Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares skrifar 16. mars 2022 14:00 Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti. Undanfarið hefur verið fjallað um nýja skýrslu sem nefnist Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum enda niðurstöðurnar sláandi. Hvergi á Norðurlöndum er brottfall úr framhaldsskólum meira en hér á landi. Niðurstöðurnar þykja birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Þessu verðum við að bregðast hratt við enda er kostnaður einstaklinga og samfélags af þessu mikill því mun meiri hætta er á að ungt fólk án framhaldsskólamenntunar glími við atvinnuleysi og sé því hvorki í skóla né vinnu með tilheyrandi félagslegri einangrun. Með því skapast einnig hætta á að það geti seinna meir ekki skapað börnum sínum þá framtíð sem það hefði óskað þeim. Við höfum ekki efni á að bregðast ekki við Hætta er á að staðan geti verið að versna enn frekar. Ungmenni samtímans hafa gengið í gegnum mikla einangrun vegna Covid 19 og því miður eru ekki bjartir tímar framundan ef litið er til þess sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Íslendingar hafa ekki efni á að grípa ekki inn í þessa stöðu og það er ekki hægt að velta ábyrgðinni yfir á framhaldsskólana eina. Vandi þessara barna byrjar mun fyrr og grefur helst um sig í grunnskólum en verður ekki sýnilegur fyrr en í framhaldsskóla. Félagsleg fjárfesting sem borgar sig Sveitarfélög bera ábyrgð á leik- og grunnskólastiginu og eiga og verða að grípa inn í þessa þróun. Viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu eru félagsleg fjárfesting sem mun borga sig margfalt til baka en kosta ómælt tjón ef ekki er brugðist við. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki tekið forystu í málum barna, stór hluti þess vanda sem upp er kominn skrifast á metnaðarleysi borgarinnar í skólamálum. Tökum til í borginni, bætum skólakerfið og veitum öllum börnum borgarinnar jöfn tækifæri. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra Hlíf Ocares Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti. Undanfarið hefur verið fjallað um nýja skýrslu sem nefnist Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum enda niðurstöðurnar sláandi. Hvergi á Norðurlöndum er brottfall úr framhaldsskólum meira en hér á landi. Niðurstöðurnar þykja birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Þessu verðum við að bregðast hratt við enda er kostnaður einstaklinga og samfélags af þessu mikill því mun meiri hætta er á að ungt fólk án framhaldsskólamenntunar glími við atvinnuleysi og sé því hvorki í skóla né vinnu með tilheyrandi félagslegri einangrun. Með því skapast einnig hætta á að það geti seinna meir ekki skapað börnum sínum þá framtíð sem það hefði óskað þeim. Við höfum ekki efni á að bregðast ekki við Hætta er á að staðan geti verið að versna enn frekar. Ungmenni samtímans hafa gengið í gegnum mikla einangrun vegna Covid 19 og því miður eru ekki bjartir tímar framundan ef litið er til þess sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Íslendingar hafa ekki efni á að grípa ekki inn í þessa stöðu og það er ekki hægt að velta ábyrgðinni yfir á framhaldsskólana eina. Vandi þessara barna byrjar mun fyrr og grefur helst um sig í grunnskólum en verður ekki sýnilegur fyrr en í framhaldsskóla. Félagsleg fjárfesting sem borgar sig Sveitarfélög bera ábyrgð á leik- og grunnskólastiginu og eiga og verða að grípa inn í þessa þróun. Viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu eru félagsleg fjárfesting sem mun borga sig margfalt til baka en kosta ómælt tjón ef ekki er brugðist við. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki tekið forystu í málum barna, stór hluti þess vanda sem upp er kominn skrifast á metnaðarleysi borgarinnar í skólamálum. Tökum til í borginni, bætum skólakerfið og veitum öllum börnum borgarinnar jöfn tækifæri. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar