Helena Sverrisdóttir: Ég er gífurlega stolt af þessum stelpum Árni Jóhannsson skrifar 19. mars 2022 22:05 Helena og stöllur hennar fagna titlinum. Vísir/Bára Dröfn Helena Sverrisdóttir var virkilega ánægð með liðsheildina þegar Haukar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Þær lögðu Breiðablik 88-81 í Smáranum í hörkuleik en varnarleikur og reynsla liðsins kláraði verkefnið í fjórða leikhluta en leikurinn var jafn nánast allar 40 mínúturnar. Helena sjálf var með nærrum því þrefalda tvennu en hún skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. „Viljinn var bara þvílíkt til staðar hjá okkur “, sagði Helena þegar hún var spurð hvað hafi skorið úr um sigurvegara í kvöld. „Við lentum í smá áfalli á fimmtudaginn þegar við missum Keiru [Robinson] í meiðsli en við vorum bara ótrúlega samheldnar og flottar í kvöld.“ Helena Sverrisdóttir var einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu.Vísir/Bára Dröfn Helena skoraði ekki nema níu stig í undanúrslitunum á móti Njarðvík en endaði með 19 stig í kvöld en öll stigin hennar voru mjög mikilvæg. Hvað breyttist á milli leikja? „Við erum bara með frábæra leikmenn og aðrir voru að skora á fimmtudaginn. Ég þurfti ekki að skora eins mikið þá. Í kvöld þá þurfti ég að skora aðeins meira og þá fundu þær mig meira í kvöld. Við erum bara með frábært lið og ég er gífurlega stolt af þessum stelpum í dag og ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með þær.“ En hvað gerir svona sigur fyrir liðið upp á loka átökin í deildinni? „Bara gríðarlega mikið. Við spilum án Keiru sem er okkar aðalleikstjórnandi og vara leikstjórnandinn okkar Jana [Falsdóttir] kemur inn og stendur sig ógeðslega vel. Allir bara stigu upp og gerðu rosalega vel í dag. Þá var Helena spurð hvort það væri nokkuð að verða þreytt að vinna titla en Helena stígur varla inn á völlinn hér á landi nema að vinna titil. Bekkurinn hjá Haukum hvetur samherja sína áfram.Vísir/Bára Dröfn „Af hverju ætti það að vera þreytt. Svona á þetta að vera. Þetta geggjað gaman. Nú er maður komin með dóttur í stúkuna sem er búin að vera eiginlega spenntari en ég fyrir möguleikanum að vinna bikar. Þetta er bara ógeðslega gaman“, sagði sú besta skælbrosandi. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Helena sjálf var með nærrum því þrefalda tvennu en hún skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. „Viljinn var bara þvílíkt til staðar hjá okkur “, sagði Helena þegar hún var spurð hvað hafi skorið úr um sigurvegara í kvöld. „Við lentum í smá áfalli á fimmtudaginn þegar við missum Keiru [Robinson] í meiðsli en við vorum bara ótrúlega samheldnar og flottar í kvöld.“ Helena Sverrisdóttir var einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu.Vísir/Bára Dröfn Helena skoraði ekki nema níu stig í undanúrslitunum á móti Njarðvík en endaði með 19 stig í kvöld en öll stigin hennar voru mjög mikilvæg. Hvað breyttist á milli leikja? „Við erum bara með frábæra leikmenn og aðrir voru að skora á fimmtudaginn. Ég þurfti ekki að skora eins mikið þá. Í kvöld þá þurfti ég að skora aðeins meira og þá fundu þær mig meira í kvöld. Við erum bara með frábært lið og ég er gífurlega stolt af þessum stelpum í dag og ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með þær.“ En hvað gerir svona sigur fyrir liðið upp á loka átökin í deildinni? „Bara gríðarlega mikið. Við spilum án Keiru sem er okkar aðalleikstjórnandi og vara leikstjórnandinn okkar Jana [Falsdóttir] kemur inn og stendur sig ógeðslega vel. Allir bara stigu upp og gerðu rosalega vel í dag. Þá var Helena spurð hvort það væri nokkuð að verða þreytt að vinna titla en Helena stígur varla inn á völlinn hér á landi nema að vinna titil. Bekkurinn hjá Haukum hvetur samherja sína áfram.Vísir/Bára Dröfn „Af hverju ætti það að vera þreytt. Svona á þetta að vera. Þetta geggjað gaman. Nú er maður komin með dóttur í stúkuna sem er búin að vera eiginlega spenntari en ég fyrir möguleikanum að vinna bikar. Þetta er bara ógeðslega gaman“, sagði sú besta skælbrosandi.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35