlegu rödd við stjórnvöld og gagnvart atvinnurekendum og til þess að gera okkur faglegri í allri nálgun. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir samvinnu því það er mín bjargfasta trú að launafólk bæti sín kjör sameiginlega en ekki hver í sínu horni. Sumir sem eru á móti samvinnu kalla þetta sameiningu, það er samt á hreinu að samningsumboð heldur sér hjá félögunum, hvert félag með sína sjálfstæðu stjórn og engir sjóðir verða sameinaðir. Þeir aðilar sem gagnrýna aukna samvinnu eru hræddir við breytingar og vilja stöðnun. Það er allt í lagi, það er eðlilegt að vera hræddur við breytingar en ég mun standa eða falla með þeirri skoðun að launafólk eigi að standa saman. Þeir einu sem hagnast á sundrungu iðnaðarmanna og sjómanna eru atvinnurekendur. Ég trúi á mátt samvinnu, og ég trúi því í alvöru að við munum loksins fá boð við borðið hjá stjórnvöldum ef við vinnum saman. Ég segi fyrir mína parta að ég tel það ekki hjálpa hagsmunum félagsmanna VM að sitja fyrir utan herbergið, liggjandi á hurðarhúninum og bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun um hagsmunamál okkar. Ég vil miklu frekar að fulltrúi frá okkur taki þátt í ákvörðunartökunni á stóra borðinu. Ég hef ekki þannig egó að ég þurfi að ráða öllu einn, ég get í samvinnu talað mig niður á skynsamlega niðurstöðu fyrir félagsmenn VM. Við sjáum það öll að hagsmunasamtök atvinnurekanda styrkjast með hverju árinu, ég ætla ekki að leyfa því að gerast að rödd okkar verði minna virðis vegna þess að menn eru hræddir við breytingar og eru hræddir við samvinnu, ég tel það ekki boðlegt fyrir mína félagsmenn. Það er staðreynd að okkar félagsmenn eru mikilvægir fyrir samfélagið, og verður sífellt mikilvægari í þeim tæknibreytingum sem núna eru í gangi. Ég vil vera að ræða um kjör minna félagsmanna, menntun og aðbúnað, ég vil vera að ræða um öryggi minna félagsmanna og hvernig við getum bætt þjónustuna en því miður hefur Guðmundur Ragnarsson engan áhuga að ræða það. Það eru gríðarleg tækifæri til staðar, vissir þú kæri lesandi að félagsmenn í VM eiga stóran þátt í því að halda virkjunum þessa lands gangandi, að þau halda fiskiskipaflotanum gangandi og skipum Landhelgisgæslunnar, vissir þú að félagsmenn VM vinna hjá stórum tæknifyrirtækjum eins og Marel og Össuri, eða að stór hópur okkar félagsmanna standa vaktina í stóriðjunni, halda siglingum gangandi á milli landa, á ferjum, í laxeldinu og í hvalaskoðun. Félagsmenn VM á almennum vinnumarkaði í smiðjum, kælitæknifyrirtækjum og netagerðum passa svo upp á að öll þessi starfsemi gangi yfir höfuð. Félagsmenn VM eru gríðarlega mikilvægir í samfélaginu okkar, ég vil vera að tala um það, benda á það og að við séum að ræða um það hvernig kjör þeirra batni og menntun þeirra verði enn betra. Höfundur er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna standa yfir kosningar til formanns og stjórnar. Ég hef setið sem formaður VM s.l. 4 ár og bíð fram þjónustu mína áfram. Annar af mótframbjóðendum mínum Guðmundur Ragnarsson fer fram með miklum látum, ekkert sem ég þekki ekki frá honum en ég get ekki annað en svarað fyrir mig. Þó að lygin sé sögð aftur og aftur þá verður lygin ekki sannleikur. Þessi fyrri formaður VM hefur farið fram með ósannindi og dylgjur. Hann setur frá sér aftur og aftur að það sé verið að brjóta lög í félaginu vegna þess að það er verið að sameina