Déjà vu – hafa þau ekkert lært? Kristrún Frostadóttir skrifar 14. mars 2022 15:00 Ríkisstjórn leidd af jafnaðarmönnum í Svíþjóð tilkynnti rétt í þessu mótvægisaðgerðir fyrir heimilin í landinu vegna verðhækkana. Fordæmin hrannast nú upp; Bretland, Frakkland, Noregur, Svíþjóð. Úrræði vegna orkuverðshækkana, bensíngreiðslur sem taka mið af búsetu, aukinn afsláttur vegna rafmagnsbíla, húsnæðisstuðningur, tilfærslukerfin nýtt. Ég fæ déjà vu – sama staðan er nú komin upp og fyrir 2 árum síðan þar sem öll nágrannalönd okkar kynntu hratt og örugglega mótvægisaðgerðir vegna COVID en hér var fólki og minni fyrirtækjum beint í skuldsetningu, fyrirtækjum borgað fyrir að segja fólki upp og alvöru aðgerðir komu ekki fram fyrr en mörgum mánuðum of seint. Í millitíðinni byggðist upp gríðarlegt ójafnvægi í kerfinu. Ójafnvægi sem almenningur líður fyrir í dag í formi gríðarlegra húsnæðisverðshækkana, þar sem fjármagni var dreift með mjög ómarkvissum hætti í gegnum bankakerfið. Allt gert til að fría sig pólitískri ábyrgð á ákvörðunum og afleiðingum. Hér leggst nú allt í sömu áttina hvað varðar verðlag. Bensín, húsnæði, innfluttar vörur. En ekkert heyrist frá stjórnvöldum. Engin þingmál koma um mótvægisaðgerðir frá ríkisstjórninni. Tillögu okkar í Samfylkingunni, sem er studd af fleiri flokkum í minnihlutanum, hefur verið tekið fálega af stjórnarliðum. Vitnað er til stýrihópa í húsnæðismálum sem skila mögulega langtímaáætlunum með vorinu. Á meðan líður hver vikan á eftir annarri þar sem verðbólguþrýstingur eykst án aðgerða. Þetta er ekkert annað en pólitísk ákvarðanafælni, pólitískur verkkvíði. Sem bitnar á almenningi í landinu. Hið kaldhæðnislega er að þetta mun líka bitna á ríkissjóði þegar líður á árið ef hér fer af stað víxlverkun launa- og verðlags því ríkisstjórnin skilur ekki hvaða hlutverki ríkissjóður hefur að gegna í velferðarsamfélagi. Skilur ekki mikilvægi þess að fara í sértækar aðgerðir til að draga úr þrýstingi og þenslu síðar meir. Ef ekkert er að gert, verða afleiðingar þessa aðgerðarleysis þær sömu og fyrir 2 árum síðan: aukið ójafnvægi í efnahagslífinu, aukinn verðbólguþrýstingur og aukinn kostnaður ríkissjóðs fyrir vikið. Hafa þau ekkert lært? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Alþingi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn leidd af jafnaðarmönnum í Svíþjóð tilkynnti rétt í þessu mótvægisaðgerðir fyrir heimilin í landinu vegna verðhækkana. Fordæmin hrannast nú upp; Bretland, Frakkland, Noregur, Svíþjóð. Úrræði vegna orkuverðshækkana, bensíngreiðslur sem taka mið af búsetu, aukinn afsláttur vegna rafmagnsbíla, húsnæðisstuðningur, tilfærslukerfin nýtt. Ég fæ déjà vu – sama staðan er nú komin upp og fyrir 2 árum síðan þar sem öll nágrannalönd okkar kynntu hratt og örugglega mótvægisaðgerðir vegna COVID en hér var fólki og minni fyrirtækjum beint í skuldsetningu, fyrirtækjum borgað fyrir að segja fólki upp og alvöru aðgerðir komu ekki fram fyrr en mörgum mánuðum of seint. Í millitíðinni byggðist upp gríðarlegt ójafnvægi í kerfinu. Ójafnvægi sem almenningur líður fyrir í dag í formi gríðarlegra húsnæðisverðshækkana, þar sem fjármagni var dreift með mjög ómarkvissum hætti í gegnum bankakerfið. Allt gert til að fría sig pólitískri ábyrgð á ákvörðunum og afleiðingum. Hér leggst nú allt í sömu áttina hvað varðar verðlag. Bensín, húsnæði, innfluttar vörur. En ekkert heyrist frá stjórnvöldum. Engin þingmál koma um mótvægisaðgerðir frá ríkisstjórninni. Tillögu okkar í Samfylkingunni, sem er studd af fleiri flokkum í minnihlutanum, hefur verið tekið fálega af stjórnarliðum. Vitnað er til stýrihópa í húsnæðismálum sem skila mögulega langtímaáætlunum með vorinu. Á meðan líður hver vikan á eftir annarri þar sem verðbólguþrýstingur eykst án aðgerða. Þetta er ekkert annað en pólitísk ákvarðanafælni, pólitískur verkkvíði. Sem bitnar á almenningi í landinu. Hið kaldhæðnislega er að þetta mun líka bitna á ríkissjóði þegar líður á árið ef hér fer af stað víxlverkun launa- og verðlags því ríkisstjórnin skilur ekki hvaða hlutverki ríkissjóður hefur að gegna í velferðarsamfélagi. Skilur ekki mikilvægi þess að fara í sértækar aðgerðir til að draga úr þrýstingi og þenslu síðar meir. Ef ekkert er að gert, verða afleiðingar þessa aðgerðarleysis þær sömu og fyrir 2 árum síðan: aukið ójafnvægi í efnahagslífinu, aukinn verðbólguþrýstingur og aukinn kostnaður ríkissjóðs fyrir vikið. Hafa þau ekkert lært? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar