OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2022 15:43 OECD spáir verulegum samdrætti um heim allan á næstu mánuðum. AP Photo/Vitaly Timkiv Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Í spá stofnunarinnar er gert ráð fyrir að á næsta árinu muni verg landsframleiðsla dragast saman um 1,08 prósent um heim allan vegna stríðsins. Verg landsframleiðsla muni dragast saman um 1,4 prósent í þeim nítján ríkjum sem nota evruna og um 0,88 prósent í Bandaríkjunum. Stofnunin segir þó í skýrslunni að ríki geti brugðist við þessu og dregið úr áhrifunum með því að auka útgjöld og draga úr sköttum. Verðbólga var þegar farin að aukast um heim allan þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst og aðfangakeðjur sömuleiðis rofnar, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. OECD spáði um 4,2 prósenta verðbólgu í heiminum í desember en spáir því nú að átökin muni hækka hana um 2,47 prósentustig til viðbótar næsta árið. „Á sama tíma og það leit út fyrir að heimurinn færi að jafna á sig á tveggja ára efnahagskreppu vegna Covid-19 hófst hræðilegt stríð í Evrópu,“ sagði Laurence Boone, yfirhagfræðingur hjá OECD í tilkynningu sem fylgdi spánni. „Við vitum ekki hvaða áhrif stríðið mun hafa í raun en við vitum að það mun koma verulega niður á viðréttigu heimsmarkaða og mun þrýsta á verðbólgu um heim allan.“ Saman mynda Rússland og Úkraína minna en 2 prósent af alþjóðahagkerfinu. Ríkin eru hins vegar bæði þungaviktarframleiðendur á hinum ýmsu vörum. Til að mynda má rekja þriðjung alls hveitis, sem verlsað er með í heiminum, til ríkjanna tveggja. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir fátækari ríki, sem mörg stóla á að geta keypt ódýrt hveiti frá Rússlandi og Úkraínu. Ríki á borð við Egyptaland og Líbanon undirbúa sig nú þess vegna fyrir matvælaskort á næstu mánuðum. Þá er um 27 prósent allrar hráolíu, sem flutt er inn til Evrópusambandsins, frá Rússlandi og meira en 41 prósent alls jarðgass. Olíu- og gasverð hefur hækkað nær stöðugt frá því í janúar vegna þessa. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir LME lokar fyrir viðskipti með nikkel eftir 177 prósenta verðhækkun London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður. 8. mars 2022 19:36 Innrásin muni hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla Innrás Rússlands í Úkraínu mun hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla á heimsvísu að mati framkvæmdastjóra eins stærsta áburðarframleiðanda heimsins. 7. mars 2022 09:00 Olíurisi gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn rússneskrar hráolíu Olíurisinn Shell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn hráolíu frá Rússlandi á föstudaginn var. Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2022 07:36 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í spá stofnunarinnar er gert ráð fyrir að á næsta árinu muni verg landsframleiðsla dragast saman um 1,08 prósent um heim allan vegna stríðsins. Verg landsframleiðsla muni dragast saman um 1,4 prósent í þeim nítján ríkjum sem nota evruna og um 0,88 prósent í Bandaríkjunum. Stofnunin segir þó í skýrslunni að ríki geti brugðist við þessu og dregið úr áhrifunum með því að auka útgjöld og draga úr sköttum. Verðbólga var þegar farin að aukast um heim allan þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst og aðfangakeðjur sömuleiðis rofnar, meðal annars vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. OECD spáði um 4,2 prósenta verðbólgu í heiminum í desember en spáir því nú að átökin muni hækka hana um 2,47 prósentustig til viðbótar næsta árið. „Á sama tíma og það leit út fyrir að heimurinn færi að jafna á sig á tveggja ára efnahagskreppu vegna Covid-19 hófst hræðilegt stríð í Evrópu,“ sagði Laurence Boone, yfirhagfræðingur hjá OECD í tilkynningu sem fylgdi spánni. „Við vitum ekki hvaða áhrif stríðið mun hafa í raun en við vitum að það mun koma verulega niður á viðréttigu heimsmarkaða og mun þrýsta á verðbólgu um heim allan.“ Saman mynda Rússland og Úkraína minna en 2 prósent af alþjóðahagkerfinu. Ríkin eru hins vegar bæði þungaviktarframleiðendur á hinum ýmsu vörum. Til að mynda má rekja þriðjung alls hveitis, sem verlsað er með í heiminum, til ríkjanna tveggja. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir fátækari ríki, sem mörg stóla á að geta keypt ódýrt hveiti frá Rússlandi og Úkraínu. Ríki á borð við Egyptaland og Líbanon undirbúa sig nú þess vegna fyrir matvælaskort á næstu mánuðum. Þá er um 27 prósent allrar hráolíu, sem flutt er inn til Evrópusambandsins, frá Rússlandi og meira en 41 prósent alls jarðgass. Olíu- og gasverð hefur hækkað nær stöðugt frá því í janúar vegna þessa.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir LME lokar fyrir viðskipti með nikkel eftir 177 prósenta verðhækkun London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður. 8. mars 2022 19:36 Innrásin muni hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla Innrás Rússlands í Úkraínu mun hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla á heimsvísu að mati framkvæmdastjóra eins stærsta áburðarframleiðanda heimsins. 7. mars 2022 09:00 Olíurisi gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn rússneskrar hráolíu Olíurisinn Shell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn hráolíu frá Rússlandi á föstudaginn var. Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2022 07:36 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
LME lokar fyrir viðskipti með nikkel eftir 177 prósenta verðhækkun London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður. 8. mars 2022 19:36
Innrásin muni hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla Innrás Rússlands í Úkraínu mun hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla á heimsvísu að mati framkvæmdastjóra eins stærsta áburðarframleiðanda heimsins. 7. mars 2022 09:00
Olíurisi gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn rússneskrar hráolíu Olíurisinn Shell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn hráolíu frá Rússlandi á föstudaginn var. Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2022 07:36