félagið. Í næstu setningu segir hann svo að það þurfi heiðarlegann formann. Að má segja að hljóð og mynd þarna fari ansi illa saman. Það sem aftur á móti er satt og rétt í þessu er að iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða eru að auka samvinnu. Ekkert mun breytast í félagsmálum félaganna og umboð kjarasamninga verður áfram hjá hverju og einu félagi. Sameiginleg símsvörun, sérfræðingar, móttaka og fleira mun vera rekið sameiginlega. Er þetta gert til þess að hagræða, til þess að stækka okkar sameiginlegu rödd við stjórnvöld og gagnvart atvinnurekendum og til þess að gera okkur faglegri í allri nálgun. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir samvinnu því það er mín bjargfasta trú að launafólk bæti sín kjör sameiginlega en ekki hver í sínu horni. Sumir sem eru á móti samvinnu kalla þetta sameiningu, það er samt á hreinu að samningsumboð heldur sér hjá félögunum, hvert félag með sína sjálfstæðu stjórn og engir sjóðir verða sameinaðir. Þeir aðilar sem gagnrýna aukna samvinnu eru hræddir við breytingar og vilja stöðnun. Það er allt í lagi, það er eðlilegt að vera hræddur við breytingar en ég mun standa eða falla með þeirri skoðun að launafólk eigi að standa saman. Þeir einu sem hagnast á sundrungu iðnaðarmanna og sjómanna eru atvinnurekendur. Ég trúi á mátt samvinnu, og ég trúi því í alvöru að við munum loksins fá boð við borðið hjá stjórnvöldum ef við vinnum saman. Ég segi fyrir mína parta að ég tel það ekki hjálpa hagsmunum félagsmanna VM að sitja fyrir utan herbergið, liggjandi á hurðarhúninum og bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun um hagsmunamál okkar. Ég vil miklu frekar að fulltrúi frá okkur taki þátt í ákvörðunartökunni á stóra borðinu. Ég hef ekki þannig egó að ég þurfi að ráða öllu einn, ég get í samvinnu talað mig niður á skynsamlega niðurstöðu fyrir félagsmenn VM. Við sjáum það öll að hagsmunasamtök atvinnurekanda styrkjast með hverju árinu, ég ætla ekki að leyfa því að gerast að rödd okkar verði minna virðis vegna þess að menn eru hræddir við breytingar og eru hræddir við samvinnu, ég tel það ekki boðlegt fyrir mína félagsmenn. Það er staðreynd að okkar félagsmenn eru mikilvægir fyrir samfélagið, og verður sífellt mikilvægari í þeim tæknibreytingum sem núna eru í gangi. Ég vil vera að ræða um kjör minna félagsmanna, menntun og aðbúnað, ég vil vera að ræða um öryggi minna félagsmanna og hvernig við getum bætt þjónustuna en því miður hefur Guðmundur Ragnarsson engan áhuga að ræða það. Það eru gríðarleg tækifæri til staðar, vissir þú kæri lesandi að félagsmenn í VM eiga stóran þátt í því að halda virkjunum þessa lands gangandi, að þau halda fiskiskipaflotanum gangandi og skipum Landhelgisgæslunnar, vissir þú að félagsmenn VM vinna hjá stórum tæknifyrirtækjum eins og Marel og Össuri, eða að stór hópur okkar félagsmanna standa vaktina í stóriðjunni, halda siglingum gangandi á milli landa, á ferjum, í laxeldinu og í hvalaskoðun. Félagsmenn VM á almennum vinnumarkaði í smiðjum, kælitæknifyrirtækjum og netagerðum passa svo upp á að öll þessi starfsemi gangi yfir höfuð. Félagsmenn VM eru gríðarlega mikilvægir í samfélaginu okkar, ég vil vera að tala um það, benda á það og að við séum að ræða um það hvernig kjör þeirra batni og menntun þeirra verði enn betra. Höfundur er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun