Stöð 2 Sport
Klukkan 17.00 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Farið verður yfir síðustu leiki í Subway-deild kvenna í þætti dagsins.
Klukkan 18.05 er komið að leik KR og Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla. KR-ingar þurfa á sigri að halda en þeir eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Klukkan 20.05 er leikur Tindastóls og Keflavíkur í sömu deild á dagskrá.
Klukkan 22.00 eru Tilþrifin á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 19.35 er leikur Evrópumeistara Ítala og Norður-Makedóníu í undankeppni HM á dagskrá. Sigurvegarinn fer í úrslitaleik um sæti á HM í Katar síðar á þessu ári.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 19.35 er leikur Portúgal og Tyrklands á dagskrá í undankeppni HM á dagskrá. Sigurvegarinn fer í úrslitaleik um sæti á HM í Katar síðar á þessu ári.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.30 er Seinni bylgjan karla á dagskrá. Þar verður farið yfir síðustu umferð í Olís-deild karla í handbolta.
Klukkan 22.30 er JTBC Classic-mótið á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Stöð 2 Golf
Klukkan 09.00 hefst Meistaramótið í Katar. Það er hluti af DP heimstúrnum. Klukkan 18.00 er svo WCG Match Play á dagskrá.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 19.30 er Frís á dagskrá.