Óska eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 17. mars 2022 17:32 Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum. Opinber þjónusta tengist því öllu sem við gerum frá degi til dags. En mikill munur er á þeim þjónustugæðum sem sveitarfélögin veita íbúum sínum. Árlega framkvæmir Gallup þjónustukönnun sem mælir viðhorf og ánægju íbúa með þjónustu sinna sveitafélaga. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar er ætlað að veita sveitarfélögum upplýsingar um hvernig íbúar skynja og upplifa þá þjónustu sem þeim er veitt. Sveitarfélögin fá þannig mikilvægar upplýsingar um hvernig þau geta betrumbætt þjónustu til íbúa sinna. Fyrir nokkrum árum síðan mældist þjónustustig Reykjavíkur ýmist lægst eða næstlægst á öllum þjónustuþáttum þjónustukönnunarinnar. Sveitarfélög sem skilja hvað felst í þjónustu hefðu nýtt sér þennan skell til þess að betrumbæta þjónustu sína. Reykjavík, með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, aftur á móti hætti að taka þátt í þessari þjónustukönnun. Borgarstjóri og þáverandi meirihluti borgarstjórnar litu svo á að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda könnunar. Því væri könnunin ekki að meta þjónustugæði borgarinnar heldur væri hún að mæla álit borgarbúa á þjónustu borgarinnar. Það að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda er gott dæmi um pólitískan útúrsnúning í málefni sem er óþægilegt fyrir ríkjandi meirihluta. Þessi rökstuðningur sýnir einnig skilningsleysi núverandi borgarstjóra á hvað þjónusta er og hver er tilgangurinn með opinberri þjónustu. Því mat á þjónustugæðum sveitarfélags byggir á áliti íbúa á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim. Tilgangur allrar opinberrar þjónustu er að einfalda – og þá um leið betrumbæta – líf okkar íbúa. Þjónusta sem auðveldar okkur íbúum að sinna daglegum störfum og verkefnum er sú þjónusta sem eykur lífsgæði okkar einna mest. Sveitarfélög þurfa því að þekkja íbúa sína og vita hverju íbúar séu að leita eftir. Lykillinn er að finna hvað skiptir mestu máli fyrir íbúa og huga sífellt að því hvernig hægt sé að betrumbæta þjónustuna. Ég sem Reykvíkingur hef lengi óskað eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu. Því get ég ekki lýst þeirri gleði og eftirvæntingu þegar Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 18. og 19. mars. Ragnhildur Alda er fyrrum nemandi minn í námskeiði sem snýr að innleiðingu og mikilvægi þjónustustjórnunar. Þekkjandi hana og vitandi hversu vel hún skilur alla þá þætti sem þjónusta felur í sér – hlakka ég til að leggja mitt að mörkum til að við Reykvíkingar fáum borgarstjóra sem skilur þjónustu. Höfundur er doktorsnemandi og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum. Opinber þjónusta tengist því öllu sem við gerum frá degi til dags. En mikill munur er á þeim þjónustugæðum sem sveitarfélögin veita íbúum sínum. Árlega framkvæmir Gallup þjónustukönnun sem mælir viðhorf og ánægju íbúa með þjónustu sinna sveitafélaga. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar er ætlað að veita sveitarfélögum upplýsingar um hvernig íbúar skynja og upplifa þá þjónustu sem þeim er veitt. Sveitarfélögin fá þannig mikilvægar upplýsingar um hvernig þau geta betrumbætt þjónustu til íbúa sinna. Fyrir nokkrum árum síðan mældist þjónustustig Reykjavíkur ýmist lægst eða næstlægst á öllum þjónustuþáttum þjónustukönnunarinnar. Sveitarfélög sem skilja hvað felst í þjónustu hefðu nýtt sér þennan skell til þess að betrumbæta þjónustu sína. Reykjavík, með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, aftur á móti hætti að taka þátt í þessari þjónustukönnun. Borgarstjóri og þáverandi meirihluti borgarstjórnar litu svo á að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda könnunar. Því væri könnunin ekki að meta þjónustugæði borgarinnar heldur væri hún að mæla álit borgarbúa á þjónustu borgarinnar. Það að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda er gott dæmi um pólitískan útúrsnúning í málefni sem er óþægilegt fyrir ríkjandi meirihluta. Þessi rökstuðningur sýnir einnig skilningsleysi núverandi borgarstjóra á hvað þjónusta er og hver er tilgangurinn með opinberri þjónustu. Því mat á þjónustugæðum sveitarfélags byggir á áliti íbúa á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim. Tilgangur allrar opinberrar þjónustu er að einfalda – og þá um leið betrumbæta – líf okkar íbúa. Þjónusta sem auðveldar okkur íbúum að sinna daglegum störfum og verkefnum er sú þjónusta sem eykur lífsgæði okkar einna mest. Sveitarfélög þurfa því að þekkja íbúa sína og vita hverju íbúar séu að leita eftir. Lykillinn er að finna hvað skiptir mestu máli fyrir íbúa og huga sífellt að því hvernig hægt sé að betrumbæta þjónustuna. Ég sem Reykvíkingur hef lengi óskað eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu. Því get ég ekki lýst þeirri gleði og eftirvæntingu þegar Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 18. og 19. mars. Ragnhildur Alda er fyrrum nemandi minn í námskeiði sem snýr að innleiðingu og mikilvægi þjónustustjórnunar. Þekkjandi hana og vitandi hversu vel hún skilur alla þá þætti sem þjónusta felur í sér – hlakka ég til að leggja mitt að mörkum til að við Reykvíkingar fáum borgarstjóra sem skilur þjónustu. Höfundur er doktorsnemandi og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun