„Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2022 10:00 Baldvin Þór Magnússon fagnaði með fjölskyldu sinni í Belgrad í gær eftir að hafa hlaupið sig inn í úrslitin á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. Á neðri myndinni má sjá Baldvin á ferðinni í gærmorgun, fjórða í röðinni. Aðsend/Getty „Ég get ekki beðið eftir því að hlaupa og eltast við heimsmeistaratitil,“ segir Baldvin Þór Magnússon sem náði frábærum árangri á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í gær, þegar hann hljóp sig inn í úrslit í 3.000 metra hlaupi. Baldvin naut sín í botn fyrir framan fjölskyldu sína og aðra áhorfendur, á hlaupabrautinni í Belgrad, og náði að vera í hópi þeirra 15 keppenda sem hlaupa til úrslita í 3.000 metra hlaupi á morgun kl. 11.10 að íslenskum tíma. „Þetta var markmiðið þegar ég kom hingað og það er bara geðveikt að hafa náð því. Það verður frábært að taka þátt í hlaupi sem endar með því að einhver verður heimsmeistari. Ég er ekkert smá spenntur. Ég geri mitt besta og svo sjáum við til hvað það felur í sér,“ segir Baldvin, sem er 22 ára gamall. Fjölskyldan mætti til Belgrad og fær annað hlaup Frammistaðan á HM er í góðum takti við hraðan uppgang Baldvins á síðustu árum, á meðan hann hefur hlaupið og sinnt námi við Eastern Michigan-háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin er stoltur Íslendingur, fæddur á Akureyri, en hefur þó búið erlendis stærstan hluta ævinnar. Hann er sonur hjónanna Katrínar Snædal Húnsdóttur og Magnúsar Þórs Magnússonar en fjölskyldan flutti til Hull í Englandi þegar Baldvin var fimm ára. Katrín, Magnús og Heiðrún, systir Baldvins, voru öll mætt til Belgrad í gær og verða meðal áhorfenda á morgun þegar stærsta stund ferilsins til þessa rennur upp hjá hlauparanum. „Þetta er langstærsta mót sem ég hef komið á. Það jafnast ekkert á við þetta – að keppa við fólk sem á ólympíumedalíur og heimsmet. Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við. Fjölskyldan mín hefur ekki komist að horfa á mig hlaupa í mörg ár og það er ótrúlega gaman að þau hafi komið hingað og fái að sjá ekki eitt heldur tvö hlaup,“ segir Baldvin. Svekktur þegar hann kom í mark Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Hann hljóp í fyrsta riðli af þremur og hafnaði í 6. sæti í riðlinum, en þurfti að bíða og sjá hvernig hinir riðlarnir færu til að vita hvort hann kæmist í úrslit. Fjórir fremstu í hverjum riðli komust beint áfram, og svo þrír til viðbótar með bestan tíma og var Baldvin einn af þeim. Baldvin Þór Magnússon á ferðinni í gær, næstfremstur á mynd.EPA-EFE/ANTHONY ANEX „Ég bjóst kannski ekki við þessu og vissi alveg að þetta yrði mjög erfitt, en ég veit líka að ég er mjög góður í svona keppnum. Ég hleyp yfirleitt vel á stórum mótum. Mér fannst ég því alltaf eiga séns en það er samt ótrúlegt að hafa náð því. Ég var frekar svekktur þegar ég kom í mark því við fórum ekkert rosalega hratt af stað, og svo komst einn fram úr mér alveg í blálokin. Þá hugsaði ég: „Nei! Ef að þetta verður munurinn á því hvort ég kemst í úrslit þá er það ömurlegt.“ En svo horfði maður á seinni tvö hlaupin og var ekkert smá ánægður,“ segir Baldvin sem slapp við að kútveltast í fyrsta hring hlaupsins í gær, þegar tveir keppinauta hans féllu í brautinni, og lét það ekki á sig fá: „Það er svo mikið stress og spenna í gangi, og svona getur gerst. Ég var heppinn að sleppa því þetta var þarna alveg við hliðina á mér. Svo komst maður vel og rólega inn í hlaupið og keyrði sig svo alveg út og í mark.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Baldvin naut sín í botn fyrir framan fjölskyldu sína og aðra áhorfendur, á hlaupabrautinni í Belgrad, og náði að vera í hópi þeirra 15 keppenda sem hlaupa til úrslita í 3.000 metra hlaupi á morgun kl. 11.10 að íslenskum tíma. „Þetta var markmiðið þegar ég kom hingað og það er bara geðveikt að hafa náð því. Það verður frábært að taka þátt í hlaupi sem endar með því að einhver verður heimsmeistari. Ég er ekkert smá spenntur. Ég geri mitt besta og svo sjáum við til hvað það felur í sér,“ segir Baldvin, sem er 22 ára gamall. Fjölskyldan mætti til Belgrad og fær annað hlaup Frammistaðan á HM er í góðum takti við hraðan uppgang Baldvins á síðustu árum, á meðan hann hefur hlaupið og sinnt námi við Eastern Michigan-háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin er stoltur Íslendingur, fæddur á Akureyri, en hefur þó búið erlendis stærstan hluta ævinnar. Hann er sonur hjónanna Katrínar Snædal Húnsdóttur og Magnúsar Þórs Magnússonar en fjölskyldan flutti til Hull í Englandi þegar Baldvin var fimm ára. Katrín, Magnús og Heiðrún, systir Baldvins, voru öll mætt til Belgrad í gær og verða meðal áhorfenda á morgun þegar stærsta stund ferilsins til þessa rennur upp hjá hlauparanum. „Þetta er langstærsta mót sem ég hef komið á. Það jafnast ekkert á við þetta – að keppa við fólk sem á ólympíumedalíur og heimsmet. Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við. Fjölskyldan mín hefur ekki komist að horfa á mig hlaupa í mörg ár og það er ótrúlega gaman að þau hafi komið hingað og fái að sjá ekki eitt heldur tvö hlaup,“ segir Baldvin. Svekktur þegar hann kom í mark Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Hann hljóp í fyrsta riðli af þremur og hafnaði í 6. sæti í riðlinum, en þurfti að bíða og sjá hvernig hinir riðlarnir færu til að vita hvort hann kæmist í úrslit. Fjórir fremstu í hverjum riðli komust beint áfram, og svo þrír til viðbótar með bestan tíma og var Baldvin einn af þeim. Baldvin Þór Magnússon á ferðinni í gær, næstfremstur á mynd.EPA-EFE/ANTHONY ANEX „Ég bjóst kannski ekki við þessu og vissi alveg að þetta yrði mjög erfitt, en ég veit líka að ég er mjög góður í svona keppnum. Ég hleyp yfirleitt vel á stórum mótum. Mér fannst ég því alltaf eiga séns en það er samt ótrúlegt að hafa náð því. Ég var frekar svekktur þegar ég kom í mark því við fórum ekkert rosalega hratt af stað, og svo komst einn fram úr mér alveg í blálokin. Þá hugsaði ég: „Nei! Ef að þetta verður munurinn á því hvort ég kemst í úrslit þá er það ömurlegt.“ En svo horfði maður á seinni tvö hlaupin og var ekkert smá ánægður,“ segir Baldvin sem slapp við að kútveltast í fyrsta hring hlaupsins í gær, þegar tveir keppinauta hans féllu í brautinni, og lét það ekki á sig fá: „Það er svo mikið stress og spenna í gangi, og svona getur gerst. Ég var heppinn að sleppa því þetta var þarna alveg við hliðina á mér. Svo komst maður vel og rólega inn í hlaupið og keyrði sig svo alveg út og í mark.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn