„Langar mest að gráta“ Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2022 11:15 Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata sýnist sem svo að það sé orðin einhvers konar leikjafræði stjórnarliða að drepa mál um afglæpavæðingu til að halda samstarfinu huggulegu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. „Ég kann ekki að setja í orð vonbrigði mín en langar mest að fara að gráta,“ segir Halldóra en hún segir þetta án skýringa. Þetta hafi komið fram í morgun þegar þingmenn fengu í hendur uppfærða þingmálaskrá en þar kemur fram áætlun ráðherra um hvaða mál þeir ætla að leggja fram. Málið svæft í nefnd „Þar kemur fram að búið er að fella málið niður,“ segir Halldóra í samtali við Vísi. Þetta séu gríðarleg vonbrigði. Hún segist vera með sitt mál í heilbrigðisnefnd til umfjöllunar og búið er að fá inn fyrstu gesti. Halldóra Mogensen reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum en nú er komið á daginn að mál um afglæpavæðingu fíkniefna verði ekki lagt fram á þessu þingi.vísir/vilhelm „En það er svo auðvelt fyrir stjórnarliða að neita að afgreiða okkar mál, Pírata, með þeim rökum að heilbrigðisráðherra ætli að leggja fram frumvarp,“ segir Halldóra sem er farin að þekkja það ferli, of vel. Eða er ekki bara verið að drepa málið? „Jahhh, þetta hefur gerst áður, líka þegar Svandís Svavarsdóttir var heilbrigðisráðherra á síðasta kjörtímabili. Þau létu málið sofna inni í nefnd. Ég barðist fyrir því að fá málið út úr nefndinni en það var ekki áhugi fyrir því að fá málið þaðan þó klárlega væri búið að taka það til meðferðar í nefndinni.“ Leikjafræði til að drepa málið Halldóra segir að meirihlutinn hafi þannig drepið fullt af sínum eigin málum og þetta hafi verið eitt þeirra. En er þetta ekki bara leikjafræði, að drepa með þessum hætti mál sem umdeild eru meðal stjórnarliða? „Ég er farin að hallast að því. Ég er alltaf bjartsýn og vildi halda í trúna að Svandís hafi raunverulega ætlað að afla málinu stuðnings og klára það. Þá hafði ég bundið vonir við að Willum Þór myndi taka þetta mál í sínar hendur og klára það fyrir alvöru. En svo gerist þetta og þá er maður farin að halda að þetta sé einhver leikjafræði, því miður.“ Halldóra segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hvar andstaðan við málið liggi, hvar fiskur sé undir steini en skoðanakannanir hafi sýnt að um 60 prósent þjóðarinnar eru á því að gera breytingar enda liggi fyrir að núverandi stefna sé stórskaðleg. Alþingi Fíkn Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
„Ég kann ekki að setja í orð vonbrigði mín en langar mest að fara að gráta,“ segir Halldóra en hún segir þetta án skýringa. Þetta hafi komið fram í morgun þegar þingmenn fengu í hendur uppfærða þingmálaskrá en þar kemur fram áætlun ráðherra um hvaða mál þeir ætla að leggja fram. Málið svæft í nefnd „Þar kemur fram að búið er að fella málið niður,“ segir Halldóra í samtali við Vísi. Þetta séu gríðarleg vonbrigði. Hún segist vera með sitt mál í heilbrigðisnefnd til umfjöllunar og búið er að fá inn fyrstu gesti. Halldóra Mogensen reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum en nú er komið á daginn að mál um afglæpavæðingu fíkniefna verði ekki lagt fram á þessu þingi.vísir/vilhelm „En það er svo auðvelt fyrir stjórnarliða að neita að afgreiða okkar mál, Pírata, með þeim rökum að heilbrigðisráðherra ætli að leggja fram frumvarp,“ segir Halldóra sem er farin að þekkja það ferli, of vel. Eða er ekki bara verið að drepa málið? „Jahhh, þetta hefur gerst áður, líka þegar Svandís Svavarsdóttir var heilbrigðisráðherra á síðasta kjörtímabili. Þau létu málið sofna inni í nefnd. Ég barðist fyrir því að fá málið út úr nefndinni en það var ekki áhugi fyrir því að fá málið þaðan þó klárlega væri búið að taka það til meðferðar í nefndinni.“ Leikjafræði til að drepa málið Halldóra segir að meirihlutinn hafi þannig drepið fullt af sínum eigin málum og þetta hafi verið eitt þeirra. En er þetta ekki bara leikjafræði, að drepa með þessum hætti mál sem umdeild eru meðal stjórnarliða? „Ég er farin að hallast að því. Ég er alltaf bjartsýn og vildi halda í trúna að Svandís hafi raunverulega ætlað að afla málinu stuðnings og klára það. Þá hafði ég bundið vonir við að Willum Þór myndi taka þetta mál í sínar hendur og klára það fyrir alvöru. En svo gerist þetta og þá er maður farin að halda að þetta sé einhver leikjafræði, því miður.“ Halldóra segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hvar andstaðan við málið liggi, hvar fiskur sé undir steini en skoðanakannanir hafi sýnt að um 60 prósent þjóðarinnar eru á því að gera breytingar enda liggi fyrir að núverandi stefna sé stórskaðleg.
Alþingi Fíkn Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09