Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2022 13:03 Húsakostur skólans á Reykjum er ekki upp á marga fiska eins og sjá má hér. Aðsend Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, sem stofnaður var 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er svo komið að nemendur og starfsmenn á Reykjum vilja fara undan hatti Landbúnaðarháskólans þannig að skólinn geti orðið sjálfstæður á ný og fari þá ekki heldur undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Snjólaug María Jónsdóttir er nemandi á skrúðgarðyrkjubraut skólans. „Málið er allur húsakostur skólans, það er það sem við erum að þrýsta á, að það verði gengið frá því hvað verði um húsin, eiga þau að fylgja skólanum eða verða þau áfram undir Landbúnaðarháskóla Íslands?,“ segir Snjólaug. Snjólaug María Jónsdóttir, nemandi skólans, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir málþinginu á Reykjum laugardaginn 19. mars. Hún mun útskrifast úr skólanum í vor.Einkasafn Snjólaug segir að ef verknámsaðstaðan á Reykjum og gróðurhúsin fylgi ekki skólanum fari hann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands þá séu nemendur í slæmum málum, þá sé ekkert verknám í boði, því skólinn á Selfossi hafi enga þannig aðstöðu eins og gróðurhús. „Óvissan er alveg svakaleg og fer rosalega illa í nemendur, starfsfólk og kennara. Það veit engin hvað verður. Erum við að mæta í Garðyrkjuskólann aftur í haust eins og hann er eða verða breytingarnar jafnvel það miklar að þetta gangi ekki upp. Það í rauninni veit engin neitt í augnablikinu.“ Af þeirri ástæðu hafa nemendur skólans, sem eru 116 í dag, bæði í fjarnámi og staðarnámi boðað til málþings laugardaginn 19. mars á Reykjum um framtíð skólans. „Okkur vantar bara hjálp að fá stuðning fyrir því að þetta fari í gegn og að garðyrkjunám á Íslandi haldi sínum húsum og sínu svæði og við getum eflt það,“ segir Snjólaug. Garðyrkjuskólinn hefur verið undir hatti Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2005. Áður var hann sjálfstæður skóli í 66 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Skóla - og menntamál Landbúnaður Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, sem stofnaður var 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er svo komið að nemendur og starfsmenn á Reykjum vilja fara undan hatti Landbúnaðarháskólans þannig að skólinn geti orðið sjálfstæður á ný og fari þá ekki heldur undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Snjólaug María Jónsdóttir er nemandi á skrúðgarðyrkjubraut skólans. „Málið er allur húsakostur skólans, það er það sem við erum að þrýsta á, að það verði gengið frá því hvað verði um húsin, eiga þau að fylgja skólanum eða verða þau áfram undir Landbúnaðarháskóla Íslands?,“ segir Snjólaug. Snjólaug María Jónsdóttir, nemandi skólans, sem er ein af þeim, sem er í forsvari fyrir málþinginu á Reykjum laugardaginn 19. mars. Hún mun útskrifast úr skólanum í vor.Einkasafn Snjólaug segir að ef verknámsaðstaðan á Reykjum og gróðurhúsin fylgi ekki skólanum fari hann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands þá séu nemendur í slæmum málum, þá sé ekkert verknám í boði, því skólinn á Selfossi hafi enga þannig aðstöðu eins og gróðurhús. „Óvissan er alveg svakaleg og fer rosalega illa í nemendur, starfsfólk og kennara. Það veit engin hvað verður. Erum við að mæta í Garðyrkjuskólann aftur í haust eins og hann er eða verða breytingarnar jafnvel það miklar að þetta gangi ekki upp. Það í rauninni veit engin neitt í augnablikinu.“ Af þeirri ástæðu hafa nemendur skólans, sem eru 116 í dag, bæði í fjarnámi og staðarnámi boðað til málþings laugardaginn 19. mars á Reykjum um framtíð skólans. „Okkur vantar bara hjálp að fá stuðning fyrir því að þetta fari í gegn og að garðyrkjunám á Íslandi haldi sínum húsum og sínu svæði og við getum eflt það,“ segir Snjólaug. Garðyrkjuskólinn hefur verið undir hatti Landbúnaðarháskóla Íslands frá 2005. Áður var hann sjálfstæður skóli í 66 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Skóla - og menntamál Landbúnaður Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira