Ókláraður sálmur vegna bruna í kirkjuorgeli Ingi Vífill Guðmundsson skrifar 21. mars 2022 12:31 Um streymi jarðarfara og minningarathafna Mikil aukning hefur orðið á að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á internetið. Í kjölfar COVID-19 faraldursins var það af nauðsyn sökum samkomutakmarkanna, en nú er sífellt algengara að þeim sé streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sökum heilsu, aldurs eða veðurs, og eru þá ógleymdir aðstandendur sem búa erlendis eða utan borgarmarkanna. Þessi þróun er jákvæð og mikið fagnaðarefni - enda bæði atvinnuskapandi og jákvæð í ljósi breyttra tíma þar sem áhersla á stafræna miðlun er í veldisvexti. En þó er einn þáttur sem staðið hefur í stað frá byrjun faraldurs en það er aðstaða og netaðgengi til streymis í kirkjum landsins. Með fáum framsýnum undantekningum (grínlaust töldum á fingrum annarrar handar!) er aðstaðan til streymis hjartnær alls staðar ófullnægjandi. Víðast hvar í kirkjum er ekki aðgengt að interneti, víða er takmarkaður og óljós aðgangur að rafmagni, og víða hefur rafmagn ekki verið uppfært frá byggingu kirkjunnar. Við erum fámennur en einarður hópur þjónustuaðila í streymi sem þjónustum hundruði, stundum jafnvel þúsundir manns í einu. Okkar hlutverk er að veita óaðfinnanlega þjónustu á viðkvæmri stund hjá aðstandendum. Þessari ábyrgð fögnum við og tökum henni af einurð. En rétt eins og organistinn, sem getur ekki klárað sálminn ef það af einhverjum ástæðum kviknar í orgelinu í miðjum sálmi, eru líkurnar á vel heppnaðri útsendingu hverfandi ef bæði rafmagn er óáreiðanlegt og netsamband stopult eða ekki til staðar. Flestir, ef ekki allir, erum við búnir því besta sem fæst af 4G búnaði (langt umfram það sem fæst á almennum neytendamarkaði) en því miður veitir slíkur búnaður aðeins aukna vernd gegn útsendingarrofi, en ekki tryggingu. Hér þurfa kirkjurnar að taka þátt af dugnaði. Við þjónustuaðilar gerum okkar besta og gerum það yfirleitt vel. En rétt eins og organistinn getur ekki tekið ábyrgð á að brunnið orgel hljómi illa, getum við ekki tekið ábyrgð á að innviðir kirkja séu, árið 2022 (!), þannig að ekki sé hægt að veita þjónustu sem krefst jafn sjálfsagðrar aðstöðu sem áreiðanlegs rafmagns og stöðugrar internettengingar. Þessi pistill er skrifaður með þá von að framkvæmdaráð kirkja nær og fjær taki þessi mál höndum tveim í sinni heimasókn. Oftast er þetta lítil framkvæmd þannig að allir geti vel við unað. Höfundur er eigandi streymisþjónustufyrirtækis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Fjarskipti Stafræn þróun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Um streymi jarðarfara og minningarathafna Mikil aukning hefur orðið á að jarðarförum og minningarathöfnum sé streymt á internetið. Í kjölfar COVID-19 faraldursins var það af nauðsyn sökum samkomutakmarkanna, en nú er sífellt algengara að þeim sé streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sökum heilsu, aldurs eða veðurs, og eru þá ógleymdir aðstandendur sem búa erlendis eða utan borgarmarkanna. Þessi þróun er jákvæð og mikið fagnaðarefni - enda bæði atvinnuskapandi og jákvæð í ljósi breyttra tíma þar sem áhersla á stafræna miðlun er í veldisvexti. En þó er einn þáttur sem staðið hefur í stað frá byrjun faraldurs en það er aðstaða og netaðgengi til streymis í kirkjum landsins. Með fáum framsýnum undantekningum (grínlaust töldum á fingrum annarrar handar!) er aðstaðan til streymis hjartnær alls staðar ófullnægjandi. Víðast hvar í kirkjum er ekki aðgengt að interneti, víða er takmarkaður og óljós aðgangur að rafmagni, og víða hefur rafmagn ekki verið uppfært frá byggingu kirkjunnar. Við erum fámennur en einarður hópur þjónustuaðila í streymi sem þjónustum hundruði, stundum jafnvel þúsundir manns í einu. Okkar hlutverk er að veita óaðfinnanlega þjónustu á viðkvæmri stund hjá aðstandendum. Þessari ábyrgð fögnum við og tökum henni af einurð. En rétt eins og organistinn, sem getur ekki klárað sálminn ef það af einhverjum ástæðum kviknar í orgelinu í miðjum sálmi, eru líkurnar á vel heppnaðri útsendingu hverfandi ef bæði rafmagn er óáreiðanlegt og netsamband stopult eða ekki til staðar. Flestir, ef ekki allir, erum við búnir því besta sem fæst af 4G búnaði (langt umfram það sem fæst á almennum neytendamarkaði) en því miður veitir slíkur búnaður aðeins aukna vernd gegn útsendingarrofi, en ekki tryggingu. Hér þurfa kirkjurnar að taka þátt af dugnaði. Við þjónustuaðilar gerum okkar besta og gerum það yfirleitt vel. En rétt eins og organistinn getur ekki tekið ábyrgð á að brunnið orgel hljómi illa, getum við ekki tekið ábyrgð á að innviðir kirkja séu, árið 2022 (!), þannig að ekki sé hægt að veita þjónustu sem krefst jafn sjálfsagðrar aðstöðu sem áreiðanlegs rafmagns og stöðugrar internettengingar. Þessi pistill er skrifaður með þá von að framkvæmdaráð kirkja nær og fjær taki þessi mál höndum tveim í sinni heimasókn. Oftast er þetta lítil framkvæmd þannig að allir geti vel við unað. Höfundur er eigandi streymisþjónustufyrirtækis.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar