Rússar verði háðir Kínverjum eftir nýjustu efnahagsþvinganir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 20:30 Finnur Magnússon aðjúnkt í alþjóðarétti. vísir/adelina Evrópusambandið ætlar að meina Rússum aðgang að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem myndi gera þá algerlega háða Kínverjum eða Indverjum þegar efnahagur landsins hrynur. Þetta er á meðal þess sem kynnt var í fjórða pakka þvingunaraðgerða gegn Rússlandi í gær. Í fjórða pakkanum voru kynntar enn grófari viðskiptaþvinganir sem Evrópusambandið mun beita gegn Rússum. Bæði Bandaríkin og Japan munu grípa til sambærilegra aðgerða. Hærri tollar á rússneskar vörur Helsta aðgerðin er sú að afnema svokallaða bestu-kjara-meðferð Rússlands í alþjóðlegum viðskiptum. „Í framkvæmd mun þetta leiða til þess að tollar á rússneskar vörur, sem hafa nú þegar ekki verið bannaðar, tollar á rússneskar vörur munu hækka verulega,“ segir Finnur Magnússon doktor í þjóðarétti og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Kanadamenn hafa þegar gripið til sömu aðgerða og hækkuðu í kjölfarið tolla á rússneskum vörum um 35 prósent. Það er enn óljóst með öllu um hve mikið Evrópusambandið mun hækka tolla á rússneskar vörur. Fréttastofa fylgdist grannt með gangi mála í Úkraínu í dag. Hægt er að lesa um það helsta sem gerðist í vaktinni hér að neðan: Ísland fylgi líklega á eftir „Þessi nýi þvingunarpakki, ef svo má kalla, er mjög nýr. Hann var náttúrulega bara kynntur í gær. En íslensk stjórnvöld hafa fylgt Evrópusambandinu við innleiðingu þvingunaraðgerða og miðað við það sem á undan er gengið er ekki óeðlilegt að eitthvað sambærilegt myndi fylgja af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir Finnur. Þá segjast ríkin einnig ætla að beita sér fyrir því að afnema réttindi Rússlands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. „Þessar aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar og Bandaríkjanna og Japan munu leiða til þess að Rússar munu ekki geta fengið lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að bregðast við þeirri efnahagskrísu sem nú er yfirvofandi,“ segir Finnur. En hvað þýðir það fyrir Rússa? „Það er fyrirséð að Rússland mun væntanlega leita á náðir Kína eða jafnvel Indlands. En það er með öllu óvíst hvernig þessi ríki munu bregðast við þegar svigrúm rússneskra stjórnvalda er orðið svona þröngt,“ segir Finnur. Rússland Úkraína Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Japan Kína Indland Hernaður Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Í fjórða pakkanum voru kynntar enn grófari viðskiptaþvinganir sem Evrópusambandið mun beita gegn Rússum. Bæði Bandaríkin og Japan munu grípa til sambærilegra aðgerða. Hærri tollar á rússneskar vörur Helsta aðgerðin er sú að afnema svokallaða bestu-kjara-meðferð Rússlands í alþjóðlegum viðskiptum. „Í framkvæmd mun þetta leiða til þess að tollar á rússneskar vörur, sem hafa nú þegar ekki verið bannaðar, tollar á rússneskar vörur munu hækka verulega,“ segir Finnur Magnússon doktor í þjóðarétti og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Kanadamenn hafa þegar gripið til sömu aðgerða og hækkuðu í kjölfarið tolla á rússneskum vörum um 35 prósent. Það er enn óljóst með öllu um hve mikið Evrópusambandið mun hækka tolla á rússneskar vörur. Fréttastofa fylgdist grannt með gangi mála í Úkraínu í dag. Hægt er að lesa um það helsta sem gerðist í vaktinni hér að neðan: Ísland fylgi líklega á eftir „Þessi nýi þvingunarpakki, ef svo má kalla, er mjög nýr. Hann var náttúrulega bara kynntur í gær. En íslensk stjórnvöld hafa fylgt Evrópusambandinu við innleiðingu þvingunaraðgerða og miðað við það sem á undan er gengið er ekki óeðlilegt að eitthvað sambærilegt myndi fylgja af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir Finnur. Þá segjast ríkin einnig ætla að beita sér fyrir því að afnema réttindi Rússlands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. „Þessar aðgerðir framkvæmdastjórnarinnar og Bandaríkjanna og Japan munu leiða til þess að Rússar munu ekki geta fengið lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að bregðast við þeirri efnahagskrísu sem nú er yfirvofandi,“ segir Finnur. En hvað þýðir það fyrir Rússa? „Það er fyrirséð að Rússland mun væntanlega leita á náðir Kína eða jafnvel Indlands. En það er með öllu óvíst hvernig þessi ríki munu bregðast við þegar svigrúm rússneskra stjórnvalda er orðið svona þröngt,“ segir Finnur.
Rússland Úkraína Efnahagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Japan Kína Indland Hernaður Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira