Popovich sigursælasti þjálfarinn í NBA Atli Arason skrifar 12. mars 2022 09:30 Popovich á æfingu. vísir/epa Gregg Popovich varð í nótt sigursælasti þjálfari í sögu NBA. Popovich er kominn með 1.336 sigurleiki eftir 104-102 sigur San Antonio Spurs á Utah Jazz. Popovich tekur þar með fram úr Don Nelson yfir flesta sigurleiki í deildarkeppni. Spurs komst með sigrinum upp í 11. sæti vesturdeildar á meðan Jazz er áfram í því fjórða. Enn einn stórleikur Luka Dončić tryggði Dallas Mavericks 13 stiga sigur á Houston Rockets, 100-113. Dončić var með tvöfalda tvennu í nótt, 30 stig og 14 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Maveriks er jafnt Jazz í 4. og 5. sæti vesturdeildar eftir 41. sigurleikinn. Miami Heat styrkti stöðu sína í toppsæti austurdeildarinnar með 13 stiga sigri á heimavelli gegn Cleveland Cavaliers, 117-105. Cavaliers er áfram í sjötta sæti. LeBron James var allt í öllu þegar hann gerði 50 stig í 13 stiga sigri LA Lakers á Washington Wizards, 122-109. Bráðnauðsynlegur sigur fyrir Lakers sem eru í 9. sæti, sex sigrum á eftir eftir nágrönnum sínum í Clippers sem sitja í 8. sæti, síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Wizards er í 11. sæti austurdeildar. LA Clippers tapaði óvænt í Atlanta gegn Hawks, 112-106. Trae Young var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Hawks. Hawks eru nú einungis tveimur sigurleikjum frá úrslitakeppninni í tíunda sæti austurdeildar. Toronto Raptors gerði góða ferð til Phoenix þar sem gestirnir unnu fimm stiga sigur á toppliði Suns, 112-117. Gary Trent Jr. var stigahæstur með 42 stig fyrir Raptors. Raptors er því áfram í sjöunda sæti austurdeildar á meðan Suns er með gott forskot í efsta sæti vesturdeildarinnar. Charlotte Hornets sótti sigur í New Orleans gegn Pelicans, 120-142. Sigurinn þýðir að Hornets er áfram með í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í níunda sæti austurdeildar, einum sigri á eftir Brooklyn Nets í því áttunda. Pelicans er í tíunda sæti vesturdeildar, níu sigurleikjum á eftir Clippers þegar 15 leikir eru eftir. Memphis Grizzlies vann nauman fjögurra stiga sigur á New York Knicks, 118-114. Ja Morant var allt í öllu í liði Grizzlies með 37 stig. Knicks er áfram í 12. sæti austurdeildar á meðan Grizzlies er í öðru sæti vesturdeildarinnar. Celtics vann góðan níu stiga sigur á Detroit Pistons, 114-103. Jayson Tatum var stigahæsti leikmaðurinn í TD Garden með 31 stig. Celtics er áfram í fimmta sæti austurdeildarinnar eftir fimmta sigurleikinn í röð á meðan Pistons er í slæmum málum í 14. sætinu. Orlando Magic vann sinn annan sigur í röð með óvæntum átta stiga endurkomu sigri á Minnesota Timberwolves, 118-110. Magic er þó enn þá í botnsæti austurdeildar á meðan Timberwolves er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar. NBA Bandaríkin Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Popovich tekur þar með fram úr Don Nelson yfir flesta sigurleiki í deildarkeppni. Spurs komst með sigrinum upp í 11. sæti vesturdeildar á meðan Jazz er áfram í því fjórða. Enn einn stórleikur Luka Dončić tryggði Dallas Mavericks 13 stiga sigur á Houston Rockets, 100-113. Dončić var með tvöfalda tvennu í nótt, 30 stig og 14 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar. Maveriks er jafnt Jazz í 4. og 5. sæti vesturdeildar eftir 41. sigurleikinn. Miami Heat styrkti stöðu sína í toppsæti austurdeildarinnar með 13 stiga sigri á heimavelli gegn Cleveland Cavaliers, 117-105. Cavaliers er áfram í sjötta sæti. LeBron James var allt í öllu þegar hann gerði 50 stig í 13 stiga sigri LA Lakers á Washington Wizards, 122-109. Bráðnauðsynlegur sigur fyrir Lakers sem eru í 9. sæti, sex sigrum á eftir eftir nágrönnum sínum í Clippers sem sitja í 8. sæti, síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Wizards er í 11. sæti austurdeildar. LA Clippers tapaði óvænt í Atlanta gegn Hawks, 112-106. Trae Young var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Hawks. Hawks eru nú einungis tveimur sigurleikjum frá úrslitakeppninni í tíunda sæti austurdeildar. Toronto Raptors gerði góða ferð til Phoenix þar sem gestirnir unnu fimm stiga sigur á toppliði Suns, 112-117. Gary Trent Jr. var stigahæstur með 42 stig fyrir Raptors. Raptors er því áfram í sjöunda sæti austurdeildar á meðan Suns er með gott forskot í efsta sæti vesturdeildarinnar. Charlotte Hornets sótti sigur í New Orleans gegn Pelicans, 120-142. Sigurinn þýðir að Hornets er áfram með í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í níunda sæti austurdeildar, einum sigri á eftir Brooklyn Nets í því áttunda. Pelicans er í tíunda sæti vesturdeildar, níu sigurleikjum á eftir Clippers þegar 15 leikir eru eftir. Memphis Grizzlies vann nauman fjögurra stiga sigur á New York Knicks, 118-114. Ja Morant var allt í öllu í liði Grizzlies með 37 stig. Knicks er áfram í 12. sæti austurdeildar á meðan Grizzlies er í öðru sæti vesturdeildarinnar. Celtics vann góðan níu stiga sigur á Detroit Pistons, 114-103. Jayson Tatum var stigahæsti leikmaðurinn í TD Garden með 31 stig. Celtics er áfram í fimmta sæti austurdeildarinnar eftir fimmta sigurleikinn í röð á meðan Pistons er í slæmum málum í 14. sætinu. Orlando Magic vann sinn annan sigur í röð með óvæntum átta stiga endurkomu sigri á Minnesota Timberwolves, 118-110. Magic er þó enn þá í botnsæti austurdeildar á meðan Timberwolves er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar.
NBA Bandaríkin Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira