„Hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. mars 2022 18:31 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur það ekki hafa verið mistök að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Ef hemja hafi átt útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins hefði þurft gríðarlega strangar takmarkanir til. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gera megi betur í heilbrigðisþjónustu við landsbyggðina. Hans hugur er þessa dagana hjá aðstandendum tveggja ára stúlku sem lést eftir baráttu við Covid fyrr í mánuðinum. Foreldrar stúlkunnar sögðu sögu sína í kvöldfréttum okkar síðasta sunnudag. Þeir segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. Sjálf búa þau á Þórshöfn en þegar dóttir þeirra veiktist var næsti læknir á Kópaskeri í um 70 kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þetta er auðvitað bara mikill harmleikur og hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Málið er nú á borði landlæknis sem er að hefja á því rannsókn. „Og á meðan er það nú svona bara venjan að tjá sig ekki frekar um slík tilvik en já, alveg örugglega margt sem við getum gert betur í að þjónusta landsbyggðina,“ segir Willum. Hann segir brýnt að reyna að bæta stöðuna þar og vill einblína á landsbyggðina á næstunni. „Já, alltaf. Og þetta er bara viðvarandi verkefni og við eigum auðvitað bara að hlusta og læra og reyna að gera betur,“ segir hann. Ekki mistök að aflétta öllu Nú er rétt tæpur mánuður síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt. Síðan þá hefur borið talsvert á umræðu um andlát vegna Covid-19 enda hefur þeim fjölgað gríðarlega með tilkomu ómíkron-afbrigðisins eins og sjá má á þessu grafi: Hér má sjá vöxtinn sem orðið hefur í andlátum vegna Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins. Embætti landlæknis Hafa verður í huga að margfalt fleiri hafa smitast af veirunni á sama tíma og þegar tíðni dauðsfalla er skoðuð kemur í ljós að hlutfallslega látast nú mun færri eftir baráttu við Covid en nokkru sinni fyrr. Eins og sjá má voru fyrri afbrigðin margfalt alvarlegri en ómíkron þrátt fyrir færri dauðsföll í heildina. Þá smituðust nefnilega miklu færri. Embætti landlæknis Heilbrigðisráðherra sér ekki eftir að hafa aflétt öllum takmörkunum enda hefði þurft mikið til að hemja nýja afbrigðið. „Þá hefði það þurft bara nánast að loka samfélaginu og við vorum hér, bara að minna á það, með 10 manna samkomutakmarkanir en þá var útbreiðsla smita mikil,“ segir Willum. Þannig það voru ekkert mistök að aflétta öllu? „Nei, ég met það ekki. Það voru afléttingar, við tókum þetta í skrefum. Við fórum varlegar en flestar aðrar þjóðir ég minni á það líka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Byggðamál Langanesbyggð Tengdar fréttir Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00 Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Foreldrar stúlkunnar sögðu sögu sína í kvöldfréttum okkar síðasta sunnudag. Þeir segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. Sjálf búa þau á Þórshöfn en þegar dóttir þeirra veiktist var næsti læknir á Kópaskeri í um 70 kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þetta er auðvitað bara mikill harmleikur og hugur minn er auðvitað hjá aðstandendum og fjölskyldu barnsins,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Málið er nú á borði landlæknis sem er að hefja á því rannsókn. „Og á meðan er það nú svona bara venjan að tjá sig ekki frekar um slík tilvik en já, alveg örugglega margt sem við getum gert betur í að þjónusta landsbyggðina,“ segir Willum. Hann segir brýnt að reyna að bæta stöðuna þar og vill einblína á landsbyggðina á næstunni. „Já, alltaf. Og þetta er bara viðvarandi verkefni og við eigum auðvitað bara að hlusta og læra og reyna að gera betur,“ segir hann. Ekki mistök að aflétta öllu Nú er rétt tæpur mánuður síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt. Síðan þá hefur borið talsvert á umræðu um andlát vegna Covid-19 enda hefur þeim fjölgað gríðarlega með tilkomu ómíkron-afbrigðisins eins og sjá má á þessu grafi: Hér má sjá vöxtinn sem orðið hefur í andlátum vegna Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins. Embætti landlæknis Hafa verður í huga að margfalt fleiri hafa smitast af veirunni á sama tíma og þegar tíðni dauðsfalla er skoðuð kemur í ljós að hlutfallslega látast nú mun færri eftir baráttu við Covid en nokkru sinni fyrr. Eins og sjá má voru fyrri afbrigðin margfalt alvarlegri en ómíkron þrátt fyrir færri dauðsföll í heildina. Þá smituðust nefnilega miklu færri. Embætti landlæknis Heilbrigðisráðherra sér ekki eftir að hafa aflétt öllum takmörkunum enda hefði þurft mikið til að hemja nýja afbrigðið. „Þá hefði það þurft bara nánast að loka samfélaginu og við vorum hér, bara að minna á það, með 10 manna samkomutakmarkanir en þá var útbreiðsla smita mikil,“ segir Willum. Þannig það voru ekkert mistök að aflétta öllu? „Nei, ég met það ekki. Það voru afléttingar, við tókum þetta í skrefum. Við fórum varlegar en flestar aðrar þjóðir ég minni á það líka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Byggðamál Langanesbyggð Tengdar fréttir Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00 Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20. mars 2022 16:00
Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?