Rodman „hermdi“ eftir Anníe Mist og Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 08:31 Trinity Rodman sést hér eftir fyrsta leikinn sinn með bandaríska landsliðinu. Getty/ Brad Smith Bandaríska knattspyrnukonan Trinity Rodman er á stuttum tíma orðin ein af stærstu knattspyrnustjörnum Bandaríkjamanna. Nú hefur hún gefið út barnabók. Alveg eins og íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu í lok síðasta árs þá notar Rodman frægð sína til koma réttum boðskap til ungs íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Anníe Mist og Katrín Tanja gáfu saman út barnabókina „What is the way?“ eða „Hver er rétta leiðin?“ ef við þýðum titilinn yfir á íslensku en bókin þeirra er á ensku. Rodman hefur nú gefið út barnabókina „Wake Up and Kick It“ eða „Vaknaðu og láttu vaða“ ef við reynum að þýða hana á íslensku. Bókinni er ætlað að hvetja krakka til að elta drauma sína í íþróttum. Anníe og Katrín voru margfaldir heimsmeistarar og stórstjörnur í sinni íþrótta í langan tíma en Rodman er enn bara nítján ára gömul og hefur aðeins lokið einu tímabili í atvinnumennsku. Það hefur auðvitað vakið enn meiri athygli á góðri frammistöðu hennar að hún er dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman sem varð margfaldur NBA-meistari með Detroit Pistons og Chicago Bulls og er af mörgum talinn besti frákastari sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Dóttir hennar stóð undir pressunni af því að vera Rodman og hefur byrjað fótboltaferil sinn frábærlega. Trinity Rodman var valinn besti nýliðinn í NWSL-deildinni en hún varð bandarískur meistari á fyrsta tímabili sínu með Washington Spirit. Hún lék síðan sína fyrstu landsleiki á SheBelieves Cup. Á dögunum varð Rodman síðan fyrsta knattspyrnukonan til að fá eins milljón dollara samning en hún fær 1,1 milljón Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning við Washington Spirit. Rodman er ekki fyrsta knattspyrnukonan til að gefa út bækur því heimsmeistarinn og markadrottningin Alex Morgan skrifaði The Kicks bókaflokkinn árið 2012. Þær bækur eru orðnar tólf talsins og er ætlað að rækta ást á fótbolta meðal ungra lesanda og þá sérstaklega ungra kvenna. Fótbolti CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Alveg eins og íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu í lok síðasta árs þá notar Rodman frægð sína til koma réttum boðskap til ungs íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Anníe Mist og Katrín Tanja gáfu saman út barnabókina „What is the way?“ eða „Hver er rétta leiðin?“ ef við þýðum titilinn yfir á íslensku en bókin þeirra er á ensku. Rodman hefur nú gefið út barnabókina „Wake Up and Kick It“ eða „Vaknaðu og láttu vaða“ ef við reynum að þýða hana á íslensku. Bókinni er ætlað að hvetja krakka til að elta drauma sína í íþróttum. Anníe og Katrín voru margfaldir heimsmeistarar og stórstjörnur í sinni íþrótta í langan tíma en Rodman er enn bara nítján ára gömul og hefur aðeins lokið einu tímabili í atvinnumennsku. Það hefur auðvitað vakið enn meiri athygli á góðri frammistöðu hennar að hún er dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman sem varð margfaldur NBA-meistari með Detroit Pistons og Chicago Bulls og er af mörgum talinn besti frákastari sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Dóttir hennar stóð undir pressunni af því að vera Rodman og hefur byrjað fótboltaferil sinn frábærlega. Trinity Rodman var valinn besti nýliðinn í NWSL-deildinni en hún varð bandarískur meistari á fyrsta tímabili sínu með Washington Spirit. Hún lék síðan sína fyrstu landsleiki á SheBelieves Cup. Á dögunum varð Rodman síðan fyrsta knattspyrnukonan til að fá eins milljón dollara samning en hún fær 1,1 milljón Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning við Washington Spirit. Rodman er ekki fyrsta knattspyrnukonan til að gefa út bækur því heimsmeistarinn og markadrottningin Alex Morgan skrifaði The Kicks bókaflokkinn árið 2012. Þær bækur eru orðnar tólf talsins og er ætlað að rækta ást á fótbolta meðal ungra lesanda og þá sérstaklega ungra kvenna.
Fótbolti CrossFit Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira