Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur á Old Traf­ford, undan­úr­slit í Lengju­bikarnum og Ljós­leiðara­deildin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Manchester United tekur á móti Atlético Madríd í kvöld.
Manchester United tekur á móti Atlético Madríd í kvöld. Naomi Baker/Getty Images

Það eru sannarlega stórir leikir á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.10 hefst útsending frá undanúrslitaleik Íslands- og bikarmeistara Víkings og KR í Lengjubikar karla í knattspyrnu.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 14.50 hefst útsending frá viðureign Juventus og Liverpool í UEFA Youth League í knattspyrnu.

Klukkan 19.15 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 20.00 hefst svo stórleikur Manchester United og Atlético Madríd. Leikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester, um er að ræða síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Klukkan 22.00 hefjast Meistaradeildarmörkin en þar verður einnig farið yfir leik Ajax og Benfica. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna og því ljóst að sigurvegari kvöldsins fer áfram.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 20.15 hefst Ljósleiðaradeildin, þar er keppt í tölvuleiknum Counter-Strike: Global Warfare. Fyrri viðureign kvöldsins er milli Þórs og Sögu. Í síðari viðureign kvöldsins mætast XY og Dusty.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×