Hildur sér heildarmyndina Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 18. mars 2022 07:00 Undir forystu Hildar Björnsdóttur hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík einstakt tækifæri til að ganga í endurnýjun lífdaga og leiða nauðsynleg kynslóðaskipti við stjórn borgarinnar. Hildur hefur sýnt það í störfum sínum sem borgarfulltrúi að hún er ekki föst í hjólförum fortíðarinnar og er fyrir vikið laus við kreddur stjórnamálamanna sem ekki sjá heildarmyndina. Með reynslu úr alþjóðlegu starfsumhverfi eftir búsetu erlendis hefur hún skilning á flóknu eðli borgarsamfélaga og að leiðin áfram felst í málamiðlunum en ekki innihaldslausum upphrópunum. Borgir eru síbreytilegar og þurfa að þjóna hagsmunum fjölbreyttra samfélagshópa. Af þeim sökum eru engar töfralausnir til við skipulag borga. Einstrengingslegar nálganir í skipulags- og byggingarmálum skila engu nema ósætti sem skipar fólki í óþarfa fylkingar og skotgrafir. Hildur hefur á liðnu kjörtímabili hafið sig á hispurslausan hátt yfir dægurþras stjórnmálanna og haft augun á stóru myndinni. Hún skilur ólíkar þarfir borgarbúa á mismunandi æviskeiðum sem þurfa samblöndu af fjölbreyttum lausnum og leiðum áfram, ekki yfirlætisleg boð, bönn og innantóm loforð. Hildur hefur komið inn sem ferskur andvari inn í borgarmálin. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt þeirri rökréttu hugmyndafræði og faglegu stefnu sem innleidd hefur verið við skipulag Reykjavíkur, en trúum því jafnframt að minni og einfaldari yfirbygging við stjórn borgarinnar skili sér í skilvirkari rekstri og stjórnsýslu er Hildur ljósið í myrkrinu. Loksins hefur stigið fram borgarstjóraefni sem bæði frjálslynd og framfarasinnuð og laus við þá tilhneigingu að reyna í sífellu að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Það er ánægjulegt og auðveld ákvörðun að kjósa Hildi Björnsdóttur til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í harðri alþjóðlegri samkeppni borga um fólk og fyrirtæki þarf höfuðborgin leiðtoga sem sameinar en ekki sundrar. Hildur Björnsdóttir er sá leiðtogi. Höfundur er borgarskipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undir forystu Hildar Björnsdóttur hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík einstakt tækifæri til að ganga í endurnýjun lífdaga og leiða nauðsynleg kynslóðaskipti við stjórn borgarinnar. Hildur hefur sýnt það í störfum sínum sem borgarfulltrúi að hún er ekki föst í hjólförum fortíðarinnar og er fyrir vikið laus við kreddur stjórnamálamanna sem ekki sjá heildarmyndina. Með reynslu úr alþjóðlegu starfsumhverfi eftir búsetu erlendis hefur hún skilning á flóknu eðli borgarsamfélaga og að leiðin áfram felst í málamiðlunum en ekki innihaldslausum upphrópunum. Borgir eru síbreytilegar og þurfa að þjóna hagsmunum fjölbreyttra samfélagshópa. Af þeim sökum eru engar töfralausnir til við skipulag borga. Einstrengingslegar nálganir í skipulags- og byggingarmálum skila engu nema ósætti sem skipar fólki í óþarfa fylkingar og skotgrafir. Hildur hefur á liðnu kjörtímabili hafið sig á hispurslausan hátt yfir dægurþras stjórnmálanna og haft augun á stóru myndinni. Hún skilur ólíkar þarfir borgarbúa á mismunandi æviskeiðum sem þurfa samblöndu af fjölbreyttum lausnum og leiðum áfram, ekki yfirlætisleg boð, bönn og innantóm loforð. Hildur hefur komið inn sem ferskur andvari inn í borgarmálin. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt þeirri rökréttu hugmyndafræði og faglegu stefnu sem innleidd hefur verið við skipulag Reykjavíkur, en trúum því jafnframt að minni og einfaldari yfirbygging við stjórn borgarinnar skili sér í skilvirkari rekstri og stjórnsýslu er Hildur ljósið í myrkrinu. Loksins hefur stigið fram borgarstjóraefni sem bæði frjálslynd og framfarasinnuð og laus við þá tilhneigingu að reyna í sífellu að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Það er ánægjulegt og auðveld ákvörðun að kjósa Hildi Björnsdóttur til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í harðri alþjóðlegri samkeppni borga um fólk og fyrirtæki þarf höfuðborgin leiðtoga sem sameinar en ekki sundrar. Hildur Björnsdóttir er sá leiðtogi. Höfundur er borgarskipulagsfræðingur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar