Reykjavík – spennandi kostur Birna Hafstein skrifar 15. mars 2022 07:01 Hver er ávinningurinn fyrir íbúa Reykjavikur að fleiri innlendir eða erlendir ferðamenn heimsæki borgina? Jú, við höfum öll á einhvern hátt hag af því ef ferðamaður ákveður að koma og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er ekki bara spurning um fjölgun starfa og auknar tekjur heldur fjölga ferðamenn íbúum tímabundið án mikils kostnaðar fyrir borgina. Íbúafjölgun bætir grundvöll fyrir ýmsa starfsemi, til dæmis blómlegan veitingarekstur og fjölbreytta menningu sem skilar sér í iðandi mannlífi. Sumt skilar sér með beinum hætti. Það þarf ekki nema ganga Skólavörðustíginn til að sjá að þar væri ekki jafnlífleg starfsemi listamanna, hönnunarverslana og listmunasala nema vegna viðskipta ferðamanna. Iceland Airwaves er annað dæmi um bein tengsl ferðamanna við listir og menningu. Reykjavík sem ráðstefnuborg, borg sem hýsir alþjóðlega menningarviðburði, stóra tónleika og íþróttakeppnir er vænlegur áfangastaður fyrir fjölbreytta flóru ferðamanna og við eigum að laða slíka viðburði til okkar. Við höfum skýran ávinning af því að fá ferðamenn til landsins og eigum að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Við auðgumst öll á því með einum eða öðrum hætti og fyrir lista- og menningarlíf er það sérstaklega mikilvægt. Ferðamenn auka getu okkar til að standa undir metnaðarfullum viðburðum, menningartengd ferðaþjónusta skilar margvíslegum hagnaði, fjárhagslegum en ekki síður auðgar hún samfélagið okkar. Hún stækkar kökuna fyrir sjálfstætt starfandi listamenn í öllum geirum og styrkir þannig atvinnugrundvöll þeirra. Þeir aðilar sem veljast hverju sinni til að stýra borginni ráðstafa fjármunum skattgreiðenda en þeir þurfa líka að huga að því hvernig afla skuli tekna. Þarna koma ferðamennirnir sterkir inn og því skiptir miklu að helsti viðkomustaður þeirra – Reykjavík – leggi sitt af mörkum. Því betur sem Reykjavíkurborg sinnir gestgjafahlutverkinu, liðkar til og auðveldar samskipti ferðamanna og þjónustufyrirtækja, þess meiri verður ávinningurinn. Og sá ávinningur er í þágu okkar allra. Gott orðspor skilar góðum ávinningi, ánægður ferðamaður skilar fleiri ferðamönnum sem auka tækifærin og lífsgæði okkar sem hér búum. Við viljum að borgin okkar sé spennandi valkostur fyrir alla, fólk, fyrirtæki, heimamenn og ferðamenn. Framsækin og alþjóðleg menningarborg sem eflir bæði atvinnulíf og mannlíf í borginni. Höfundur er formaður FÍL– Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og sækist eftir 2-3 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hver er ávinningurinn fyrir íbúa Reykjavikur að fleiri innlendir eða erlendir ferðamenn heimsæki borgina? Jú, við höfum öll á einhvern hátt hag af því ef ferðamaður ákveður að koma og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta er ekki bara spurning um fjölgun starfa og auknar tekjur heldur fjölga ferðamenn íbúum tímabundið án mikils kostnaðar fyrir borgina. Íbúafjölgun bætir grundvöll fyrir ýmsa starfsemi, til dæmis blómlegan veitingarekstur og fjölbreytta menningu sem skilar sér í iðandi mannlífi. Sumt skilar sér með beinum hætti. Það þarf ekki nema ganga Skólavörðustíginn til að sjá að þar væri ekki jafnlífleg starfsemi listamanna, hönnunarverslana og listmunasala nema vegna viðskipta ferðamanna. Iceland Airwaves er annað dæmi um bein tengsl ferðamanna við listir og menningu. Reykjavík sem ráðstefnuborg, borg sem hýsir alþjóðlega menningarviðburði, stóra tónleika og íþróttakeppnir er vænlegur áfangastaður fyrir fjölbreytta flóru ferðamanna og við eigum að laða slíka viðburði til okkar. Við höfum skýran ávinning af því að fá ferðamenn til landsins og eigum að gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta. Við auðgumst öll á því með einum eða öðrum hætti og fyrir lista- og menningarlíf er það sérstaklega mikilvægt. Ferðamenn auka getu okkar til að standa undir metnaðarfullum viðburðum, menningartengd ferðaþjónusta skilar margvíslegum hagnaði, fjárhagslegum en ekki síður auðgar hún samfélagið okkar. Hún stækkar kökuna fyrir sjálfstætt starfandi listamenn í öllum geirum og styrkir þannig atvinnugrundvöll þeirra. Þeir aðilar sem veljast hverju sinni til að stýra borginni ráðstafa fjármunum skattgreiðenda en þeir þurfa líka að huga að því hvernig afla skuli tekna. Þarna koma ferðamennirnir sterkir inn og því skiptir miklu að helsti viðkomustaður þeirra – Reykjavík – leggi sitt af mörkum. Því betur sem Reykjavíkurborg sinnir gestgjafahlutverkinu, liðkar til og auðveldar samskipti ferðamanna og þjónustufyrirtækja, þess meiri verður ávinningurinn. Og sá ávinningur er í þágu okkar allra. Gott orðspor skilar góðum ávinningi, ánægður ferðamaður skilar fleiri ferðamönnum sem auka tækifærin og lífsgæði okkar sem hér búum. Við viljum að borgin okkar sé spennandi valkostur fyrir alla, fólk, fyrirtæki, heimamenn og ferðamenn. Framsækin og alþjóðleg menningarborg sem eflir bæði atvinnulíf og mannlíf í borginni. Höfundur er formaður FÍL– Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og sækist eftir 2-3 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun