Rigningin skolar snjónum í burtu en vandinn við stjórn borgarinnar er viðvarandi Helgi Áss Grétarsson skrifar 11. mars 2022 12:31 Það hefur verið snjóþungt í Reykjavík undanfarnar vikur, ekki síst í efri byggðum. Fátt á að koma óvart í þeim efnum enda Reykjavík nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heimi. Allir vegfarendur hafa upplifað erfiðleika við að koma sér á milli staða, ökumenn, hjólreiðafólk og gangfarendur. Sem dæmi hefur staðan í fjölmörgum húsagötum borgarinnar verið sú að ökumenn upplifa sig sem lestarstjóra þar sem ökutækið leikur á reiðiskjálfi inn á brautarteinum. Höktandi fer bíllinn áfram á þeim brautarteinum þar sem gatan er mögulega auð en allt um kring eru háir snjóskaflar sem auka líkur á óhöppum, hvort sem um er að ræða meiðsli á fólki eða munatjóni. Almennir starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar hafa sjálfsagt gert sitt ítrasta til að moka snjó og gera götur greiðfærar. Veruleikinn er hins vegar sá að mörkuð hefur verið pólitísk stefna þar sem grunnþjónusta sem þessi er ekki í forgangi. Svona hefur þetta ekki alltaf verið í Reykjavík og önnur sveitarfélög, svo sem eins og Akureyrarbær, tryggja að grunnþjónusta sem þessi sé í viðunandi horfi. Hitinn og rigningin góða Þar sem ég sit á 3ju hæð Suðurlandsbrautar 18 og horfi út á Esjurætur þá sést að hægt og sígandi er hitanum og rigningunni að takast að skola öllum snjósköflunum í burtu. Það er vel fyrir alla vegfarendur. Á hinn bóginn má ekki gleyma því að engin þörf var á að sveitarstjórnin í höfuðborginni léti þetta ástand viðgangast. Sveitarfélag á einfaldlega að tryggja að innviðir séu í lagi, götur séu greiðfærar og daglegt líf borgaranna gangi sem snurðulausast fyrir sig. Svo þegar vorar nefnilega þá sést í holótta vegi og biðin eftir því að þeir séu lagfærðir getur tekið langan tíma. Á sumrin eru göturnar oft og einatt ekki þrifnar og grasið vart slegið. Grunnþjónustan þarf að vera í lagi Að mínu mati á rekstur sveitarfélags að vera eins einfaldur og skýr og hægt er. Kerfið er fyrir fólkið, ekki öfugt. Fjármunir og orka starfsmanna á að fara í að leysa hagnýt viðfangsefni hvers dags. Auðvelda á almenningi að lifa lífinu. Á þeim grunni eflum við lífsgæðin í þeirri frábæru borg sem Reykjavík er. Til að koma henni á hærri stall þarf breytingar í Ráðhúsinu og það gerum við í kosningunum í vor. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það hefur verið snjóþungt í Reykjavík undanfarnar vikur, ekki síst í efri byggðum. Fátt á að koma óvart í þeim efnum enda Reykjavík nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heimi. Allir vegfarendur hafa upplifað erfiðleika við að koma sér á milli staða, ökumenn, hjólreiðafólk og gangfarendur. Sem dæmi hefur staðan í fjölmörgum húsagötum borgarinnar verið sú að ökumenn upplifa sig sem lestarstjóra þar sem ökutækið leikur á reiðiskjálfi inn á brautarteinum. Höktandi fer bíllinn áfram á þeim brautarteinum þar sem gatan er mögulega auð en allt um kring eru háir snjóskaflar sem auka líkur á óhöppum, hvort sem um er að ræða meiðsli á fólki eða munatjóni. Almennir starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar hafa sjálfsagt gert sitt ítrasta til að moka snjó og gera götur greiðfærar. Veruleikinn er hins vegar sá að mörkuð hefur verið pólitísk stefna þar sem grunnþjónusta sem þessi er ekki í forgangi. Svona hefur þetta ekki alltaf verið í Reykjavík og önnur sveitarfélög, svo sem eins og Akureyrarbær, tryggja að grunnþjónusta sem þessi sé í viðunandi horfi. Hitinn og rigningin góða Þar sem ég sit á 3ju hæð Suðurlandsbrautar 18 og horfi út á Esjurætur þá sést að hægt og sígandi er hitanum og rigningunni að takast að skola öllum snjósköflunum í burtu. Það er vel fyrir alla vegfarendur. Á hinn bóginn má ekki gleyma því að engin þörf var á að sveitarstjórnin í höfuðborginni léti þetta ástand viðgangast. Sveitarfélag á einfaldlega að tryggja að innviðir séu í lagi, götur séu greiðfærar og daglegt líf borgaranna gangi sem snurðulausast fyrir sig. Svo þegar vorar nefnilega þá sést í holótta vegi og biðin eftir því að þeir séu lagfærðir getur tekið langan tíma. Á sumrin eru göturnar oft og einatt ekki þrifnar og grasið vart slegið. Grunnþjónustan þarf að vera í lagi Að mínu mati á rekstur sveitarfélags að vera eins einfaldur og skýr og hægt er. Kerfið er fyrir fólkið, ekki öfugt. Fjármunir og orka starfsmanna á að fara í að leysa hagnýt viðfangsefni hvers dags. Auðvelda á almenningi að lifa lífinu. Á þeim grunni eflum við lífsgæðin í þeirri frábæru borg sem Reykjavík er. Til að koma henni á hærri stall þarf breytingar í Ráðhúsinu og það gerum við í kosningunum í vor. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar